Fréttir

NÁTTBORÐ


Innblásturinn þennnan sunnudaginn eru náttborð. Hérna eru átta hugmyndir.

Sex hugmyndir með Frosta


Ikea Frosta kollurinn kostar 1450 kr. Hann er ekki bara á góðu verði því hann er veglegur og hægt er að nota hann allavega.

Klemmdu myndirnar upp


Vinkona min hjá Stylizimo var með innlit af þessari íbúð þar sem ég sá þessa sniðugu lausn í að hengja upp myndir. Mjög sniðugt fyrir þá sem breyta mikið, leigjendur sem ekki vilja negla mikið í veggina og þá sem búa á stúdentagörðunum sem dæmi. En fyrst og fremst mjög töff lausn.

Dökkir 33 fermetrar


Þeir sem lesa bloggin mín vita að ég er afar hrifin af sniðugum og fallegum lausnum í litlum rýmum. Þessi íbúð er ein af þeim. Það er einhver lenska, aðalega hjá Íslendingum þó að dökkir litir minnki rýmin, þessi íbúð afsannar það að mínu mati. 

Þröngt mega sáttir sitja


Ég er afar hrifin af fólki sem nýtir fermetrana vel og hefur allt sem það þarf eins og hérna... 53 fermetrar og allt til alls, stílhreint og fallegt.

DÖKK & STÍLISERUÐ


Þessi fallega dökk-málaða íbúð fann ég að fasteignasölunni Alvhem, ég hef skirfað um þetta áður, en það getur verið eins og að skoða gott heimilisblogg að kíkja á myndir þar. Fallegar íbúðir sem eru teknar af afar færum ljósmyndurum og stíliseraðar af einhverjum smekklegum.

BAÐHERBERGIÐ


Það eru ýmsar leiðir til að gera baðherbergið huggulegt og sjarmerandi. Fyrst og fremst eru það hrein baðherbergi sem heilla mest en svo er hægt að setja punktin yfir i-ið...

BABY MAMA


Með stækkandi maga þrengist fataskápurinn annsi vel. Rauði krossinn er búin að fá nokkra poka eftir tiltekt síðustu daga, en mér finnst alltaf gott að taka vel til þar fyrir haustið. Mig vantaði samt smá innblástur fyrir komandi vikur og hérna eru nokkrar góðar handa ykkur ef það á við.

Flott í 54 fermetrum


Dagurinn í dag fer að mestu leyti í leti eftir frábæra Þjóðhátíð, þó ég sé komin fimm mánuði á leið er ég jafn þreytt og þeir sem tóku vel á því. Þar með hef ég verið að kíkja yfir vefinn og skoða það sem ég hef misst af síðustu daga. Þessi íbúð var of góð til að deila henni ekki með ykkur. Þessi fallega og vel skipulagða íbúð er aðeins 54 fermetrar.

Nafna mín fyrir heimilið


ZARA Home er vikilega falleg búð sem ég get eytt mörgum stundum í. Þar sem ég eyddi seinustu dögum á Spáni og gat heimsótt verslunina og kíkt á nýju haustlínuna, verð ég eigilega að deila henni með ykkur. Uppistaðan eru hreinar línur, hvítt og metal. Ég var heilluð og þessi íbúð sem vörulínan er mynduð í váá...