Fréttir

DETAILS @ HOME


Ég breyti reglulega til á Ikea lack hillunni minni inni í stofu. Ég er mjög sátt með uppsetninguna eins og er og langaði til þess að deila með ykkur.

_____________________________________

SWEET CHILI ENCHILADAS


Úr tísku yfir í matseld. 
Ég bara neyðist til að deila með ykkur æðislegum rétti sem ég prófaði að elda fyrir skemmstu. 
Mér fannst hann það góður að ég gerði hann tvisvar sinnum í síðustu viku.

 

Árshátíðardress


Ég fór á árshátíð um helgina og ákvað að klæðast vintage pallíettukjól sem ég pantaði mér af etsy.com

NÝTT Í SNYRTIBUDDUNA


Mig langar til þess að deila með ykkur tvennu nýju í snyrtibuddunni minni og eru þessar vörur orðnar strax í miklu uppáhaldi. 

KNEEHIGH BOOTS


Þessi færsla er ekki kostuð. 

Ég plataði vinkonu mína í smá myndatöku session í dag. Þar sem að ég er komin í hálfgerðan sumargír þá ákvað ég að hafa dressið í stíl við skapið.
Hnéhá stígvél er trend sem ég hef verið pínu hrædd við ef ég á að vera hreinskilin. Ég veit ekki alveg hvers vegna, ég held það sé út af því að mér hefur alltaf fundist stígvélin bara fara stelpum sem eru 'hoj og slank'. Ég ákvað samt sem áður að prófa og líkaði þau svona allvel.
Maður þarf sko alls ekki að vera 'hoj og slank' til að púlla svona stígvél þannig að ég ætla stroka þessa ímynd úr hausnum á mér!

Stígvélin eru úr Kaupfélaginu frá Hollenska merkinu Poelman. Þau er sjúklega þægileg og með hæfilega háum hæl að mínu mati.  

NÝTT FRÁ SELECTED


Í samstarfi við Selected

Ég kíkti í Selected í Smáralind í síðustu viku að skoða nýju sendinguna þeirra. Það voru tvær flíkur sem fönguðu athygli mína og mig langar til þess að deila þeim með ykkur. 

Ég ákvað að nýta fallegu náttúruna á Bjarteyjarsandi í hvalfirði í smá myndatöku session þegar ég var í bústað þar rétt hjá um daginn. 
 

NÝTT Á HEIMILIÐ


Ég fékk þetta fallega plakat að gjöf frá íslensku vefversluninni www.tinytresor.com.
Plakatið valdi ég sjálf úr hópi margra fallegra mynda sem í boði eru. Hægt er að skoða úrvalið hér.
Myndirnar eru eftir sænska ljósmyndarann, Dan Isaac Wallin. Hann tekur myndirnar á útrunnar Polaroid filmur sem gerir myndirnar hráar, dulrænar og einstakar að mínu mati. 

Ég varð strax yfir mig hrifin af myndunum þegar þau höfðu samband við mig og átti erfitt með að velja úr.
Það var samt eitthvað við þessa sem heillaði mig, hún er dimm og drungaleg sem passar vel inn á heimilið. 

FRINGE MADNESS


Ég var í algjörum vorgír í síðustu viku þegar þessar myndir voru teknar.
Ég hóaði í Mörtu og plataði hana til þess að taka nokkrar outfit myndir af mér. 
Ég var búin að hafa þetta dress í hausnum á mér í smá tíma en vantaði eitthvað flott að ofan til þess að fullkomna dressið. 
Þessi skyrta úr Vila finnst mér fullkomin við og toppar þetta 70's look.

NEW IN - JAKKI FRÁ TWIST & TANGO


Í samstarfi við Kastaníu


Ég er byrjuð að vinna í Kringlunni og geng reglulega framhjá versluninni Kastanía. Þá hef ég alltaf dáðst af sömu flíkinni frá sænska merkinu Twist & Tango sem er loksins orðin mín. 

Ég tók nokkrar myndir af dásemdinni til þess að deila með ykkur enda með eindæmum falleg. 
 

NEW IN VOL II


Þetta fallega hálsmen leyndist einnig í pakkanum mínum frá asos sem ég fékk um daginn. 
Ég er oftast með mjög látlaus hálsmen en mig hefur lengi langað í silfurlitað statement hálsmen.