Fréttir

IVAR & MALSJÖ hugleiðingar


Geymslupláss, geymslupláss, geymslupláss! Aldrei að vanmeta það, gerðu frekar ráð fyrir meira en minna. Geymsluplássið sem þessi íbúð hefur upp á að bjóða er ekki upp á marga fiska. Þetta rétt slapp þegar við vorum bara tvö á heimilinu, sagan er önnur þegar við erum orðin þrjú. Þessu barni fylgir náttúrulega endlaust svona og allskonar af þessu, sem og fullt af öðru plássfreku dóti. 

Þessi færsla er ekki kostuð

Herbergið hans Nóels


Fyrsta verkefnið mitt eftir að við fluttum aftur í bæinn var að hanna herbergið hans Nóels. Ég er svo ótrúlega ánægð með útkomuna og mig langar að deila nokkrum myndum með ykkur. Þið fáið aðeins að sjá smá part af því þar sem rýmið er bæði barna- og gestaherbergi. 

Fallegar & ódýrar jólagjafir fyrir fagurkera


Ertu að vandræðast með hvað þú getur gefið mömmu þinni, systir, mágkonu eða vinkonu? Þetta ætti allavega að gefa þér einhverjar hugmyndir. 

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt.

NÓEL 1 árs


Litla gullið mitt fagnaði eins árs afmæli núna í október. Við vorum enn stödd í Eyjum svo að við héldum lítið og krúttlegt boð á afmælisdeginum sjálfum. 

Skreytum hús með grænum greinum


Status: Vafrandi á Pinterest að sanka að mér jóla innblæstri með jóla-Bublé á fóninum. Næst á dagskrá er að hella upp á einn rjúkandi og njóta með nokkrum (nokkuð mörgum) piparkökum. Ó hvað tíminn er ljúfur framundan!

Eldhús fegurð


Á þessum gráa rigningardegi færi ég ykkur myndir af ó svo fallegu eldhúsi. Hellið upp á einn rjúkandi góðan kaffibolla og drekkið í ykkur innblástinn. 

HAUST OUTFIT -- ZARA


Hver ber ábyrgð á þessu veðri núna í fögru Reykjavík?! Oj barasta, leyfi ég mér að segja.
Já, við litla fjölskyldan erum mætt aftur í vesturbæinn eftir gott & langt sumar í Eyjum. Flutningar eru einmitt aðal ástæðan fyrir bloggleysi frá undirritaðari núna á síðustu dögum. Ég lýg því ekki þegar ég segi að ég er að opna tölvuna fyrst núna eftir marga marga daga hvíld, svo að þið afsakið þetta. Ég kem sterk inn núna, ég lofa!

Nóel & Tiny Cottons


Nóel fékk þessar fallegu vörur að gjöf frá Petit. Þær eru með eindæmum vandaðar og ó svo mjúkar. Vörurnar koma frá merkinu Tiny Cottons og eru skemmtilega öðruvísi, ótrúlega krúttlegar & töffaralegar á sama tíma. 

Færslan er unnin í samstarfi við Petit.

Handa Nóel


Ég er búin að vera alveg blanco þegar kemur að hugmyndum að afmælisgjöfum handa Nóel, sem fagnar eins árs afmæli núna í byrjun október. 

Nýtt hár - innblástur


Ég ætla aðeins að stelast út úr innanhúsrammanum mínum og deila með ykkur hárpælingum.
Hvort þið fílið það eða ekki, veit ég ekki.