Fréttir

FÖSTUDAGSDRESS


Síðasta föstudag fórum við nokkrar úr FEMME hópnum út að borða á Lobster and stuff þar sem við fengum æðislegan mat og góða þjónustu. 
Ferðinni var svo heitið í kokteila á Slippbarinn sem kunna svo sannarlega sitt fag í þeim efnum.
Æðislega skemmtilegt kvöld og gaman að hitta loksins Móeiði og Alexöndru sem voru á landinu. 

________________________________________________

BLEIKUR OKTÓBER Í LINDEX


Nú þegar októbermánuður er genginn í garð er bleiki liturinn í aðalhlutverki enda oft kallaður bleikur október.
Þetta er jafnframt mánuður bleiku slaufunnar. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum og allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Íslands.

SUNDAY INSPO : WEAR YOUR PAJAMAS OUTSIDE


Náttfatatrendið sem tröllreið öllu á tískupöllunum í vor er að heilla mig þessa dagana.
Það er eitthvað við samstæð sett sem ég hrífst af og mig dauðlangar að eignast slíkt.

NÝR SKYRTUKJÓLL ÚR VILA


Ég fór einn hring í Smáralind fyrr í vikunni og kolféll fyrir þessum fallega skyrtukjól úr Vila.
Hann er svolítið stelpulegur sem ég fíla í botn enda finnst mér mjög gaman að blanda saman mismunandi stílum. Ég ákvað að stæla hann við netasokkabuxur, grófa skó og leðurjakka en hlakka líka til að nota hann við aðeins meira hversdagslúkk - gallabuxur og boots.

L'OREAL PURE CLAY MASK


Okkur FEMME stúlkum var boðið á kynningu hjá L'oreal fyrr í vikunni. Verið var að fagna komu leirmaska tríói til landsins sem þið hafið eflaust heyrt talað um en þeir hafa farið sigurför víða um heim.
Ég sá uppáhalds snapchat vinkonu mína, Desi Perkins prufa maskana fyrir nokkru síðan og varð mjög spennt að prufa!

NEW IN / SELECTED


Ég kíkti við í Selected í síðustu viku og skoðaði nýju fallegu haustvörurnar þeirra. 
Ég er mjög veik fyrir yfirhöfnum eins og þið hafið kannski tekið eftir og enduðu tvær með mér heim í poka. 

NEW NUDE NAILS & GJAFALEIKUR


Ég fór í neglur í fyrsta skipti á ævinni núna í vikunni og er svo yfir mig ánægð að ég verð að fá að deila þeim með ykkur.
Eftir að ég byrjaði að fljúga og byrjaði að lakka á mér neglurnar nær daglega eru þær orðnar mjög lúnar og farnar að brotna af.
Ég setti inn mynd af nöglunum mínum á snapchat og spurði hvert best væri að fara í neglur.
Viðbrögðin leyndu sér ekki og fékk ég ótal ábendingar og boð um að koma í neglur.
Mér leist svo hrikalega vel á eina sem sendi mér skilaboð að ég fór strax til hennar daginn eftir.
Ég er mjög picky þegar kemur að því að láta aðra manneskju gera eitthvað við andlitið, hárið eða neglurnar á mér.
Ég fer til dæmis ekki í plokkun og litun heldur teikna ég brúnirnar á mig daglega. Já ég veit ég er pínu klikkuð og smámunasöm. 
EN aftur að nöglunum. Ég skoðaði ég facebooksíðuna hennar vel og vandlega og sá að þetta var eitthvað fyrir smámunarsömu mig. Snyrtilegar neglur og flottar myndir. 
Ég ákvað á að fá mér mjög náttúrlegar möndulaga neglur í nude lit. Ég gæti vel hugsað mér að fá mér trylltar glimmerneglur en læt það bíða fram að jólum.

READY FOR FALL


Ég var svo lánsöm að fá að velja mér þessa fallegu úlpu úr nýju vetrarlínunni frá ZO-ON.
Ég gæti ekki verið sáttari þar sem að mig er búið að vanta almennilega úlpu í dágóðan tíma. Ég fer í göngutúr á hverjum degi með Roskó svo það er nauðsynlegt að eiga góða yfirhöfn.
Sú sem ég valdi heitir Mjöll (hægt að sjá nánar hér). Það mætti segja að þetta sé heilsárs flík þar sem hægt er að taka fóðrið og loðið af úlpunni. 
Ég var þó með mikinn valkvíða því ég var einnig mjög skotin í einum vaxjakka úr línunni (sjá hér).
Ég heillaðist strax af ólivugræna litnum þó ég neita því ekki að hafa hugsað út í það að taka svarta. Ég er nær alltaf í öllu svörtu svo úlpa í lit er ágætis tilbreyting.
Ég hef ekki farið úr henni síðan ég fékk hana. Vinur minn frá Ástralíu kom að heimsækja mig svo við höfum verið að ferðast um landið og úlpan kom sér einstaklega vel!

FISHNET STOCKINGS


Netasokkabuxur eru það nýjasta í fataskápnum mínum. Ég var alveg pínu efins með þetta trend fyrst en ákvað svo að prófa mig aðeins áfram með þær og er að fíla þær í botn. 

SÓLAHRINGUR Í TORONTO


Ég kom heim frá Toronto í morgun eftir sólahrings stopp í borginni. 
Ég ákvað að deila með ykkur kæru lesendum nokkrum myndum þaðan og smá tipsum um hvað sé hægt að gera í þessari skemmtilegu borg. 
Þó svo að þetta hafi verið stutt stopp þá náði ég að skoða og gera helling. Þetta snýst allt um skipulag krakkar mínir :) 

_________________________________________________