Fréttir

Mest notuðu hlutirnir í eldhúsinu hjá Mörtu


Í þessari færslu ætla ég að telja upp þá hluti sem ég nota hvað mest í eldhúsinu mínu og upplýsingar um hvar hægt sé að kaupa þá.

Vinningshafi SEIMEI


Hver hlýtur körfu að eigin vali? 

Svona skreyti ég barinn minn heima


Þessi færsla er ekki kostuð. GIN barinn minn fékk smá upplyftingu á dögunum. Ég fékk Mörtu vinkonu til að hjálpa mér með hann, við héldum einmitt gin kvöld um daginn sem heppnaðist svona líka vel að við erum orðnar rosalegir gin perrar.

Björt, falleg & dass af Glamúr


Ég rataði á þessa fallegu íbúð á pinterest vafri, hvert horn heillaði mig í þessari íbúð. Íbúðin er afar björt og stílhrein, en samt svo hlýleg og persónuleg. Það er ekki oft sem ég birti innlit og langar hreinlega að búa í íbúðinni sjálf, þar sem ég er afar ánægð með mitt heimili, þetta er hinsvegar eitt af þeim.

STELDU STÍLNUM - INNLIT


Dönsku hjónin Karen og Peter eiga þetta fallega hús. Þau létu byggja það og er innblásturinn fengu þau af gamalli hlöðu sem þau eitt sinn sáu. Húsið er stórt, hátt til lofts og einstaklega bjart og skemmtilegt. Innlitið birtist í Bolig Magasinet og myndirnar tók Magnus Klitten.

Dökkt í fáum fermetrum


Innlitið sem ég færi ykkur í dag er lítið og krúttlegt, það er frábrugðið öllum hinum sænsku innlitunum þar sem veggirnir eru dökkir allan hringinn.

Heimili tískubloggara


Christina er 26 ára tískubloggari með mikinn áhuga á innanhúshönnun. Hún á virkilega fallegt heimili sem hún deilir reglulega með lesendum sínum. Ég hef verið aðdáandi hennar lengi og mæli ég með henni. Hérna er sýnishorn af heimilinu hennar.

Fallegt í 5m lofthæð


Ég rakst á þessa litlu krúttlegu íbúð á vafri mínu og féll strax fyrir henni. En ef lofthæðin væri bara standard há þá væri þetta innlit ekki eins aðlaðandi. Lofthæðin undirstrikar allt sem er fallegt þarna inni, sjáið bara þennan bókahilluvegg! 

Stílisti Bolig Magasinet býr hér


Það er enginn furða að hér búi stílisti enda allt ótrúlega smart, vel raðað og samsetningar lita og húsganga til fyrirmyndar.

HEIMA - Íslensk loðgæra


Ég fékk þessa fallegu hvítu loðgæru að gjöf frá Gestastofu Sútarans sem er sútunarverksmiðja staðsett á Sauðárkróki. Loðskinn hf. er dótturfyrirtæki þess og sérhæfir sig í framleiðslu skrautskinna úr íslenskum lambagærum, en sérstaða þeirra er tvíþætt.. óvenju löng hár og fjölbreytni í náttúrulegum litum. 

sænskur draumur


Þið afsakið bloggleysið. Ég er loksins sest aftur fyrir framan tölvuna að blogga eftir 10 daga dvöl í Eyjum í faðmi fjölskyldunnar. Það var ótrúlega ljúft að fara í smá mömmu/tengdamömmu dekur og leyfa fjölskyldu og vinum aðeins að knúsast í peyjanum. Ég ákvað það áður en ég fór að skilja tölvuna mína eftir og fara bara í smá frí... ég verð að viðurkenna það að það var mjög svo ljúft. Maður verður gjörsamlega húkt á þessum samfélagsmiðlum og það er bara meira en nóg að fylgjast með þeim í símanum og taka þátt þar. En ég ætla að reyna að koma sterk til baka og verða öflugari að skrifa. 

DETAILS @ HOME


Ég breyti reglulega til á Ikea lack hillunni minni inni í stofu. Ég er mjög sátt með uppsetninguna eins og er og langaði til þess að deila með ykkur.

_____________________________________

shades of grey


Innlitið að þessu sinni er fallegt heimili í Köpen. 

10 grá & kósý svefnherbergi


Það er sko aldeilis sunnudagur til sælu og hið fullkomna veður hér í borginni til að viðra sængurnar og fara að sofa með hreinar og ferskar sængur. Það þarf ekki meira til að gleðja mann en að fara að sofa með hreint á rúminu, mmm svo notó. 

Spínat og ostafyllt cannelloni


Frábær uppskrift af fylltu cannelloni með spínati, kotasælu og parmesan. Þetta er ekki eins flókið og lítur út fyrir að vera og er mjög fljótlega gert.

Fermingargjafir handa henni


Þessi færsla er ekki kostuð. Hér er að finna nokkrar hugmyndir af fermingargjöf handa henni sem hægt er að nálgast í verslunum hér á landi. 

NÝTT Á HEIMILIÐ


Ég fékk þetta fallega plakat að gjöf frá íslensku vefversluninni www.tinytresor.com.
Plakatið valdi ég sjálf úr hópi margra fallegra mynda sem í boði eru. Hægt er að skoða úrvalið hér.
Myndirnar eru eftir sænska ljósmyndarann, Dan Isaac Wallin. Hann tekur myndirnar á útrunnar Polaroid filmur sem gerir myndirnar hráar, dulrænar og einstakar að mínu mati. 

Ég varð strax yfir mig hrifin af myndunum þegar þau höfðu samband við mig og átti erfitt með að velja úr.
Það var samt eitthvað við þessa sem heillaði mig, hún er dimm og drungaleg sem passar vel inn á heimilið. 

Má bjóða þér vínglös frá Frederik Bagger?


Í samstarfi við NORR11 ætla ég að gefa þremur heppnum lesendum rauðvíns-, hvítvíns- eða kampavínsglös frá Frederik Bagger.

Arkitekt í 37 fermetrum


Þessi fallega íbúð í Kaupmannahöfn er aðeins 37 fermetrar. Útsjónarsemin er uppá tíu hjá þessu pari sem þarna býr.

Gervi Orkedía fyrir heimilið


Ég uppgvötaði þetta gerviblóm í IKEA ferð um daginn mér til mikillar ánægju. Ég hef verið með blómastanda frá Ferm Living í yfir ár núna og verið að rembast við að halda orkedíum á lífi í þeim allan þann tíma. Fyrir utan það hversu óttarlega ógræna fingur ég hef þá er ég oft á flakki og þær áttu það til að deyja ótímabærum dauða greyin. Eftir að hafa þurft að losa mig við og sóað heldur of mörgum af þessum fallegu blómum eru þessi komin til að vera og eru alltaf jafn fersk. Svo finnst mér þau líka ótrúlega raunveruleg svona miðað við.