Fréttir

Blóðappelsínur


Svona leit hádegismaturinn út hjá mér í dag. 2 egg með papriku , lítið avacado smurt á glúteinlausa brauðsneið og besti parturinn.. blóðappelsínur! 

Daim Bollur Með Jarðaberjarjóma


Þá er einn af bestu dögu ársins framundan, bolludagurinn! Frá því að  ég flutti að heiman fyrir 4 árum hef ég alltaf bakað vatnsdeigsbollur með Nutella og jarðaberjarjóma, en það er eitthvað sem klikkar aldrei. Mig langaði að prófa aðra útgáfu af þeim fyrir þennan bolludag og þar sem ég átti stórann poka af Daim frá síðustu IKEA ferð þá urði Daim bollur fyrir valinu. Það þarf að vinna með það sem maður hefur þegar það er ekki í boði að skoppa yfir í Bakarameistarann og fá sér eina með karmellu. 

Floridana Andoxun - gjafaleikur


Nú í byrjun árs leggjast margir í sjálfsskoðun og fara að huga að bættri heilsu eftir mikla óreglu yfir hátíðarnar. Ég er ein af þeim og hef síðustu daga verið að taka til í mataræðinu hjá mér og koma ræktinni inn í rútinu aftur. 

Sorry I´m not George Clooney!


Nespresso hefur notið gífurlegra vinsælda síðustu ár, enda um bragðgott og fljótlegt kaffi að ræða. Nágranni minn er ótrúlega indæll maður en hann tók við síðustu kaffisendingu hjá mér þar sem ég var ekki heima og bankaði uppá daginn eftir. Þegar ég opnaði hurðina stóð hann fyrir utan með kassann og sagði "Sorry I´m not George Clooney!" og skellihló. Þar er hann að vitna í herferðina með Nespresso þar sem George Clooney er í aðalhlutverki og fékk flestar konur til að kikna í hnjánum. 

Frozen Prinsessuafmæli


Frozen manían síðasta árið hefur eflaust ekki farið framhjá neinum. Systurdóttir mín er frænkukrútt sem er heltekin af myndinni og öllu í kringum hana um þessar mundir. Það var því nokkuð auðvelt að velja þema fyrir 5 ára afmælið hennar í byrjun janúar. Í raun kom ekkert annað til greina. 

Sundays..


Síðasti sunnudagur hjá mér var virkilega góður. Ég ákvað að drífa mig fyrr heim en áætlað var frá Íslandi og hitta ástmanninn í London. Það getur orðið hálfruglingslegt að tala um "heim" þar sem mér finnst "heima" vera í Bretlandi þar sem ég er mestmegnis af árinu en á sama tíma er Ísland alltaf heima líka að vissu leyti. Ég lýg því samt ekki að það var virkilega gott að komast úr frostinu og þessu brjálaða veðri sem landið bauð mér upp á að þessu sinni. Enda var ég búin að detta í hálkunni, hálstogna og hálf handleggsbrjóta mig í kjölfarið. Enda væri nú varla mér líkt að fara af landi brott án þess að slasa mig á einhvern hátt eins og svo oft áður. Djók, það gerist svosem ekkert alltaf, 7,9,13 ( virkar það skriflega?).

Krullur & Ear cuffs


Ég keypti mér nýtt krullujárn þegar ég var í Amsterdam á dögunum. Járnið, eða stöngin er frá Jose Eber og hef ég einnig séð það til sölu í Selfridges í London. Ég var á röltinu með vinkonu minni þegar afgreiðslustúlkan stoppaði okkur og langaði að fá að gera í okkur krullur. Vanalega nenni ég ekki að standa í svona löguðu þegar ég er í bænum en vinkona mín var spennt að prófa svo ég samþykkti að setjast niður með henni. 

Jólin


Þá eru þessi blessuðu jól komin og farin. Desember leið eins og vika og mér fannst ég hálfpartinn missa af öllum jólaundirbúningnum. Ég hef alltaf verið mjög snemma í því og sett jólatréð upp 1.desember og byrjað að skreyta og baka snemma í mánuðinum. Tréð fór hinsvegar ekki upp í ár fyrr en í miðjum mánuði, ég bakaði ekkert og var einhverra hluta vegna ekki í jafn miklum jólagír og áður vegna anna. Það er líka alltaf smá furðulegt að vera úti því aðfangadagurinn okkar er ekki hátíðardagur hjá þeim þar sem þau halda jólin 25.desember. 

William Curley


Mig langaði að deila með ykkur uppáhalds súkkulaðinu mínu um þessar mundir, William Cruley. Þetta er það allra besta, ég sver það. Þeir eru reyndar með mikið úrval af skrítnum molum líka sem er ekki minn tebolli en þessir klassísku eru bara djók góðir. Þar verð ég að nefna saltkarmellu og kókos sem uppáhaldsmolana mína. 

Síðasti vinningshafi í gjafaleik Level


Ég vil byrja á að þakka ykkur kærlega fyrir þáttökuna í leiknum í samstarfi við Level. Við höfum nú dregið út síðasta vinningshafann sem hlýtur allt þrennt í verðlaun : Flík frá Level, hálsmen frá Tribo og armband frá Alexandra Helga. 

Til hamingju Anita Olsen Jóhannesdóttir