Fréttir

SUMARGJAFALEIKUR


Sigurvegarar hafa verið dregnir út. 
Til hamingju Sunneva Hjaltlín og Nótt Aradóttir:)

Nú er komið að því að gleðja ykkur kæru lesendur!
Ég ætla í samstarfi við Clothes & Company að gefa tveimur heppnum lesendum bandatopp að eigin vali. 
Hægt er að velja úr þremur mismunandi týpum sem hægt er að skoða nánar hér að neðan. 

CK SUMAR


Ég hef vafrað á netinu síðustu daga að leita mér að bikiní fyrir sumarið. Ekki það að mig vanti slíkt en það kviknar alltaf á kaupsýkispúkanum þegar sumarið nálgast og mér finnst ég hreinlega verða að eignast ný sundföt. 
Þau sem ég er með á heilanum í augnablikinu eru frá Calvin Klein. Ég ætlaði að panta bikiní af netinu en það reyndist uppselt allstaðar.
Mér datt ekki í hug að það væri til sölu á Íslandi fyrr en vinkona mín benti mér á Lífstykkjabúðina á laugavegi. 

VILA WISHLIST


Ég kíkti við í Vila í kringlunni í matnum mínum í gær og rakst á svo margt fallegt að ég ákvað að henda í eina færslu og deila þessum gersemum með ykkur. 
 

SUMARDAGURINN FYRSTI - OUTFIT


Í kvöld fór ég í matarboð til fjölskyldunnar. Ég er nú ekki vön að vera uppstríluð í matarboðum hjá familíunni en Elli fórsturpabbi er myndlistarmaður og mig hefur lengi langað til þess að taka outfit myndir í fallega galleríinu / vinnustofunni hans . 

DAY 'N' NITE


Ég fékk hugmynd að gera svona dag / kvöld outfit í dag þegar ég var að máta strigaskó í vinnunni. 
Það er ótrúlegt hvað skór gera mikið fyrir heildarútkomuna. 

Á myndunum hér að neðan er ég í sama dressi nema ég skipti um skó og fór úr skyrtunni.
Mjög hentugt þar sem að ég var að fara í matarboð beint eftir vinnu þar sem ég vildi vera aðeins fínni. 
 

DETAILS @ HOME


Ég breyti reglulega til á Ikea lack hillunni minni inni í stofu. Ég er mjög sátt með uppsetninguna eins og er og langaði til þess að deila með ykkur.

_____________________________________

SWEET CHILI ENCHILADAS


Úr tísku yfir í matseld. 
Ég bara neyðist til að deila með ykkur æðislegum rétti sem ég prófaði að elda fyrir skemmstu. 
Mér fannst hann það góður að ég gerði hann tvisvar sinnum í síðustu viku.

 

Árshátíðardress


Ég fór á árshátíð um helgina og ákvað að klæðast vintage pallíettukjól sem ég pantaði mér af etsy.com

NÝTT Í SNYRTIBUDDUNA


Mig langar til þess að deila með ykkur tvennu nýju í snyrtibuddunni minni og eru þessar vörur orðnar strax í miklu uppáhaldi. 

KNEEHIGH BOOTS


Þessi færsla er ekki kostuð. 

Ég plataði vinkonu mína í smá myndatöku session í dag. Þar sem að ég er komin í hálfgerðan sumargír þá ákvað ég að hafa dressið í stíl við skapið.
Hnéhá stígvél er trend sem ég hef verið pínu hrædd við ef ég á að vera hreinskilin. Ég veit ekki alveg hvers vegna, ég held það sé út af því að mér hefur alltaf fundist stígvélin bara fara stelpum sem eru 'hoj og slank'. Ég ákvað samt sem áður að prófa og líkaði þau svona allvel.
Maður þarf sko alls ekki að vera 'hoj og slank' til að púlla svona stígvél þannig að ég ætla stroka þessa ímynd úr hausnum á mér!

Stígvélin eru úr Kaupfélaginu frá Hollenska merkinu Poelman. Þau er sjúklega þægileg og með hæfilega háum hæl að mínu mati.