Fréttir

NÝTT DRESS FRÁ VERO MODA


Færslan er unnin í samstarfi við Bestseller

Ég fékk mér þetta dress úr Vero Moda um síðustu helgi og langar til þess að deila því með ykkur. 
Ég ætlaði reyndar bara að taka buxurnar en svo rakst ég á þennan geggjaða blúndutopp og stóðst ekki mátið!
Hann er einstaklega vandaður og fallegur og ekki skemmir fyrir að hann er þónokkuð sumarlegur. 

 

HEIMSÓKN Í HRING EFTIR HRING & GJAFALEIKUR


Mér var boðið að koma í heimsókn í stúdíóið hjá Hring eftir Hring í dag. Það er staðsett í Auðbrekku 10, Kópavogi og verður opið frá 13-17 á fimmtudögum í sumar.  
Steinunn Vala sofnaði fyrirtækið árið 2009. Steinunn er verkfræðingur að mennt en hefur málað og unnið í höndunum síðan hún man eftir sér.

Það hefur verið gaman að fylgjast með henni blómstra og koma með nýjar og fjölbreyttar línur á borðið.
Línurnar og úrvalið getið þið séð á heimasíðunni hér.
Ég smellti nokkrum myndum í stúdíóinu sem ég ætla að deila með ykkur. 

ETSY FINDS VOL 2


Flíkurnar hér að ofan eiga það sameiginlegt að vera allar Second hand. Þetta eru líka flíkur sem ég hef verið hvað mest spurð út í og langaði mig þess vegna að finna yfirhafnir í svipuðum dúr á uppáhalds vefversluninni etsy.com
Þetta er nú kannski ekkert sérstaklega sumarleg færsla en við búum á óútreiknanlega Íslandi þar sem við gætum þurft að klæðast ullarkápu í júlí.
 

SECRET SOLSTICE OUTFIT


Þessi færsla er ekki kostuð.

Í tilefni þess að tónlistarhátíðin Secret Solstice hófst í gær þá ákvað ég að setja saman mitt eigið festival look.
Persónulega þá elska ég þetta coachella-70s-hippa-lúkk svo ég bara varð að skella í einn outfitpost!
Ég mun reyndar bara fara á sunnudeginum en það nægir mér þó svo að það sé súrt að missa af Radiohead og fleiri góðum böndum. 

SUMMER VIBES


Færslan er unnin í samstarfi við Lindex.

Gærdagurinn var frábær í alla staði! Veðrið alveg hreint geggjað og Stákarnir okkar í landsliðinu stóðu sig eins og hetjur. 
Ég var í algjörum sumargír og ákvað að prufukeyra nýja sumerdressið mitt úr Lindex

UPP Á SÍÐKASTIÐMig langar til þess að deila með ykkur nokkrum myndum af instagramminu mínu og segja ykkur aðeins frá því hvað ég hef verið að bardúsa síðustu daga.

NÝ ÍSLENSK VEFVERSLUN / BARKODE.IS


Þessi færsla er ekki kostuð.

Á netvafri mínu í vikunni rakst ég á nýja og flotta vefverslun sem fangaði athygli mína, www.barkode.is.
Þar er að finna fallegar flíkur og fylgihluti á góðu verði.
Það sem heillaði mig einna mest var útlitið og fagmennskan á síðunni. 
Ég grennslaðist fyrir og hafði uppi á einum eiganda verslunarinnar, Antoníu Lárusdóttur sem stofnaði fyrirtækið ásamt kærustu sinni Öldu Karen Hjaltalín. 

NEW IN / SAMFESTINGUR ÚR LINDEX


Færslan er unnin í samstarfi við Lindex. 

NEW IN / PIECES X JULIE SANDLAUÉg fékk sendan æðislega krúttlegan pakka fyrir um viku síðan. 
Hann er frá versluninni VILA og í honum var þetta fallega skart frá merkinu Pieces hannað í samvinnu við danska skartgripahönnuðinn Julie Sandlau.

Ég hef verið að bíða eftir þessari línu þar sem að ég get ekki notað gervi lokka. 
Skartið er úr ekta sterling silfri og það komu einnig sett úr línunni húðað gulli og rósagulli.

LOST & FOUND TREASURE


Í fyrradag endurheimti ég Bjarna kærastann minn eftir 6 vikna aðskilnað. Mikið sem það er gott að hafa hann heima. 
Við tókum bæjarrölt í gær og smökkuðum meðal annars Reykjavík Chips í fyrsta skipti sem fékk vægast sagt góðar endurtektir enda erum við miklir chili mæjó aðdáendur! 
Ég plataði greyið Bjarna að sjálfsögðu í að taka nokkrar outfit myndir, aðallega því ég var svo himinlifandi að hafa fundið þennan gamla bomber jakka sem ég keypti fyrir löngu síðan og var búin að telja mér trú um að væri týndur. Það reyndist svo ekki vera mér til mikillar gleði!
Ég hafði bara falið hann of vel í flutningum síðustu ára.