Fréttir

Sumar look


Fékk smá sumar og sól í Montreal um daginn plús nokkrar freknur. Það kom mér í smá sumar skap. Ákvað að deila myndum með ykkur í veikindunum, þá fer ég einmitt alltaf að skoða myndir af betri tímum! Allt eðlilegt.

Nýtt DW úr + afsláttarkóði


Úrið fékk ég að gjöf frá Daniel Wellington

Útvíðar buxur fyrir sumarið!


Ég hef alltaf átt í svakalegu basli með þessa útvíðu buxnatísku eins mikið og mig langar að fitta inn. Ég er búin að máta svo ótrúlega margar týpur úr mismunandi efnum og sniðum en mér finnst ekkert fara mér nægilega vel. Ég ákvað að gefa þessum séns og þær fengu að koma með mér heim um daginn og ég er ekki frá því að ég sé sátt við þær. Efnið er frábært og mér líður bara vel í þeim. Kannski kannast fleiri með læri í stærri kantinum við þetta ströggl en hang in there! Vonandi finnið þið líka týpu sem fer ykkur haha! 

Steinar og Gunnar 6 ára


Elsku strákarnir mínir urðu 6. ára þann 11. apríl. Á þessum aldri eru heldur betur framundan tímamót sérstaklega þegar þeir fara í skóla í haust. Líka fyrir mömmuhjartað þar sem manni líður alltaf eins og þeir hafi fæðst í gær. Ég vildi deila með ykkur nokkrum myndum og smá monti af þessum fullkomnu eintökum sem ég á. Þeir gera mig að einni stoltri konu og ég hlakka til framtíðarinnar með þeim. 

Nýr ljómandi farði frá YSL


Vörurnar fékk ég að gjöf frá Terma

Mér finnst mikilvægt að eiga einn léttan farða fyrir sumarið í snyrtitöskunni en Touche Éclat All-in-One Glow Foundation frá YSL er fullkominn fyrir mig. Hann er léttur, ljómandi og olíulaus!

Blár eyeliner


Litaður eyeliner er svo auðveld leið til þess að poppa aðeins upp á förðunina. Ég fékk innblástur af þessum bláa eyeliner á Instagram en ég sá nokkrar drottningar vera að posta myndum af sér með slíkann og ég ákvað að kaupa mér einn í kjölfar þess!

NEW IN - SNEAKERS


Ég keypti mér þessa sjúku sneakers á laugardaginn en ég er eflaust ekki sú eina um það að vera komin í smá stuð fyrir að þetta blessaða vor komi... ekki bjarsýn samt. En ég raks á þessa skó í Galleri Keflavík og þeir heilluðu strax. Bæði litríkir og fallegir á fáránlega góðu verði!

NÝTT Á STRÁKANA


Ég veit ekki um neitt skemmtilegra en að kaupa eitthvað fallegt fyrir strákana mína, það er svo skemmtilegt að klæða þá. Mér finnst það eiginlega miklu skemmtilegra en að versla á mig sjálfa. Mig langaði að deila með ykkur nýjustu kaupunum sem gerði fyrir þá á dögunum. 

Undirföt fyrir valentínusardaginn


Undirfötin fékk ég að gjöf frá Lineup.is 

Ég fékk þessi dásamlegu undirföt núna á dögunum og ég er ekkert lítið ánægð. Ég hlakka til að klæðast þeim við gott tilefni þar á meðal á valentínusardaginn. 

Brúnkurútína


Nouvatan vörurnar fékk ég að gjöf.

Ég tók saman þau helstu ráð og vörur sem virka vel fyrir mig þegar það kemur að því að brúnka mig.