Fréttir

Femme myndataka - Preview


Við nokkrar af FEMME stelpunum fórum í myndatöku í gær fyrir síðuna. Við fórum til Sissu hjá Íslenska ljósmyndaskólanum og gékk það eins og í sögu enda Sissa algjör fagmaður fram í fingurgóma! Við tókum nokkrar myndir á meðan á myndatökunum stóð sem við ætlum að deila með ykkur núna áður en hinar myndirnar verða opinberaðar hérna á síðunni. 

Augabrúnir - Hvernig ég lita og móta þær sjálf


Ég hef sagt það hérna áður á blogginu að ég lita og plokka sjálf á mér augabrúnirnar í 99% tilfella. Ég hef gert þetta síðan í grunnskóla svo ég þekki mínar brúnir orðið nokkuð vel og treysti bara engum öðrum fyrir þeim ef ég á að vera hreinskilin. 

Uppáhalds í september


September var bara nokkuð góður mánuður verð ég að segja. Fullt af nýjum snyrtivörum til að prófa eftir NY kaupæðið en ég verð að viðurkenna að ég er ekki byrjuð að nota helminginn af þeim, mikið að komast yfir! Allar þessar vörur eru nýjar fyrir mér og ég er búin að ofnota þær allar. 

Black Opium Edition 20% afsláttur!


Á morgun fimmtudaginn 17. september mun YSL hefja kynningu á nýrri Black Opium edition línu en eins og þið vitið eflaust nú þegar þá kom Black Opium perfume frá merkinu fyrir ekki svo löngu og sló rosalega í gegn um allan heim.

Haustlúkk - Pretty day and night


Ég verð að segja að ég er alveg löngu orðin tilbúin að fá til baka dekkri varir og öðruvísi förðunaráherslur svo ég tek haustinu alveg fagnandi hvað það varðar. Yfirleitt finnst mér haustlínurnar frá snyrtivörumerkjunum líka skemmtilegastar þar sem þær eru aðeins meira edgy heldur en vor og sumar línurnar ef ég má sletta aðeins.

Uppáhalds í Ágúst


Betra seint en aldrei ekki satt? Ég gerði ekki uppáhalds færslu fyrir júlí mánuð þar sem ég var ekki með neitt sérstakt þann mánuðinn sem var búið að vera í extra mikilli notkun. Þar af leiðandi var meira fyrir mig til að tala um þennan mánuðinn. Ég er núna nýkomin frá NY þar sem ég verslaði mögulega aðeins of mikið af snyrtidóti svo ég mun sýna ykkur það á næstu dögum svo það er nokkuð ljóst að það mun ekki vanta uppáhalds færslu fyrir september mánuð. En til að koma mér nú að efni þessarar færslu þá eru þetta þær vörur sem voru í uppáhaldi hjá mér núna í ágúst. 

Fyrir og eftir með Top Secrets BB Cream


Í síðustu viku sagðist ég ætla að segja ykkur frá YSL vöru sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Svo miklu að ég hef bókstaflega ekki notað neitt annað síðan ég fékk hana í hendurnar. Þessi vara er Top Secrets BB kremið frá YSL og það er góð ástæða fyrir því að það fær sína eigin færslu.

Fallegar nýjungar frá YSL - Haust 2015


Magnað að haustið sé strax í rauninni komið, þó mér finnist reyndar eins og það hafi verið hér á Siglufirði í allt sumar. En með haustinu koma kosy peysur og breyttar förðunaráherslur svo haustið er ekki alslæmt. Haust línan frá YSL Pretty Metal er að koma í verslanir í næstu viku en hún er virkilega falleg og inniheldur skemmtilegar nýjungar. Í línunni er að finna augnskuggapalettu, augabrúnagel, gegnsætt púður sem fullkomnar yfirborð húðarinnar, gloss með metallic glans, þrjá nýja varaliti í Rouge Colupté Shine línuna, Couture Kajal augn khol og síðast en ekki síðst naglaskraut.

Snyrtivörur Svövu Guðrúnar


Það er heldur betur löngu kominn tími á nýja færslu frá mér svo hér kemur hún loksins! Ég hafði samband við hana Svövu til þess að svara nokkrum spurningum í snyrtivöruspjallinu sem hún var svo indæl að gera. Svava Guðrún starfar sem flugfreyja í sumar og stundar nám við Háskólann í Reykjavík á veturna í Sálfræði. Það fer ekki framhjá neinum að hún er stórglæsileg, alltaf mjög fallega förðuð og mér finnst góðmennskan og útgeislunin hreinlega skína af henni. Ég sjálf var því mjög forvitin að vita hvað hún væri að nota svo vonandi hafið þið eins gaman af lesningunni og ég!

Dupes - Ódýrari kostir á dýrari snyrtivörum!


Ég hef ætlað að gera svona blogg frá því ég byrjaði hérna á síðunni en það hefur bara alltaf gleymst þangað til núna! Í þessari færslu ætla ég að sýna ykkur ódýrari kosti fyrir aðrar dýrari og þekktari vörur í snyrtivöruheiminum. Það er svo mikil samkeppni á þessum markaði og úrvalið svo gígatískt mikið að það er næstum hægt að finna dupe vöru fyrir flest allar snyrtivörur. Og fyrir ykkur sem ekki vitið þá sendur Dupe semsagt fyrir Duplicate  Product.