Fréttir

Misstir þú af áletruðum varalit?


Það fór eflaust ekki framhjá mörgum að YSL bauð uppá áletrun á Rougve Pur Couture um daginn í kringlunni. Því miður fengu færri en vildu og því hefur verið ákveðið að bjóða upp á það aftur og í þetta skipti í verslunni Bjargi á Akranesi. Það verður "Gott Kvöld" hjá þeim á fimmtudagskvöldið frá 18-22, þar munu þær bjóða upp á 15% afslátt af varalitunum þar sem áletrun er innifalin.

Day & Night með ILIA


Húðin er okkar stærsta líffæri svo það er mjög mikilvægt að hugsa vel um hana, hvort sem það á við um snyrtivörur eða það sem við innbyrðum. Sem betur fer fyrir okkur þá eru fleiri og fleiri snyrtivörumerki að spretta upp með lífrænar vörur sem við eigum klárlega að nýta okkur. Það hefur einhvernveginn verið búin til sú mýta að lífrænar snyrtivörur sé að einhverju leiti ekki eins góðar og aðrar. Það hefur mögulega einhverntímann átt við en í dag eru komin háklassa snyrtivörumerki sem einblína lífrænar gæða snyrtivörur. 

Langar þér í sérmerktan YSL varalit?


Ég var svo heppin að fá afhentan YSL Rouge Pur Couture varalit sem var búið að láta grafa nafnið mitt á. Það hitti svo akkurat á að ég átti afmæli í gær svo þetta var hin fínasta afmælisgjöf sem gladdi makeup hjartað mitt mikið!

Kiss & Love YSL


Holiday lúkkið 2015 frá YSL er væntanlegt í búðir núna um miðjan mánuðinn og ég verð að gefa þessu merki það að mér finnst þeir alltaf vera on point með fallegar og girnilegar umbúðirnar á vörunum sínum. Þetta eru náttúrulega high end vörur svo það er ákveðinn klassi yfir öllu hjá þeim hvort sem það snýr að innihaldi eða útliti á þeirra vörum.

Clear Acne Body Spray


Okei það er kominn tími á smá real talk hérna á þessu bloggi. Ég þarf aðeins að segja ykkur frá vöru sem er búin að hjálpa mér mikið og á eflaust eftir að hjálpa mörgum öðrum þar sem ég veit að þetta er algengt vandamál. 

Insta upp á síðkastið..


Það er orðið frekar langt síðan ég setti síðustu insta færslu hérna á bloggið svo það var kominn tími á eitthvað ekki makeup tengt svona til tilbreytingar. Ég var ekkert sú virkasta í sumar enda lítið um að vera hérna á Siglufirði annað en bara vinnan hjá mér. Ég er búin að vera mun meira fyrir sunnan núna undanfarið svo lífið hefur boðið upp á aðeins fleiri myndatækifæri. Ég er á instagram undir @steffyjakobs fyrir þá sem vilja fylgjast með.

Augabrúnir - Mínar vörur


Ég veit ekki hvort að það hefur farið fram hjá einhverjum en ég elska augabrúnir. Ef það væri einhver möguleiki fyrir mig að safna í þykkari brúnir þá væri ég pottþétt að því þessa stundina en það er bara því miður ekki í boði fyrir alla. Augabrúnir eru mjög on trend þessa stundina í allskonar útgáfum en sama í hvaða stíl þær eru þá finnst mér alltaf mjög mikilvægt að móta þær. Ég tek einna mest eftir því þegar ég er að fara eitthvað fínna og búin að klára allt andlitið og augun og augabrúnirnar eru eftir, þá sér maður virkilega hvað þær skipta miklu máli í því að móta andlitið og ramma inn heildarlúkkið.

Snyrtivörur Elínar Lovísu


Næsti viðmælandi minn í snyrtivöruspjallinu er Elín Lovísa Elíasdóttir. Ég man eftir þessari flottu stelpu frá því að hún var í færlsu hér á síðunni hjá okkur þegar Sylvía var að mynda hana. Ég er svo mikill húðperri og VÁ hvað hún er með gorgeous húð! þið getið sér þá færslu með myndunum úr myndatökunni hennar og Sylvíu hérna. 

Nýtt - Blemish Remedy farði


Ef það er eitthvað sem mér finnst gaman að prófa þá eru það farðar. Ástæðan fyrir því er að maður er alltaf að leita af hinum fullkomna grunni því ef grunnurinn er ekki fallegur þá segir það sig sjálft að förðunin verður aldrei falleg enda er farðinn undirstaða förðunarinnar. 

Allt sem er bleikt bleikt..


í tilefni bleika mánaðarins þá fannst mér tilvalið að henda í eina færslu með öllum uppáhalds bleiku snyrtivörunum mínum. Ég fór í bleika boðið með nokkrum af FEMME stelpunum og skemmtum við okkur konunglega! Það var svo mikið lagt í showið og það sem meira er að allir sem komu að þessu verkefni og sýningunni voru að gefa vinnuna sína. Það flotta fólk á hrós skilið fyrir frábærlega vel heppnað kvöld, svo takk fyrir okkur!