Fréttir

Drauma Lampinn


Loksin loksins er drauma lampinn minn kominn í hús, en lampan fékk ég í afmælisgjöf frá vinkonum mínum seinustu helgi og ég er í skýjunum. 

Rússland - Ferðasaga og Myndir


Þann 14.júlí seinastlitinn fór ég í tveggja vikna frí til Rússlands. Og ekki í þeim tilgangi til að fara á HM eins og stór hluti af þjóðinni gerði heldur til að fara og heimsækja fjölskylduna mína. 

Það eru ekki margir sem vita það en ég er hálfur rússi, mamma mín er frá Moskvu og þar af leiðandi öll okkar fjölskylda. Annar helmingurinn af mér er í Rússlandi og síðan ég var lítill strákur þá hef ég alltaf farið með mömmu á sumrin að heimsækja fjölskylduna mína og þá vorum við yfirleitt í um 2 mánuði í senn. En síðan þegar ég fór að vera eldri og þurfti að fara að byrja að vinna á sumrin þá fór að vera erfiðara og erfiðara að finna tíma til að komast út.
Núna eru komin 8 ár síðan ég fór seinast út að heimsækja alla og guð minn almáttugur hvað ég þurti mikið á því að halda! 

For the Night - Behind the Scenes


Ljómyndari Saga Sig 

Í dag gaf Svala Björgvins út nýtt tónlistarmyndband við lagið For the Night. Ég var svo heppinn að fá að sjá um förðun í því myndbandi. Og þar sem myndbandið og lagið er loksins komið út að þá langar mig til að sýna ykkur nokkrar behind the scenes myndir úr tökunum. 

Förðunarnámskeið í París


Til að byrja með þá langar mig að byðjast afsökunar á bloggleysinu í mér, það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér en það er einmitt eitt af því sem mig langar til að segja ykkur frá. 

Í síðustu viku fór ég á förðunar námskeið hjá By Terry í París. 

By Terry er eitt af þeim merkjum sem ég er að vinna fyrir og það merki er fáanlegt í Madison Ilmhús. Merkið er franskt og höfuðstöðvar þess eru einmitt í París þar sem ég sat námskeiðið. Námskeiðið sjálft voru tveir dagar en í heildina var ég fjóra daga í París. Þetta var mitt fyrsta skipti í París og ég var því mjög spenntur að fara. 

Makeup Hugmyndir fyrir Secret Solstice


Nú er einn daguri í að Secret Solstice gleðin fari í gang og ég gerði þrjár mismunandi farðanir í tilefni þess, sem hugmyndir fyrir ykkur sem eruð enn að ákveða ykkur hvernig þið ætlið að farða ykkur fyrir hátíðina. 

Secret Solstice Outfit Inspo


Nú er eins og margir vita Secret Solstice vikan gengin í garð. Þetta er sá tími árs sem ég held mjög hátíðlega upp á því ég eeelska Secret Solstice. Allt við þessa hátíð fær mig til að brosa - tónlistin, tískan, árstíminn, stemningin og allt þar á milli. 

Krít - myndir og stutt ferðasaga


Síðastliðinn maí mánuð skellti ég mér til Krítar með tengdafjölskyldunni. Ég hef áður farið til Krítar en það var í útskirftartferðinni minni í menntaskóla og hefur alltaf langað til að fara aftur, þá vorum við rétt fyrir utan borgina Chania, en í þetta skiptið vorum við í borginni Rethymno

NYX Professional Makeup Kennsla


Nú hefur enn einn kennslutími bæst við hjá mér í Reykjavík Makeup School, en ég var að taka við að kenna NYX Professional Makeup tíman í skólanum. Þetta var fyrsta skiptið sem ég er að kenna þennan tíma og þetta var alveg tryllt skemmtilegt! 

Tískuförðun Vol.2


Nú er Fashion Editorial Makeup-kennsla númer tvö liðin hjá mér í Reykjavík Makeup School og mig langar því að sýna ykkur nokkrar myndir úr þeim tíma. Að þessu sinni fékk ég vinkonum mína Unni Birnu til að sitja fyrir. 

 

Í þessum tíma notaði ég vörur frá nola.is , ILIA Cosmetics, NABLA og Anastasia Beverly Hills

 

Hér eru nokkar myndir úr tímanum með lista af þeim vörum sem ég notaði fyrir hverja förðun fyrir sig. 

ILIA Cosmetics


Að þessu sinni langar mig að segja ykkur aðeins frá vörum sem ég var að fá. En þetta eru vörur sem ég hef verið mjög spenntur fyrir og er gjörsamlega dolfallinn fyrir. En það er merkið ILIA Cosmetics sem hefur fangað förðunarfræðings hjartað í mér að þessu sinni. En þær snyrtivörur fást í snyrtivöruversluninni Nola í Katrínartúni eða þá nola.is