Fréttir

Verslað fyrir brúðkaup í Uterqüe


Ég er komin í smá heimsókn til Íslands til þess að fara í brúðkaup hjá góðum vinum um helgina.
Ég fann mér kjól fyrir brúðkaupið í ótrúlega fallegri búð hérna á Spáni frá spænsku merki sem heitir Uterqüe.
Uterqüe er merki sem er í Inditex keðjunni þar sem Zara, Mango, Bershka, Massimo Dutti og fleiri merki eru undir.

Heimsókn á vínekrur á Spáni


Á dögunum fór ég og heimsótti vínframleiðslufyrirtækið Parés Baltà rétt fyrir utan Barcelona. 
Við fengum leiðsögn um vínekrurnar, framleiðsluna og fórum að lokum auðvitað í smá vínsmökkun.
Mig hefur lengi langað að fara í svona ferð, upplifunin var stórkostleg og þessi ferð stóðst allar væntingar og gott betur.

Indverskt Kjúklingasalat


Margir fylgdust með mér gera þetta salat á Snapchat þannig ég ákvað að birta það á blogginu líka.
Mjög gott salat með indversku ívafi.

Sangria Lolea


Sangría er einkennisdrykkur Spánar. Hvert sem þú ferð er boðið upp á Sangríu.
En þær getar verið jafn misjafnar og þær eru góðar.
Fersk Sangría er best, þar sem ávextirnir eru safaríkir og blandan góð. 

Instagram mánaðarins


Ég ætlaði að vera með nýjan lið hjá mér sem er instagram mánaðarins.
Síðast var instagramið hjá Frederik Bagger sem má finna hér.

Barcelona lately


Stutt myndablogg með frá Instagram.

Kveðjurpartý og matarboð


Ég hélt smá kveðjupartý áður en við fluttum til Barcelona  og síðan matarboð á sunnudeginum með fjölskyldunni.
Tók myndir af öllu saman til að deila með ykkur.

ASIAN BBQ


Við grilluðum saman stórfjölskyldan og þá meina ég að fjölskyldan mín og vinafólk mömmu og pabba sem borða saman að meðaltali 2 í viku.
Þau eru vinafólk sem gerir svo margt saman og tek ég þau til fyrirmyndar í góðum vinskap og hjálpsemi.
En ég tók bara svo skemmtilegar myndir af matnum þetta skipti og ákvað að sýna ykkur og deila þá smá auðveldum uppskriftum.

FEMMEKVÖLD


Við FEMME stelpur sem vorum í bænum hittumst og fögnuðum því að hafa stækkað hópinn.

Við fórum á Kitchen and Wine sem er staðsett á 101 Hótel þar sem okkur var boðið í dýrindisveislu.

Kveðjuboð NORR11


Yndislega samstarfsfólkið mitt hélt kveðjumatarboð fyrir mig og Arnór síðasta vinnudaginn minn.
Við borðuðum í búðinni á Hverfisgötunni.
Við erum tiltölulega nýbúin að fá postulínslínuna frá Frederik Bagger og því eigum við nóg af borðbúnaði.
Það gerist mjög oft að túristar labba inn og spyrja um matseðil því að postulínslínan er lögð fallega á langborðið í búðinni.