Fréttir

New in


Ég pantaði mér svo fallega fylgihluti af netinu fyrir stuttu síðan að ég verð að fá að deila þeim með ykkur. 
Ég smellti nokkrum myndum í dag og leyfði fólki að fylgjast með bak við tjöldin á instagram stories í dag (kolavig)

___________________

Sunnudagsmogginn


Ég svaraði nokkrum spurningum um tísku og fatastílinn minn í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 
Hér fyrir neðan koma spurningar og svör. 

____________________
 

THE COAT OF MY DREAMS


Kápa drauma minna varð loksins mín. Ég ákvað að gefa sjálfri mér hana í jólagjöf eftir miklar vangaveltur.  
Ég gerði mér ferð til New York til þess að sækja gripinn rétt fyrir jól en litlu munaði að ég hefði fests þar yfir jólin en það er önnur saga. Kápan komst á leiðarenda eftir herkjur en taskan mín skilaði sér nokkrum dögum eftir heimför.
Ég mun hlæja yfir þessu öllu saman þegar ég verð gömul kelling og sé kápuna hanga inni í skáp. 

_____________________

HAPPY NEW YEAR


Áramótin eru eitt stærsta kvöld ársins og þá er öllu til tjaldað. Það sem flestir pæla hvað mest í eru drykkirnir. Það er gaman að prufa sig áfram með allskyns kokteila, glös og skraut. 

Í samstarfi við Fentimans þá ákvað ég að dekka upp áramótaborð og koma með nokkrar hugmyndir af gómsætum áramótadrykkjum. 
Ég fékk Partývörur17 sortir & Norr 11 í lið með mér en þau sköffuðu þetta fallega props til þess að fullkomna þessa glæsilegu áramótaveislu.  

_______________

JÓLAINNPÖKKUN VOL II


Gleðilega hátíð kæru lesendur. 
Ég sit hér og skrifa ykkur á huggulegu jóladagskvöldi eftir miðnætti, tæknilega séð orðin 26 ára þar sem að 26. des er minn afmælisdagur. 
Á morgun verða þó bara rólegheit og kósí eins og ég sjálf vill hafa það. 

_______________________
 

HEIMSÓKN Í GEYSIR HEIMA


Ég átti nokkuð annasaman dag en ég var að þeytast um bæinn að jólastússast og versla síðustu jólagjafirnar .
Ég kíkti í heimsókn í nýja verslun Geysis á Skólavörðustíg 12 en hún ber nafnið Geysir Heima. Frábær viðbót við verslunaflóru miðbæjarins og gaman að sjá heimilisvarning frá merkinu.
Ég kynnti mér ýmis hátíðartilboð sem verslunin er með í gangi um þessar mundir og ætla að deila þeim með ykkur. 

ÓSKALISTINN MINN


Síðustu ár hef ég sett saman óskalista fyrir jólin, mínum nánustu til mikillar gleði. Þar sem að ég á einnig afmæli 26. des þá getur þetta verið smá hausverkur...
Það er alltaf hægt að tína eitthvað fallegt til og dundaði ég við það í sumarbústað um helgina. Það er svo notalegt að hlaða batteríin og taka algjöra slökun, baka og dúllast í bústað svona rétt fyrir jólin í fallegu vetrarveðri. 

BURGUNDY SEASON


Nú þegar desember mánuður er genginn í garð finnst mér tilvalið að skella í eitt svokallað hátíðarlúkk þar sem að jólahlaðborð og allskyns uppákomur eru á næsta leyti. Ég fór einmitt á jólahlaðborð á Mathúsi Garðabæjar með tengdafjölskyldunni í gær og var eldsnögg að skella í þessa förðun. Ég valdi burgundy dragt í stíl frá Selected. 

Ég setti saman vörurnar sem ég notaði en þetta eru allt vörur í miklu uppáhaldi sem ég hef bæði keypt mér sjálf og fengið að gjöf. 
_____________________

 

MONTREAL TIPS


Ég var stödd í uppáhalds borginni minni, Montreal um helgina og langar að deila með ykkur nokkrum verslunum og veitingastöðum sem ég mæli með. 
Allar búðirnar sem ég fór í eru staðsettar á sömu götu, St. Laurent Boulevard og allar í göngufæri frá hvor annari. Ótrúlega skemmtileg verslunargata, alls ekki mikið af fólki og ég var þarna um helgi. Þetta er ekki aðal verslunargatan, hún er svolítið frá og alls ekki eins sjarmerandi. Í þessu hverfi eru mikið af vintage, hönnunarbúðum, listasöfnum og kaffihúsum - ætli það sé ekki óhætt að kalla þetta hipsterahverfi. 

NÝJAR HÁRVÖRUR FRÁ KEVIN MURPHY


Ég fékk sendan pakka fyrir um hálfum mánuði síðan. Í honum voru tvær nýjungar frá Ástralska hárvörumerkinu Kevin Murphy. Ég hafði ekki prufað vörur frá merkinu áður en heyrt góða hluti. 
Eftir að hafa prófað vörurnar í smá tíma þá verð ég að deila þeim með ykkur. Ég er með psoriasis í hársverði og því mjög viðkvæm þegar kemur að hárvörum. Þessar virðast ekki erta hársvörðinn minn sem er auðvitað alltaf plús. Vörurnar sem um ræðir eru: