Fréttir

SUMMER TREND : BANDANA


Það er óhætt að segja að bandana klútar séu nýjasta trendið ef marka má tískuspekúlanta og Jenner systur.
Ég safnaði saman nokkrum myndum af pinterest til þess að deila með ykkur. Þar er hægt að fá margar hugmyndir hvernig hægt er að rokka bandana á ýmsa vegu.
Sumar vefja klútinn á töskuna sína, um úlnlið og jafnvel ökkla. 

Ég er sjálf að fíla þetta trend í botn, mjög rokkaralegt og kúl! 

MONTREAL


Ég fór í fyrsta fluffustoppið mitt um helgina. Ég var svo lánsöm að fá tveggja daga stopp í Montreal, Kanada. 
Veðrið hefði þó getað verið betra en það var akkúrat rigning dagana sem við vorum þar. Ég lét hana ekki stoppa mig og þrammaði um borgina, verslaði, fór í sirkus og borðaði góðan mat. 
Það sem mér fannst standa hvað mest upp úr ferðinni var að fara að sjá Sircus De Soleil og að rölta um gamla bæinn. Hann er einstaklega sjarmerandi og fallegur, ég hefði viljað eyða meiri tíma þar en það er aldrei að vita nema ég fari þangað aftur fyrr eða síðar. 
Ég smellti nokkrum myndum á símann sem mig langar til að deila með ykkur. 

NÝTT DRESS FRÁ VERO MODA


Færslan er unnin í samstarfi við Bestseller

Ég fékk mér þetta dress úr Vero Moda um síðustu helgi og langar til þess að deila því með ykkur. 
Ég ætlaði reyndar bara að taka buxurnar en svo rakst ég á þennan geggjaða blúndutopp og stóðst ekki mátið!
Hann er einstaklega vandaður og fallegur og ekki skemmir fyrir að hann er þónokkuð sumarlegur. 

 

HEIMSÓKN Í HRING EFTIR HRING & GJAFALEIKUR


Mér var boðið að koma í heimsókn í stúdíóið hjá Hring eftir Hring í dag. Það er staðsett í Auðbrekku 10, Kópavogi og verður opið frá 13-17 á fimmtudögum í sumar.  
Steinunn Vala sofnaði fyrirtækið árið 2009. Steinunn er verkfræðingur að mennt en hefur málað og unnið í höndunum síðan hún man eftir sér.

Það hefur verið gaman að fylgjast með henni blómstra og koma með nýjar og fjölbreyttar línur á borðið.
Línurnar og úrvalið getið þið séð á heimasíðunni hér.
Ég smellti nokkrum myndum í stúdíóinu sem ég ætla að deila með ykkur. 

ETSY FINDS VOL 2


Flíkurnar hér að ofan eiga það sameiginlegt að vera allar Second hand. Þetta eru líka flíkur sem ég hef verið hvað mest spurð út í og langaði mig þess vegna að finna yfirhafnir í svipuðum dúr á uppáhalds vefversluninni etsy.com
Þetta er nú kannski ekkert sérstaklega sumarleg færsla en við búum á óútreiknanlega Íslandi þar sem við gætum þurft að klæðast ullarkápu í júlí.
 

SECRET SOLSTICE OUTFIT


Þessi færsla er ekki kostuð.

Í tilefni þess að tónlistarhátíðin Secret Solstice hófst í gær þá ákvað ég að setja saman mitt eigið festival look.
Persónulega þá elska ég þetta coachella-70s-hippa-lúkk svo ég bara varð að skella í einn outfitpost!
Ég mun reyndar bara fara á sunnudeginum en það nægir mér þó svo að það sé súrt að missa af Radiohead og fleiri góðum böndum. 

SUMMER VIBES


Færslan er unnin í samstarfi við Lindex.

Gærdagurinn var frábær í alla staði! Veðrið alveg hreint geggjað og Stákarnir okkar í landsliðinu stóðu sig eins og hetjur. 
Ég var í algjörum sumargír og ákvað að prufukeyra nýja sumerdressið mitt úr Lindex

UPP Á SÍÐKASTIÐMig langar til þess að deila með ykkur nokkrum myndum af instagramminu mínu og segja ykkur aðeins frá því hvað ég hef verið að bardúsa síðustu daga.

NÝ ÍSLENSK VEFVERSLUN / BARKODE.IS


Þessi færsla er ekki kostuð.

Á netvafri mínu í vikunni rakst ég á nýja og flotta vefverslun sem fangaði athygli mína, www.barkode.is.
Þar er að finna fallegar flíkur og fylgihluti á góðu verði.
Það sem heillaði mig einna mest var útlitið og fagmennskan á síðunni. 
Ég grennslaðist fyrir og hafði uppi á einum eiganda verslunarinnar, Antoníu Lárusdóttur sem stofnaði fyrirtækið ásamt kærustu sinni Öldu Karen Hjaltalín. 

NEW IN / SAMFESTINGUR ÚR LINDEX


Færslan er unnin í samstarfi við Lindex.