Fréttir

Jólin


Jiminn hvað desember flaug frá mér.. Ég var reyndar á óvenjumiklu flakki og því frekar sein í öllum undirbúning. Ég hef örugglega sagt á hverju einasta ári síðan ég byrjaði að halda jólin sjálf að ég ætlaði að vera snemma í því að græja allt.. En við vitum öll hvernig það á til að fara. 

Jólin voru engu að síður einstaklega ánægjuleg hér í Swansea með fólkinu okkar. Mig langaði til að deila með ykkur nokkrum myndum af borðhaldinu, tréinu, innpökkun og að sjálfsögðu loðna einkasyninum sem þarf að þola jólamyndatöku á ári hverju. 

Lúsíuljós


Ég keypti mér þetta dásamlega aðventuljós eða Lúsíuljós heima á Íslandi í síðasta stoppi. Þetta er það allra fallegasta aðventuljós sem ég hef augum litið og það sæmir sér vel í stofunni á þessum dimmu desember dögum. Ljósið fæst bara að mér vitandi í Kaia þar sem ég keypti mitt eintak.

EM minningar


Ég ferðaðist um Frakkland með yndislegum hóp af stelpum yfir EM í sumar og mikið sem þetta eru dýrmætar minningar. Hér eru nokkrar myndir sem mig langaði að deila með ykkur, flestar af instagraminu mínnu @alexandrahelga.

Sóley Organics Gjafaleikur


Húðumhirða er eflaust eitthvað sem er ofarlega í huga margra núna þegar kólnað hefur í veðri. Á þessum tíma árs á húðin það til að verða örlítið líflaus þar sem veturinn nálgast, tanið eftir sumarið skolast af og erfiðara er að halda henni ferskri. Fyrr á árinu fékk ég gjöf frá Sóley og langaði að tala um mínar uppáhaldsvörur frá þeim. Einnig ætla ég að gefa heppnum lesanda Femme smá pakka (sjá neðst). 

-Færslan er kostuð af Sóley Organics-

Bella Posh Organizer


Ég rakst á þessar skemmtilegu makeup hirslur í lok síðasta árs á instagram frá Bella posh organizers. Uppsetningin fannst mér mjög skemmtileg fyrir varaliti, gloss, blýanta og fleira þar sem turninn er með snúningshjóli undir sem ég hef ekki séð áður á svona hirslum. Ég keypti hana í glæru plexigleri því ég vil geta séð allt auðveldlega en þær var einnig hægt að fá í hvítu, svörtu og bleiku. Spinning Tower kemur í nokkrum útfæslum sem sjá má á heimasíðu þeirra. Fyrir þær ykkar sem eru með makeupið í Alex skúffunum frá IKEA er einnig hægt að fá sérstakar hirslur sem passa ofaní þær skúffur, sjá nánar hér

New York New York


Ég fór í ferð til New York í vor með systur minni og langaði að deila með ykkur nokkrum myndum. Við vorum á hóteli í Soho sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt hverfi og vorum því mikið á röltinu þar. Veðrið var heldur kalt þarna í lok mars og við þurftum að dúða okkur vel upp. En borgin er æðisleg og við áttum yndislega tíma. 

Bjargvættur Sumarsins - Apple Smart Battery Case


Ég held að flestir iphone notendur glími við sama vandamálið.. Batteríið! 

Líftíminn á því er því miður mjög lélegur, sérstaklega yfir langa annasama daga. Einkum þegar maður er að nota símann mikið sem myndavél á flakki og væri þá æskilegt að hann entist allan daginn. Ég var í smá veseni með þetta á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar þar sem leikdagarnir voru mjög langir og maður hafði ekki beint tíma í að skella símanum í hleðslu í nokkrar klst inn á milli. Ég hef í gegnum tíðina keypt nokkur "hleðslustykki" sem maður hefur í töskunni og eru með snúru en annaðhvort gleymi ég að hlaða það áður en ég fer út eða gleymi að taka það með mér. Svo er líka hálf pirrandi að vera alltaf með snúruna útum allt í töskunni og síminn að flækjast í. 

Ég ákvað að henda þessu hingað inn þar sem ég hef í sumar verið spurð svo ótrúlega oft hvað í ósköpunum ég sé nú með utanum símann. Og nokkrir vinir mínir fjárfest í hulstrinu síðan og elska það. Það var ótrúlega þæginlegt að þurfa ekki að spá í betteríinu eða símanum meira restina af ferðinni þar sem það entist frá morgni til kvölds og gott betur en það. Á ferðalögum er jú líka mikilvægt að hafa hlaðinn síma af öryggisástæðum. Hulstrið er frá Apple og ætti að fást í öllum búðum á þeirra vegum. Það besta við það er að sama hleðsla er notuð og maður þarf í rauninni aldrei að taka símann úr. 

Hægt er að skoða hulstrið nánar hér. 

 

Kaffihorn


Nespresso kaffivélin er uppáhalds eldhúsgræjan mín og það mætti segja að ég geti ekki byrjað daginn án hennar. Ég hef áður talað um dálæti mitt á Carmelito hylkjunum sem enn verma hvern einasta morgunbolla á þessu heimili. Þar komum við að kaffihorninu. Kaffihornið er mjög mikilvægur staður í eldhúsinu hjá flestum kaffiperrum. Þessa stundina samanstendur mitt af CitiZ vélinni, kaffihylkjaskál og nokkrum bollum. Aftari bollarnir eru frá Ferm Living og þeir fremri frá Nespresso. 

Heimsborgari : Sandra Steinars í Stokkhólmi


Sandra Steinarsdóttir flutti til Stokkhólms í júní 2015 ásamt eiginmanni sínum Ögmundi sem spilar þar fótbolta með Hammarby. Sandra er lögfræðingur að mennt og vinnur eins og er við verkefni frá Íslandi. Þau hjónin eru gjörsamlega heilluð af borginni og elska að búa þar. Hér er upplifun Söndru á þessari skemmtilegu skandinavísku borg... 

Georgetown Cupcake NYC


Ég fór til New York rétt fyrir páska og var á hóteli í Soho. Þar er mikið af gersemum en eitt af því sem stóð uppúr var Georgetown Cupcakes. Systir mín hló mikið af mér því ég var búin að finna nokkur bakarí sem mig langaði að fara í áður en við fórum, það er svona að vera kökusjúklingur. Búðin hjá þeim var ótrúlega krúttleg og úrvalið af bollakökum ekki af verri endanum. Mig hefur dreymt um saltkaramellukökuna reglulega frá heimför. 

Bakaríið er stofnað af systrum sem opnuðu fyrstu búðina í Washington. Nú má hins vegar finna kökur þeirra systra í New York, LA og fleiri borgum. Þess virði að kíkja á ef þið eigið leið hjá í Soho.