Fréttir

Hátíðarförðun : Dökkar varir og gyllt augu


Núna á næstu dögum á ég eftir að setja inn nokkrar hugmyndir af hátíðarförðun fyrir ykkur hvort sem það er fyrir jólaboðin, áramótin eða bara próflokadjammið. Fyrst langaði mig til að byrja á mjög klassískri förðun sem getur virkað fyrir næstum alla, dökkar varir við mjúka gyllta augnförðun. Ég sleppti því að nota eyeliner í þetta skiptið en þá fá varirnar og augnhárin að njóta sín betur.

Snyrtivörur Nóvember mánaðar


Í lok hvers mánaðar hafði ég hugsað mér að sýna ykkur nokkrar vörur sem hafa verið í mikilli notkun hjá mér þann mánuðinn. Núna í nóvember hafa húðvörur verið í mun stærra hlutverki heldur en förðunarvörur hjá mér. Þegar ég er í prófalestri þá nenni ég ekki eins mikið að hafa fyrir því að taka mig til og hef líka ekki eins mikinn tíma í það. Það er hins vegar mjög þæginlegt að skella á sig maska áður en maður sest niður og byrjar að læra og fínt að nýta þennan tíma til að dekra aðeins við húðina fyrir hátíðirnar. 

Barry M - Coconut & Mocha


Þeir sem þekkja mig vita að ég elska naglalökk og fallegar neglur. Um daginn bættust  tvö ný lökk í safnið sem eru frá Barry M. Ég hafði aldrei áður prófað vörur frá þessu merki svo ég var spennt að sjá útkomuna. Ég prófaði litina Coconut sem er hvítt glans lakk úr Gelly línunni og svo einnig Mocha sem er brúnt lakk úr Matte línunni.

Viltu að förðunin þín endist allan daginn?


Þegar við förum eitthvað fínt þá viljum við helst að förðunin haldist sem best allt kvöldið. Út af þessari ástæðu hefur setting spreyið frá Urban Decay All Nighter verið lengi á óskalistanum hjá mér því ég hef heyrt frábæra hluti um það. Það hjálpar förðuninni að endast mun lengur heldur en hún hefði annars gert. Þetta er í rauninni sprey sem virkar á andlitið eins og hársprey virkar fyrir hárið. En þar sem Urban Decay merkið er ekki selt hér á Íslandi þá hef ég ekki náð að eignast það ennþá. Hins vegar fyrir algjöra tilviljun þá gaf mamma mér setting spray sem er frá Avon og ég verð að segja að það kom mér ánægjulega á óvart!

Trend - Brúntóna varir


Ég held það hafi ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með í förðunarheiminum að 90's förðun, og þá sérstaklega varirnar, er komin aftur í nútímalegra formi. Við getum þakkað Kylie Jenner fyrir það að miklu leyti. Margir hafa heillast af hennar förðun og þar voru varirnar í aðalhlutverki. Ég hef heyrt af mörgum mismunandi varalitum sem hún er sögð nota en hef ekki fjárfest í neinum þeirra ennþá. Ástæðan fyrir því er að ég vil frekar finna mér lit sem hentar mér og mínum húðlit en er samt á þessu litasviði og get þannig tekið þátt í þessu trendi.

DIY Varaskrúbbur í jólapakkann


Ég elska allskonar skrúbba en varaskrúbbar eru í sérstöku uppáhaldi. Mínar varir eru frekar viðkvæmar og sérstaklega þegar fer að kólna í veðri. Þá eiga þær til að þorna upp og springa sem er hvorki fallegt né þægilegt.

Augabrúnir: Uppáhalds vörur


Frá því ég byrjaði að pæla eitthvað í förðun þá hef ég verið mjög upptekin af augabrúnum. Persónulega finnst mér þær skipta mjög miklu máli fyrir heildarlúkkið og setja punktinn yfir i-ið í fallegri förðun. Ef ég hef lítinn sem engan tíma til að taka mig til þá vel ég yfirleitt að fylla inn í augabrúnirnar frekar enn að gera eitthvað annað því það eitt og sér finnst mér gera ótrúlega mikið.

Snyrtivörur Rósu Maríu!


Þegar kemur að snyrtivörum og förðun eru ótal möguleikar og útfærslur. Allir hafa sínar förðunarvenjur og engir tveir gera hlutina alveg eins. En einmitt af þessari ástæðu finnst mér rosalega gaman að forvitnast um það hvað annað fólk er að gera og hvaða vörur eru í uppáhaldi hjá þeim. 

Topp 5 vörur sem klikka aldrei!


Þar sem ég er ný fyrir ykkur lesendum þá fannst mér tilvalið að tala um nokkrar af mínum uppáhalds vörum. 

Nýjungar frá L'Oréal


L’Oréal finnst mér alltaf vera að koma mér á óvart. Nú þegar eru ákveðnar vörur frá merkinu sem ég hef notað í langan tíma eins og True Match farðinn og Voluminous carbon black maskarinn og þær verð ég alltaf að eiga í mínu kitti. Núna var önnur vara frá þeim að bætast í þann hóp en það er Advansed Serum sem er úr Skin perfection línunni þeirra.