Fréttir

Mungo&Maud


Mungo&Maud er æðisleg búð í London sem sérhæfir sig í fylgihlutum fyrir hunda og ketti. Ég hef í gegnum árin keypt nokkrar hálsólar á Koby og þær allra bestu eru frá M&M, en þær eru ótrúlega mjúkar og góðar og eldast mjög vel. Ég er ekki hrifin af þykkum hundaólum og vil helst að þær séu þannig að Koby finni sem minnst fyrir því að vera með þær á sér. Ólarnar eru handofnar og til í mörgum útgáfum. Ég er hrifnust af þeim sem eru blanda af leðri og mjúkum ofnum canvas. Litasamsetningarnar hjá þeim eru ótrúlega fallegar og er hægt að finna lit sem hentar hvaða tegund sem er. Hundarúmin frá þeim eru líka algjör snilld og einstaklega þæginleg fyrir litla fjórfætlinga þar sem auðvelt er að hvíla hausinn á ýmsa vegu á rammanum utanum dýnuna. Það er líka auðvelt að þrífa rúmið þar sem hægt er að renna coverinu af og skella því í þvottavél. 

Insta lately..


Þá er nú heldur langt um liðið.. En ég hef verið á smá flakki síðustu vikur. Ég kíkti í stutta heimsókn til Íslands sem var yndislegt eins og alltaf. Því næst var ferðinni heitið til Kaupmannahafnar þar sem við komum góðri vinkonu á óvart. Hér eru nokkrar myndir sem ég hef postað á instagraminu mínu @alexandrahelga yfir síðustu vikur. Myndin hér að ofan er frá góðu kvöldi á einum af uppáhaldsveitingastöðunum mínum heima, Tapas barnum. Stendur alltaf fyrir sínu!

Sumarlitir á neglurnar


Ég hef alltaf verið mjög veik fyrir fallegum naglalökkum og þykir gaman að bæta nýjum litum í safnið. Nú þegar sumarið nálgast hér í Englandi verða neglurnar skærari með hækkandi sól. Ég tók saman nokkra af mínum uppáhalds litum fyrir sumarið. 

Loftur Gunnarsson : Memorial Jacket


Í haust bloggaði ég um Loft Gunnarsson og minningarsjóð hans HÉR, en tilgangur sjóðsins er að bæta hag útigangsmanna í Reykjavík ásamt því að berjast fyrir að lögbundin mannréttindi þeirra séu virt af borg og ríki. Ég sótti jakkann minn núna um daginn þegar ég var í heimsókn á Íslandi og er mjög ánægð með útkomuna. 

Ofnbakaður þorskur


Það var enginn annar en Jamie Oliver sem eldaði þennan í sjónvarpinu um daginn og ég punktaði niður hjá mér aðferðina í símann og prófaði stuttu seinna. Hann hefur verið eldaður nokkrum sinnum síðan enda einn besti fiskréttur sem ég hef galdrað fram. Ég er ekki mikið fyrir fisk nema hann sé eldaður á spennandi máta og þessi réttur uppfyllir þau skilyrði vel. 

Insta lately


Hér eru nokkar myndir af instagraminu mínu @alexandrahelga frá síðustu vikum..

Vinningshafar í Floridana Andoxun


10 eftirfarandi lesendur hafa unnið sér inn kippu af Floridana Andoxun. Frekari upplýsingar hafa verið sendar á emailið ykkar. Við þökkum kærlega fyrir þáttökuna í leiknum.

Heimatilbúið döðlu -og hnetusmjörsnammi


Þegar maður er jafn nammisjúkur og ég þá er mikilvægt að finna sér aðeins hollari útgáfur þegar maður reynir að halda mataræðinu í jafnvægi. Þessar döðlu og hnetusmjörskúlur eru ótrúlega góðar og slá 1-2 stk vel á nammiþörfina. 

Acne Studios - Canada Scarf


Þessi mynd er tekin í London síðustu helgi en það var ansi kalt í veðri þennan dag. Þessi trefill hefur verið ein bestu kaup sem ég hef gert í vetur, en ég keypti hann fyrst í gráu í haust og nokkrum vikum seinna í svörtu þar sem ég gat varla tekið hann af mér. Þetta er hands down besti trefill í heimi. Hann er alveg ótrúlega hlýr og mjúkur, enda úr 100% lambaull og hentar því vel í ensku og íslensku veðráttunni. Hann er líka það stór að það er hægt að nota hann sem sjal eða jafnvel teppi í verstu tilfellum. Trefillinn hefur í gegnum tíðina komið í búðir í hinum ýmsu litum og ég tók því saman nokkrar myndir sem ég fann á veraldarvefnum. 

Glútein -og mjólkurlausar bolludagsbollur


Þessar ljúffengu bollur eru fyrir þá sem vilja taka þátt í bolludeginum með aðeins hollara yfirbragði en með klassísku rjómabollunum. Bollurnar eru glútein -og mjólkurlausar og innihalda aðeins náttúrulegann sykur. Þrátt fyrir það eru þær syndsamlega góðar og ég mæli eindregið með að prófa þær.