Fréttir

Skreytum hús með grænum greinum


Status: Vafrandi á Pinterest að sanka að mér jóla innblæstri með jóla-Bublé á fóninum. Næst á dagskrá er að hella upp á einn rjúkandi og njóta með nokkrum (nokkuð mörgum) piparkökum. Ó hvað tíminn er ljúfur framundan!

Eldhús fegurð


Á þessum gráa rigningardegi færi ég ykkur myndir af ó svo fallegu eldhúsi. Hellið upp á einn rjúkandi góðan kaffibolla og drekkið í ykkur innblástinn. 

HAUST OUTFIT -- ZARA


Hver ber ábyrgð á þessu veðri núna í fögru Reykjavík?! Oj barasta, leyfi ég mér að segja.
Já, við litla fjölskyldan erum mætt aftur í vesturbæinn eftir gott & langt sumar í Eyjum. Flutningar eru einmitt aðal ástæðan fyrir bloggleysi frá undirritaðari núna á síðustu dögum. Ég lýg því ekki þegar ég segi að ég er að opna tölvuna fyrst núna eftir marga marga daga hvíld, svo að þið afsakið þetta. Ég kem sterk inn núna, ég lofa!

Nóel & Tiny Cottons


Nóel fékk þessar fallegu vörur að gjöf frá Petit. Þær eru með eindæmum vandaðar og ó svo mjúkar. Vörurnar koma frá merkinu Tiny Cottons og eru skemmtilega öðruvísi, ótrúlega krúttlegar & töffaralegar á sama tíma. 

Færslan er unnin í samstarfi við Petit.

Handa Nóel


Ég er búin að vera alveg blanco þegar kemur að hugmyndum að afmælisgjöfum handa Nóel, sem fagnar eins árs afmæli núna í byrjun október. 

Nýtt hár - innblástur


Ég ætla aðeins að stelast út úr innanhúsrammanum mínum og deila með ykkur hárpælingum.
Hvort þið fílið það eða ekki, veit ég ekki. 

VIÐ GEFUM SILVER CROSS KERRU


Já þið lásuð rétt! Í samstarfi við Silver Cross Ísland ætlum við að gefa heppnum foreldrum fallegu Silver Cross ZEST kerruna. Þú þarft samt ekki endilega vera foreldri til að taka þátt. Þú auðvitað getur unnið kerruna fyrir vini og fjölskyldu meðlimi. Það er til mikils að vinna, svo endilega taktu þátt xx

Nýr ilmur í algjöru uppáhaldi


DUAL frá Andreu Maack heitir nýji uppáhalds ilmurinn minn. Andrea var svo yndisleg að senda okkur Femme stelpum prufur af nýja ilminum sínum. Ég verð að viðurkenna að ég hafði aldrei heyrt um hann áður, en ég varð bara heillaðari fyrir vikið. Mér fannst ég hafa uppgötvað eitthvað nýtt á markaðnum sem var ekki búið að fjalla um allsstaðar. 

Falleg & fjölbreytt fatahengi


Ég er algjör sökker fyrir flíkum sem er raðað á fallegan máta á fataslá. Eftir að hafa unnið í nokkurn tíma sem stíllisti eða "visual manager" þá hef ég þjálfað auga mitt nokkuð vel þegar kemur að litasamsetningu og jafnvægi. En treystið mér, það er ekki þannig heima hjá mér þegar kemur að fataslám.

Steldu stílnum


Hafa ekki flestir gaman að því að spotta eitthvað fallegt og úfæra það sjálfir?    Það held ég nú!