Fréttir

SÆNGURGJÖFIN - MOSES KARFA


Drengurinn okkar kom í heiminn þann 2.desember. Eins og gengur fær maður sængurgjafir frá vinum og vandamönnum, við erum afar þakklát fyrir allar okkar en við höfum fengið dásamlegar gjafir og þar á meðal Moses körfu frá henni Linnea eiganda Petit

H&M HOME SS2017


Það er afslöppuð stemming og rómantík yfir vorlínu H&M Home fyrir komandi vor. Gyllt, grænt, bjart & fallegt.

KÆRI JÓLI


Nú líður að jólum og alltaf hefur maður einhverjar langanir. Þetta eru mínar. Færslan er ekki kostuð.

Heima hjá mér - Lagt að borð fyrir jólin


Morgunblaðið kom í heimsókn til jóla-Söru í Nóvember og lagði ég á jólaborð fyrir þau ásamt því að gefa uppskrift af góðum jólaís með allskonar gúmmelaði. Jólablað Morgunblaðsins kom út 1. desember og mæli ég með að þið náið ykkur í eintak.

BABYSHOWER


Í mínum vinkonuhóp hefur ekki tíðkast að vera með barnasturtur eins og hefur verið svo vinsælt, hópurinn byrjaði í barneignum áður en það kom í tísku. Ég var því heldur betur hissa þegar ég kom í kaffi til Söru Daggar um helgina og hún var búin að græja smá kaffi og kósý fyrir mig sem innihélt bestu gjöfina, tveggja tíma nudd og andlitsbað. Gæti ekki verið betra.

SPURT & SVARAÐ


Ég hef fengið margar spurningar í gegnum instagram þegar ég hef verið að birta myndir að heiman og ætla svara þeim sem ég fæ reglulega hérna.

GOTT GJAFALEIKUR


Þið kannist eflaust mörg við bækurnar Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur og Sigurðar Gíslasonar og veitingastaðinn þeirra Gott. Þau hafa nú bætt við bók, en í henni hleypa þau okkur inní eldhúsið á vinsæla veitingastaðnum þeirra GOTT í Vestmannaeyjum. Bókin er full af girnilegum uppskriftum en hana prýða líka sérstaklega fallegar myndir ásamt því að þau segja sögu í gegnum bókina hvaða hugmyndir liggja á bakvið staðinn, en þetta er ekta fjölskyldu-veitingahús, þar sem allir eru velkomnir og maturinn gæti ekki verið betri.

HEIMILI SEM SEGIR VÁ


Það er margt sem heillar í þessari íbúð. Litir, innréttingar, gólf, ljós og húsgögn. Þetta er enn ein sænska snilldin, þeir eiga það til að vera alveg með þetta eins og maður segir. Þessi íbúð er 52 fermetra staðsett í Stokkhólmi og kostar ca. 55 milljónir íslenskra króna.

JÓLAFÖTIN & GJAFIRNAR


Ég tók saman hvernig jólafötin verða í ár hjá mínum dreng sem verður 4 ára í febrúar. Ég reyni alltaf að finna eitthvað sem er flott, en þægilegt fyrir hann og að ég sjái fram á að nota fötin aftur. Einnig hef ég mikið verið að skoða hvað við eigum að gefa honum í jólagjöf og tók því saman nokkrar hugmyndir sem mögulega fleirri geta nýtt sér. Þessi færsla er ekki kostuð!

Skandinavísk Jól


Þetta er að hellast yfir mig... jólastemmingin. Þar sem væntanlegur erfingi á að mæta á svæðið 1. desember langar mér að vera búin að skreyta af mestu þegar hann kemur. Hérna eru sextán hugmyndir og innblástur af fallegum og látlausum skreytingum og uppröðunum.