Fréttir

Jólagjafalistinn


Þá er komið að jólagjafalistanum. En þessi jólin inniheldur hann aðallega fallegt dót fyrir heimilið. Enda þykir mér afskaplega gaman að fá svoleiðis í pakkana eftir að ég byrjaði að búa. Nú er ég ekki með það á hreinu hvort þetta fáist allt á Íslandi, en hér að neðan koma síðurnar sem ég myndi versla af ef ég finn hlutina ekki á íslenskum síðum. Ef þið vitið um búðir sem selja eftirfarandi heima megið þið endilega koma með ábendingu. 

Glamour Era


Ég keypti mér nýjann varalit um daginn í Mac sem ég er ótrúlega ánægð með og langaði að deila með ykkur. Hann er úr Mineralize Rich varalitalínunni og helst ótrúlega vel á, sem er stór plús þegar kemur að varalitakaupum. Sérstaklega þegar um dekkri liti er að ræða. Liturinn heitir Glamour Era og með honum notaði ég Spice varalitablýantinn sömuleiðis frá Mac. Ég gjörsamlega elska þennan lit og mun koma til með að nota hann óspart í vetur! 

Þriðji vinningshafi í aðventugjafaleik Level..


Þá er komið að þriðja vinningshafa í aðventugjafaleik Level & Femme. 

Þvörusleikir gefur...


Fjórði jólasveinninn okkar hann Þvörusleikir ætlar að gefa heppnum lesanda vöru að eigin vali úr Laugar Spa línunni. 

Jólalondon


Ég átti ótrúlega góða helgi í London. Þar er allt í jólabúning og ótrúlega kósý að labba um í kuldanum. Winter wonderland var eitt af því sem var á dagskránni og stóð undir væntingum. Þar er líka besta churros í heimi. 

Annar vinningshafi í aðventugjafaleik Level


Þá er komið að öðrum vinningshafa í aðventugjafaleik Level og Femme. 

Rolo Brownies


Jæja þá er komið að því. Rolo brownies. Mögulega bestu brownies í heiminum. Ég fékk uppskriftina hjá systur minni fyrir nokkrum árum og hefur hún aldeilis slegið í gegn á mínu heimili, og þær verið bakaðar ansi oft síðan. Þar sem það er laugardagur í dag hvet ég ykkur til þess að hafa þessar í eftirrétt í kvöld og gera vel við ykkur. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum! 

Kaffimorgnar..


Ég er komin á þann stað í lífinu að geta varla byrjað daginn nema ég fái kaffibollann minn á morgnanna, ég veit voða fullorðins. Ég byrjaði að drekka kaffi fyrir 4 árum þegar ég vann sem flugfreyja í Dubai hjá Emirates af illri nauðsyn(svefnleysi) og fannst það viðbjóður. Ég man hvernig ég keypti mér tvöfaldann espresso og hélt fyrir nefið á sama tíma og ég skellti því í mig. Nú eins og maður gerir að sjálfsögðu með allt sem er ekki nógu skemmtilegt á bragðið.  Núna drekka ég það hinsvegar  útaf bragðinu og hversu ótrúlega gott mér finnst það. Kaffidrykkja mín var því í byrjun hið klassíska "vont en það venst" ferli. Og hefur því miður vanist aðeins of vel síðustu ár. Merkilegt fyrirbæri þessir bragðlaukar. 
 

Fyrsti vinningshafi í aðventugjafaleik Level


Þá hef ég dregið út fyrsta vinningshafann í gjafaleik Femme & Level....

Bestu jólamyndirnar


Desember gengur í garð á morgun og mér skilst að það sé mikið óveður heima á Íslandi. Það er því tilvalið að koma sér í smá jólaskap og horfa á góða mynd undir teppi á þessum fína sunnudegi. Ég setti saman top 6 af mínum uppáhaldsmyndum sem ég hef alltaf horft á í aðdraganda jólanna frá því að ég var krakki.