Fréttir

Heimsborgari : Viktor Breki í London


Nú er komið að nýjum lið hér á FEMME : Heimsborgarinn. Þar er fjallað um Íslendinga sem búsettir eru í skemmtilegum borgum erlendis og segja okkur frá góðum veitingastöðum og því sem er mikilvægt er að sjá og gera í borginni. Við byrjum á uppáhaldsborginni minni London, en Viktor Breki er 27 ára Reykvíkingur sem unnið hefur í tískubransanum í London síðastliðin 3 ár.  Hér er hans upplifun á þessari stórfenglegu borg....

Gervi Orkedía fyrir heimilið


Ég uppgvötaði þetta gerviblóm í IKEA ferð um daginn mér til mikillar ánægju. Ég hef verið með blómastanda frá Ferm Living í yfir ár núna og verið að rembast við að halda orkedíum á lífi í þeim allan þann tíma. Fyrir utan það hversu óttarlega ógræna fingur ég hef þá er ég oft á flakki og þær áttu það til að deyja ótímabærum dauða greyin. Eftir að hafa þurft að losa mig við og sóað heldur of mörgum af þessum fallegu blómum eru þessi komin til að vera og eru alltaf jafn fersk. Svo finnst mér þau líka ótrúlega raunveruleg svona miðað við. 

SunnudagsBrunch : Kanilpönnukökur með eplum og karamellu


Þessi brunch var á boðstólnum þarsíðustu helgi. Mig langaði að gera aðeins öðruvísi pönnukökur að þessu sinni og átti þessi fínu epli inni í ískáp svo úr varð að gera eplakaramellu með þeim. Poached eggs með parmaskinku og stöppuðu avakadó á hálfri brauðbollu er eitthvað sem klikkar ekki. Ég hef áður talað um sérstaka pönnu frá Le Creuset  sem ég nota fyrir eggin, hér er hægt að sjá meira um það. 

Kaffi í sveitinni


Ég heimsótti góða vinkonu um helgina og við fórum í smá roadtripp í aðeins meiri sveitafýling. Áttum ótrúlega kósý lunch og göngutúr í fersku lofti og fallegu umhverfi. Það er ekki hægt að biðja um meira. 

Heimatilbúin Píta


Píta er mjög ofarlega á mínum vinsældalista þegar kemur að mat. Eins mikið og  "takeaway" píta frá Nandos er góð hérna í Bretlandi þá jafnast ekkert á við alvöru djúsi heimatilbúna pítu. Þær eru svo miklu ferskari. Að sjálfsögðu með íslenskri pítusósu, en það er eitthvað sem ég verð alltaf að eiga í ískápnum. 

"Meaty" Mexíkó Súpa


Það er fátt betra en heit og bragðmikil súpa á köldum vetrarkvöldum. Nú ætla ég ekki að eigna mér hugmyndina af þessari súpu þar sem upprunalega uppskriftin er frá Evu Laufey snilling. Þessi útgáfa af henni er hins vegar mjög "meaty" og inniheldur mikið meira af grænmeti. Plús rúsínuna í pylsuendanum : Doritos Chili Heatwave. 

Urban Decay : Top 6 Must Haves


Urban Decay er snyrtivörumerki sem hefur notið mikilla vinsælda í Bretlandi. Ég kynntist því fyrst þegar ég lærði makeup í London fyrir 3 árum þar sem augnprimerinn þeirra var í uppáhaldi hjá flestum sem kenndu okkur. Síðan þá hef ég aðeins verið að prófa mig áfram með vörurnar og hér eru mínar top 6 vörur sem mér finnst must að eiga í snyrtibuddunni. Ef þið eruð á leið til Bretlands er best að nálgast vörurnar í Debenhams, House of Fraiser & John Lewis. Og ég veit að þær fást í Sephora ef þið eruð á leiðinni til USA. 

Insta lately


Hér eru nokkrar af nýjustu myndunum frá instagraminu mínu @alexandrahelga . Það hefur verið mikill gestagangur hjá okkur upp á síðkastið ásamt því að hafa verið á miklu flakki og að undirbúa jólin svo ég hef verið ansi takmarkað í tölvunni undanfarið.. 

Hafís : gjafaleikur fyrir sælkera


Mig langar að kynna ykkur fyrir nýrri ísbúð í bænum, Hafís sem staðsett er í Bæjarhrauni 2 í Hafnarfirði. Við hér á Femme erum miklir ísaðdáendur og ég er að springa úr stolti þar sem pabbi minn er eigandi búðarinnar. Um er að ræða ekta ítalskann kúluís en einnig er boðið upp á klassískann rjómaís úr vél. Svo að sjálfsögðu er hægt að fá bragðaref með góðu úrvali af nammi og ekta gamaldags sjeik. Pabbi fór alla leið til Ítalíu að læra ísgerð og veit því alveg hvað hann syngur í þessum málum. Enda talar ísinn fyrir sig sjálfur, ég hef aldrei smakkað hann betri! Hafís ætlar í samstarfi við Femme að gefa 10 heppnum lesendum gjafabréf fyrir 2 þúsund krónur, svo ef þig langar að bjóða þeim sem þér þykir vænt um í himneska ísferð þá geturu tekið þátt hér að neðan.. 

Self Portrait & Chrissy Teigen


Self Portrait er fatamerki sem hefur verið ansi áberandi síðasta árið hér í Bretlandi, enda vel verðugt á athyglina. Kjólarnir frá þeim eru margir hverjir guðdómlegir en ég keypti mína fyrstu flík frá þeim í sumar fyrir brúðkaup. Fötin eru oft svolítið öðruvísi sem gerir það enn skemmtilegra að klæðast þeim. Síðast þegar ég var í London fyrir um mánuði síðan keypti ég mér einmitt bol frá þeim í Selfridges og klæddist honum út að borða seinna um kvöldið. Ég varð því ansi spennt þegar uppáhalds instagram celebið mitt Chrissy Teigen postaði mynd af sér í honum viku seinna en hún klæddist honum á "shining a light" eventið.