Fréttir

Steldu stílnum - Ikea style


Steldu stílnum vol. 2
Þetta útlit getur þú útfært á ódýran hátt með aðeins einni heimsókn í IKEA... jafnvel eina í ILVU líka fyrir smáhluti. 

Nýtt í safnið


Ég lagði kaup á þessa nýju flík í gær, ég er mjög svo ánægð með hana og gat hreinlega ekki sleppt því að koma með hana heim.. það er ótrúlegt hvað ný föt geta glatt mann. Þessa létta kápu fékk ég í ZARA og ég trúi ekki öðru nema að hún eigi eftir að koma að góðum notum, fullkomin trench coat fyrir öll tilefni! Ég hreinlega elska kápur & létta jakka og það má segja að ég safni þeim.. það er alltaf tilefni að skella sér í fallega yfirhöfn - töff buxur og falleg yfirhöfn er combó sem getur ekki klikkað.

Kápur og skór eru minn veikleiki og þetta eru flíkur sem ég fann einnig í Zara sem eiga líklega eftir að fylgja mér heim á næstu dögum.

Parisian interior


MÓDERNÍSK RÓMANTÍK

Helgin mín


Ferðinni um verslunarmannahelgina var haldið heim. Ég fór á mína tuttugustu & þriðju Þjóðhátíð og alltaf er þetta jafn gaman, var veik í þokkabót en skemmti mér samt vel þrátt fyrir veikindin sem ég ætla aldrei að stíga upp úr (11 dagar & still counting). Ég verð samt að segja að mér er farið að finnast þetta alltaf eins ár eftir ár, eins en samt gaman. Ég myndi ekkert grenja það að missa úr einni hátíð og fara einhvert að sleikja sólina.. það kemur hátíð eftir þessa hátíð ætla ég að segja mér þegar að því kemur. Ég veit líka ekki hversu oft ég hef tekið þá ákvörðun að hætta að drekka á mánudeginum, ég verð alltaf svo mikill lasarus og rosa lítil í mér. Talandi um það þá þarf ég að koma því fram að ég tek ofan fyrir þeim sem eiga börn á mánudeginum eftir þjóðhátíð... ég og kæró vorum svo ill-uð að við vorum rosa þakklát að vera bara í mömmudekri í staðinn fyrir mömmuleik. 

Manhattan innlit


Innblástur dagsins er gordjöss NY heimili með björtu & fallegu flæði í hverju rými.

Árgangsmót


Ég og Sara Sjöfn fórum á okkar fyrsta árgangsmót helgina 18.-20.júlí. Það er hefð í Eyjum að fagna 10 ára fermingarafmæli með árgangsmóti, við erum að tala um 24/7 prógramm heila helgi. Orð fá ekki lýst hversu skemmtileg þessi helgi var. Það var ótrúlega gaman að hitta alla gömlu bekkjarfélagana, skemmta sér með vinum sínum, rifja upp gamla tíma og dansa fram í rauða nóttina við öll gömlu nostalgíu lögin.

Black & White Draumur


Innlit dagsins er einstaklega fallegt og edgy með smá urban glamúr eiginleikum. Skoðið myndirnar og fáið innblástur xx

#TBT Þjóðhátíð


THROWBACK THURSDAY

Ég datt í algjöran þjóðhátíðargír í dag þegar ég áttaði mig á því hversu ótrúlega stutt það væri í helgina. Sumarið (sem varð aldrei) er gjörsamlega búið að fara framhjá manni og ég tengi endalokin á sumrinu alltaf við þjóðhátíð. Ég er fædd og uppalin í Eyjum svo að ég hef lítið sloppið við þjóðhátíðarhjartað sem hefur slegið í mér frá barnsaldri. Það eru algjör forréttindi að vera Eyjamaður, og er sjaldan jafn stolt eins og yfir þessa flottu hátíð. Ég trúi því að við upplifum þessa hátíð á allt annan hátt en aðrir, við höldum enn í það að hafa þetta fjölskylduhátíð, og persónulega skemmti ég mér best í hvítu tjöldunum með vinum og fjölskyldu. 

Hvít svefnherbergi


Hvít og björt svefnherbergi gefa róandi & þæginlegt andrúmsloft. Sjáðu myndirnar og fáðu innblástur xx

Fyrir & Eftir NY íbúð


Fyrir og eftir myndir af fallegri & kvenlegri íbúð hjá Nicole Gibbons bloggara & hönnuði.