Fréttir

Heima skrifstofa sem segir vá


Ég elska að sjá fallega skrifstofuhönnun, þær heilla svo sannarlega meira ef þær eru heimilislegar. Þess vegna er svo gaman að hitta á heimaskrifstofur sem var nostrað jafn mikið við og önnur rými á heimilinu. Mig dreymir einmitt um nokkra fermetra í viðbót fyrir slíkt rými. 

Innlit hjá arkitekt


Svona býr verðlaunaður sænskur arkitekt. Ég hef sýnt ykkur þessa stofu áður og núna fáum við að sjá heildar útlitið. Ef að þið rýnið aðeins í myndirnar þá sjáið þið það auðveldlega að það er maður með auga sem býr þarna. Mjög fullorðinslegur, mótaður og hreinn stíll. 

"Hvað gerðir þú um helgina?"


"Hvað gerðir þú um helgina?"..  Ég? Ég drakk kaffi með Tom Dixon, fagnaði 30 ára afmælisdegi kæró og horfði á Ísland "vinna" Argentínu. Helgin mín var vægast sagt góð, óþarfar áhyggjur hér. 

Innanhúss innblástur frá MENU


Pinterest, hvar væri ég án þess? Líklega heima sitjandi á gólfinu með stafla af innanhúss tímaritum að sanka að mér hugmyndum, sem myndi taka tífalt lengri tíma en að henda sér bara inn á vefinn. Ekki misskilja mig, ég geri það stundum og stundum en Pinterest gríp ég í daglega, oft á dag meira að segja. 

Innlit - New York chic


Bethenny Frankel ætti ekki að vera ókunnug þeim sem fylgjast með raunveruleikasjónvarpi. Hún er ein af þessum umdeildu í The Real Housewives of New York. 

Steldu stílnum vol.6


Yfir daglegu rútínunni þegar ég kjarna mig upp í sófa með kaffibolla og Pinterest, þá skaust þessi mynd upp á feed-ið mitt. Litapallettan er ekki mikil en heillaði mig samt sem áður. Þessi græni litur er að koma sterkur inn, ég sé hann vera bregða meira og meira fyrir. Persónulega er ég alveg orðin húkt á honum og langar að bæta honum við hérna heima. 

Rými sem segja VÁ!


Hver vill ekki fanga þennan wow factor? Öll leitumst við að honum og náum honum ýmist með t.d. samspili húsgagna og lita, fallegri ljósakrónu úr mikilli hæð, djörfum flísum eða ríklegum steini, stóru málverki eða fallegum gallerý vegg.. svo eitthvað sé nefnt. Oftast er þetta einhver óvenjulegur og sérstakur þáttur sem á einhvern hátt virkar fullkomlega.

Sumarlína Sostrene Grene


Ég rakst á nýjan bækling frá Sostrene Grene sem innihélt OUTDOOR LIVING línuna þeirra sem ætti að vera komin í búðir. Mjög einföld lína en samt svo falleg, ég varð allavega hrifin. 

Grái liturinn í stofunni minni


Nú er ég mikið að deila myndum af heimilinu mínu á Instagram og fæ alltaf sömu fyrirspurnir (sem er allt gott og blessað). Ein af þeim sem er ofarlega á lista er: "Hvaða grái litur er á veggjunum þínum?".. - Liturinn heitir DÖGG og eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta minn litur sem ég blandaði í samstarfi við Slippfélagið. 

Femme dinner á TAPAS


Við Femme hópurinn gerðum okkur glatt kvöld í síðustu viku og snæddum saman á Tapas Barnum.