Fréttir

GOTT GJAFALEIKUR


Þið kannist eflaust mörg við bækurnar Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur og Sigurðar Gíslasonar og veitingastaðinn þeirra Gott. Þau hafa nú bætt við bók, en í henni hleypa þau okkur inní eldhúsið á vinsæla veitingastaðnum þeirra GOTT í Vestmannaeyjum. Bókin er full af girnilegum uppskriftum en hana prýða líka sérstaklega fallegar myndir ásamt því að þau segja sögu í gegnum bókina hvaða hugmyndir liggja á bakvið staðinn, en þetta er ekta fjölskyldu-veitingahús, þar sem allir eru velkomnir og maturinn gæti ekki verið betri.

HEIMILI SEM SEGIR VÁ


Það er margt sem heillar í þessari íbúð. Litir, innréttingar, gólf, ljós og húsgögn. Þetta er enn ein sænska snilldin, þeir eiga það til að vera alveg með þetta eins og maður segir. Þessi íbúð er 52 fermetra staðsett í Stokkhólmi og kostar ca. 55 milljónir íslenskra króna.

JÓLAFÖTIN & GJAFIRNAR


Ég tók saman hvernig jólafötin verða í ár hjá mínum dreng sem verður 4 ára í febrúar. Ég reyni alltaf að finna eitthvað sem er flott, en þægilegt fyrir hann og að ég sjái fram á að nota fötin aftur. Einnig hef ég mikið verið að skoða hvað við eigum að gefa honum í jólagjöf og tók því saman nokkrar hugmyndir sem mögulega fleirri geta nýtt sér. Þessi færsla er ekki kostuð!

Skandinavísk Jól


Þetta er að hellast yfir mig... jólastemmingin. Þar sem væntanlegur erfingi á að mæta á svæðið 1. desember langar mér að vera búin að skreyta af mestu þegar hann kemur. Hérna eru sextán hugmyndir og innblástur af fallegum og látlausum skreytingum og uppröðunum.

HEIMASKRIFSTOFAN MÍN


Heimaskrifstofa er eitthvað sem margir hafa akkurat enga þörf fyrir, en ég er ekki ein af þeim. Ég vinn mikið heiman frá mér, er í skóla og svo skrifa ég ykkur líka stundum. Í miðju húsinu hjá mér var akkurat flötur sem ég hefði ekki fundið neina sérstaka notkun fyrir nema stundum dregur sonur minn hálft herbergið sitt þangað sem er í góðu lagi og nóg pláss ennþá fyrir það. 

NÓVEMBER


Ég elska haustin og næstu tvo mánuði sem framundan eru. Samverustundir, maturinn, hefðirnar..... jólin. Einnig er haust-tískan yfirburða skemmtilegust að mínu mati, dökkir og djúpir litir haustsins eiga alltaf vel við mig. Hérna er innblástur inn í mánuðinn, gleðilegan Nóvember.

Innblásturinn er Ítölsk hönnun í kringum 1960


Ég kaupi mér reglulega Bo bedre blaðið, svona þegar ég fæ þá tilfiningu þegar ég skoða það á kaffihúsinu að það er hreinlega ekki nóg, ég þarf að fletta í gegn aftur og aftur... Þetta innlit birtist í tölublaðinu í ágúst hjá þeim og er ég búin að skoða það mjög oft. Ég elska litavalið hennar, hún er ekkert feimin við að mála veggi í litum sem ég er ánægð með, en allt mjög stílhreint, flott en stílinn persónulegur. Húsgögnin eru meira og minna hönnunarverk sem setja sinn glæsileika á rýmin.

IKEA JÓL


Ég hef ekki lagt það í vana minn að byrja pæla í jólunum fyrr en í nóvember. En þar sem ég á von á barni 1. desember þarf ég að vera búin að skipuleggja þau aðeins fyrr í ár, því vonandi verð ég gefa brjóst og njóta með strákunum mínum í Desember. Þannig ég stóðst ekki mátið þegar ég fann þessar myndir að deila þeim með ykkur. 

LET IT BE SUNDAY


Sunnudagur er uppáhalds dagurinn minn að miklu leyti, hann á að snúast um fjölskyldu, vini, góðan mat og slökun... Hér fáum við smá innblástur í þennan síðasta dag vikunnar.

Þegar Svíþjóð og New York koma saman


Sænsku hjónin Pia og Ulin leigðu húsið sitt í Svíþjóð og fluttu til New York eða réttara sagt Brooklyn. Það sem heillaði þau við íbúðina er náttúrlega birtan sem leikur um hana, en úr gluggunum þeirra sjá þau himininn, kirkju og Empire stade building. Pia er ljósmyndari og notast hún aðeins við náttúrulega birtu og var það því henni hjartan mál.