Fréttir

Thanksgiving dinner : Einhvern tíma er allt fyrst


Vinir okkar komu í heimsókn frá Íslandi síðasta fimmtudag og þar sem það var "Thanksgiving" þá ákváðum við að hafa smá veislu. Hefðin er amerísk en  mér finnst hún ótrúlega skemmtileg og fagna þessum auka hátíðardögum þar sem vinir og fjölskylda koma saman og borða góðann mat. Ég hef aldrei áður í lífinu eldað kalkún svo ég viðurkenni að ég var örlítið stressuð. Ég pantaði kalkúninn frá slátraranum á horninu þar sem allt er eins ferskt og það gerist og sótti hann sama dag. Ég stóð nánast í eldhúsinu frá hádegi og fram á kvöld að vesenast í þessu en það var allt saman þess virði þegar við settumst niður að borða. 

Brunch : Le Creuset Egg Poacher


Ég gerði langþráðann sunnudagsbrunch um daginn þegar betri helmingurinn átti frí. Það getur verið örlítið tímafrekt að gera ferskann djús, pönnukökur og næstum því egg benedicts frá grunni, en almáttugur hvað það er þess virði. Það er líka notalegt að dúlla sér í eldhúsinu á rólegum degi, ég tala nú ekki um ef Michael Bublé er á fóninum á meðan. Þegar ég segi næstum því egg benedicts þá er það útaf því að ég nennti ómögulega að gera sósuna frá grunni og lét eggin nægja, en það er ótrúlega gott þannig að mínu mati. Ég nota reyndar þurrsteikta parmaskinku á brauðbollurnar þar sem mér finnst hún langbest.

Halloween : MakeupForever Flash Pallette


Þá er Halloween helgin yfirstaðin. Mér finnst hún alltaf jafn skemmtileg og elska að fá krakkana í hverfinu upp að dyrum að sníkja nammi og sjá alla flottu búningana. Skemmtilegast af öllu þykir mér þó makeupið en á þessum degi er hægt að vera hvað sem manni langar til án þess að það sé of mikið af hinu góða. Þetta árið varð hlébarðinn fyrir valinu. Í grunninn notaði ég Flash Pallette frá MakeupForever, en ég hef áður talað um vörur frá þessu merki og er mikill aðdáandi. Ég kynntist pallettunni fyrst í makeupskólanum í London fyrir nokkrum árum og hef oft gripið í hana þegar ég er að leika mér með óhefðbundin lúkk. Með henni notaði ég svo augnskugga í sömu litum til að festa litinn, svartann eyeliner og "over the top" augnhár. 

Húfuveður - Beanie


Ég er mikil húfu -og hattamanneskja og elska því þennan árstíma þegar byrjar að kólna og þessir fylgihlutir verða ómissandi. Það er nýlega farið að kólna hér í Wales og því kominn tími á að taka vetrarklæðnaðinn fram. Ég keypti þessa húfu frá Acne studios í sumar því ég vissi að hún myndi nýtast mér vel með kólnandi veðri. Húfan er mjög þykk og stór en það er einmitt það sem ég elska við hana. Ég tók saman nokkrar "inspo" myndir, ekki bara af stelpum þar sem þessar húfur eru jú unisex og algjör snilld að geta deilt þeim með kærastanum yfir veturinn. 

Express sightseeing - Ísland


Vinir mínir úti hafa alltaf verið afar forvitnir um Ísland og eru mjög hrifnir af myndum sem ég hef sýnt þeim af fallegu náttúrunni okkar. Margir hverjir segjast langa að koma í heimsókn en góð vinkona mín gerði heimsóknina að veruleika í fyrra um páskana. Ég var að renna yfir gamlar myndir og rakst þá á myndirnar úr þessari stuttu en skemmtilegu helgarferð sem hún kom í. Við höfðum nauman tíma en hana langaði samt að sjá svo margt. Það var því um hálfgert "express sightseeing" að ræða, eins og maður myndi segja á góðri íslensku. Efst á óskalistanum var Bláa lónið og Jökulsárlón. Við tókum því um 11 klukkustunda keyrslu einn daginn til þess að hún fengi að upplifa fegurðina í Jökulsárlóninu. Þó ég hefði séð þetta alltsaman áður var keyrslan algjörlega þess virði þar sem það var svo magnað að upplifa þetta aftur í gegnum hana, en hún hafði aldrei séð neitt þessu líkt og skemmti sér konunglega. Hér eru nokkrar myndir sem ég tók á símann, gæðin eru kannski ekkert rosaleg, en mikið eru minningarnar góðar og landið okkar fallegt. Hún fékk líka að sjá Ísland í öllu sýnu veldi þar sem við fengum allar árstíðir og allar gerðir af veðri á þessum fáu dögum. 

Október


Nú er október loksins genginn í garð. Ég segi loksins með Koby, hundinn minn í huga þar sem strendurnar í Swansea eru nú aftur opnar fyrir hundum en þeir eru ekki leyfðir þar yfir sumartímann. Hann er virkilega glaður þessa dagana þar sem hann gerir fátt skemmtilegra en að fara þangað með boltann sinn. Ég læt fylgja með nokkrar myndir sem ég hef takið af honum á ströndinni frá því að við fluttum hingað.

Amsterdam : Holland-Ísland


Ég fór til Amsterdam í byrjun september í mjög svo skemmtilega ferð. Tilgangur hennar var að sjálfsögðu landsleikurinn á móti Hollandi en við fórum nokkrar vinkonur að styðja okkar menn. Við náðum að gera margt á þessum tveimur dögum sem við höfðum og nutum þess að rölta um borgina í góðu veðri og borða góðan mat, og síðast en ekki síst að kíkja á Amsterdam Arena. 

 

Ungfrú Ísland 2015


Ungfrú Ísland keppnin var endurvakin af tveggja ára blundi núna síðastliðinn 5.september. Nýjir eigendur tóku við og frískuðu rækilega upp á sýninguna og alla umgjörðina. Ég var partur af fimm manna dómnefnd á lokakvöldinu og hafði ótrúlega gaman af enda frábærar stelpur sem stigu á svið. Sjálf hafði ég fylgst með þeim frá upphafi þar sem ég sá líka um viðtölin þegar stelpurnar sóttu um og heimsótti nokkrar æfingar yfir sumarið. Það var gaman að sjá þær blómstra á lokakvöldinu eftir langann undirbúning og mikla vinnu. 

Fléttuæði!*


Fléttur hafa alltaf verið vinsæll hárkostur fyrir stelpur á öllum aldri en nú á þessu ári hafa þær verið enn meira áberandi en á árum áður. Eins og í öllu þá kemur þetta og fer í bylgjum. Ég er persónulega mjög hrifin af hárstílum sem innihalda einhverskonar fléttur þar sem það er hægt að leika sér með það á svo marga vegu. Hér eru nokkrar af þeim greiðslum sem ég hef skartað í sumar. 

Tómatsúpa með ristuðum kjúklingabaunum


 Ég hef alltaf verið hrifin af "vegan" hugmyndinni, þó ég myndi eflaust ekki nenna að binda mig 100% við það sjálf. Mér finnst samt ótrúlega gaman að prófa vegan uppskriftir og hef verið að gera aðeins meira af því eftir að ég festi kaup á skemmtilegri bók fyrr um árið. Fyrir þá sem ekki þekkja hugtakið þá þýðir það einfaldlega að engar dýraafurðir eru notaðar. Ég ætla að deila með ykkur á næstunni þeim uppskriftum sem fá grænt ljós á mínu heimili.