Fréttir

Kæri Jóli...


Nokkrir hlutir sem eru á óskalistanum mínum...

Huggulegt heimili


Þetta notalega hús á Olav Sølvberg, sem er stílisti og bloggari fyrir Residence Magazine. Það er allt frekar stílhreint og einfalt hjá honum en andrúmsloftið virkar notalegt, ekki að það sé hægt að greina það í gegnum myndir...

The most wonderful time of the year


Gleðilega aðventu kæru vinir. Í jólabók húsa og híbýla var ég og sonur minn með smá DIY verkefni, en ég útbjó dagatal handa börnum. Bókin er afar falleg hjá þeim og ef þú ert ekki búin að skoða hana þá hvet ég þig til að drífa í því. Heimilið mitt er smá að komast í desember þemað, hérna eru nokkrir detailer.

Late November


Eftið miðjan nóvember finnst mér vel í lagi að byrja huga jólunum. Ég setti allavega upp nokkur ljós, köngla og greni í gær. Hérna er smá innblástur og hugmyndir.

TÍU SVEFNHERBERGI


ZZZZZ.... Þessi svefnherbergi eru öll falleg, róandi og full af innblæstri.

LAGT Á BORÐ


Átta hugmyndir að því hvernig þú getur lagt á borða eða skreytt, fyrir matarboðið, veisluna eða jólin...

GRÁR & GYLLT


Þessi íbúð er afar sjarmerandi og kvennleg. Hún ber öll þau trend sem skandinavískur stíll er í dag að mínu mati. En svart/hvíti stílinn er aðeins að breytast með gráum tónum, pastel bleikum, plöntum og gylltum smáatriðum. Eldhúsinnréttingin finnst mér afar falleg og kemur á óvart hvað gyllt smáatriði passa alveg þó svo að eldavél og vifta séu silfruð, en þetta er hlutur sem ég er búin að vera veltast með, því við erum að fara taka eldhúsið okkar í gegn.

SUNDAY MOOD


Ég er sófadýr þessa daganna þar sem á fimmtudaginn var reynt að laga gömul íþróttameiðsl, núna hljóma ég eins og ein gömul. Ég hef aldrei eins mikinn drifkraft eins og þegar ég á að taka því rólega og á eigilega bara sitja með löppina upp í loftið. Núna sit ég með fullt af verkefnum og hugmyndum í kollinum sem ég vill framkvæma en get ekki... þau verða svo öll gleymd þegar ég kemst á lappir!

Moobles & Toobles


Moobles + Toobles er barnavörumerki eftir  grafíska hönnuðinn Nadiu Cruikshanks. Ég fann hana fyrst á instagram eins og svo margt annað sem maður sér fyrst. Núna eru þessar vörur fáanlegar á Íslandi í versluninni I am happy.