Fréttir

HEIMASKRIFSTOFAN MÍN


Heimaskrifstofa er eitthvað sem margir hafa akkurat enga þörf fyrir, en ég er ekki ein af þeim. Ég vinn mikið heiman frá mér, er í skóla og svo skrifa ég ykkur líka stundum. Í miðju húsinu hjá mér var akkurat flötur sem ég hefði ekki fundið neina sérstaka notkun fyrir nema stundum dregur sonur minn hálft herbergið sitt þangað sem er í góðu lagi og nóg pláss ennþá fyrir það. 

NÓVEMBER


Ég elska haustin og næstu tvo mánuði sem framundan eru. Samverustundir, maturinn, hefðirnar..... jólin. Einnig er haust-tískan yfirburða skemmtilegust að mínu mati, dökkir og djúpir litir haustsins eiga alltaf vel við mig. Hérna er innblástur inn í mánuðinn, gleðilegan Nóvember.

Innblásturinn er Ítölsk hönnun í kringum 1960


Ég kaupi mér reglulega Bo bedre blaðið, svona þegar ég fæ þá tilfiningu þegar ég skoða það á kaffihúsinu að það er hreinlega ekki nóg, ég þarf að fletta í gegn aftur og aftur... Þetta innlit birtist í tölublaðinu í ágúst hjá þeim og er ég búin að skoða það mjög oft. Ég elska litavalið hennar, hún er ekkert feimin við að mála veggi í litum sem ég er ánægð með, en allt mjög stílhreint, flott en stílinn persónulegur. Húsgögnin eru meira og minna hönnunarverk sem setja sinn glæsileika á rýmin.

IKEA JÓL


Ég hef ekki lagt það í vana minn að byrja pæla í jólunum fyrr en í nóvember. En þar sem ég á von á barni 1. desember þarf ég að vera búin að skipuleggja þau aðeins fyrr í ár, því vonandi verð ég gefa brjóst og njóta með strákunum mínum í Desember. Þannig ég stóðst ekki mátið þegar ég fann þessar myndir að deila þeim með ykkur. 

LET IT BE SUNDAY


Sunnudagur er uppáhalds dagurinn minn að miklu leyti, hann á að snúast um fjölskyldu, vini, góðan mat og slökun... Hér fáum við smá innblástur í þennan síðasta dag vikunnar.

Þegar Svíþjóð og New York koma saman


Sænsku hjónin Pia og Ulin leigðu húsið sitt í Svíþjóð og fluttu til New York eða réttara sagt Brooklyn. Það sem heillaði þau við íbúðina er náttúrlega birtan sem leikur um hana, en úr gluggunum þeirra sjá þau himininn, kirkju og Empire stade building. Pia er ljósmyndari og notast hún aðeins við náttúrulega birtu og var það því henni hjartan mál.

NÁTTBORÐ


Innblásturinn þennnan sunnudaginn eru náttborð. Hérna eru átta hugmyndir.

Sex hugmyndir með Frosta


Ikea Frosta kollurinn kostar 1450 kr. Hann er ekki bara á góðu verði því hann er veglegur og hægt er að nota hann allavega.

Klemmdu myndirnar upp


Vinkona min hjá Stylizimo var með innlit af þessari íbúð þar sem ég sá þessa sniðugu lausn í að hengja upp myndir. Mjög sniðugt fyrir þá sem breyta mikið, leigjendur sem ekki vilja negla mikið í veggina og þá sem búa á stúdentagörðunum sem dæmi. En fyrst og fremst mjög töff lausn.

Dökkir 33 fermetrar


Þeir sem lesa bloggin mín vita að ég er afar hrifin af sniðugum og fallegum lausnum í litlum rýmum. Þessi íbúð er ein af þeim. Það er einhver lenska, aðalega hjá Íslendingum þó að dökkir litir minnki rýmin, þessi íbúð afsannar það að mínu mati.