Fréttir

Heimaskrifstofan & Daily Fiction


Ég sagði ykkur frá heimsókn minni til Normann Copenhagen núna í maí hérna. Þessi skemmtilega og nytsamlega vörulína verður fáanleg í  EPAL á næstu dögum.

WINDOW WALL


Glugga veggur er virkilega sniðug lausn, þú stúkar rýmið af en heldur birtunni og setur nýja yfirsýn á rýmið.

Nagla-Barinn


Innlitið frá mér að þessu sinni er Naglastofa sem ég rakst á á vafri mínu rétt í þessu. 

Óskavörur í herbergið hans Nóels


Þessi listi sko! Ég sagði við kæró í gærkvöldi að ég ætlaði að "henda" í eitt blogg, en neinei um leið og ég var byrjuð að skoða íslensku vefverslanirnar þá var enginn stoppari á mér.      - Þessi færsla er ekki kostuð. 

EINFALT & STÍLHREINT


Stundum getur verið einfalt en samt svo flókið að finna fyrirsögn á innlit. Einfalt & stílhreint á við um svo margt og þar á meðal þessa íbúð, hef notað þessa fyrirsögn áður og mun pottþétt gera það aftur. Ég heillaðist af heimaskrifstofunni og ganginum í þessari íbúð, fallegir litir á veggjum bæði í svefnherbeginu og ganginum. Þessi íbúð er mjög skandinavísk og einföld en samt svo falleg og sjarmerandi, svo leynast líka alltaf einhverjar hugmyndir í öllum innlitum.

Nýjustu langanir


Við lestur allra tímarita, blogga og blaða verður til þess að maður er alltaf með innblástur til að vera færa, breyta og langa í nýja hluti, sem maður lætur sig nær í öllum tilvikum dreyma um.

HEIMA


Ég er ekki mikið að birta myndir heiman frá mér hér á blogginu. En ég geri það reglulega á instagram fyrir áhugasama @sarasjofn

Heillandi bókahillur


Einn daginn í nánari framtíð í stóra húsinu mínu (dream'in big) ætla ég að hanna fallega built-in bókahillu þar sem bókum og munum verður display-að á fallegan máta. Ég les lítið sem ekki neitt en þetta fyrirkomulag heillar mig samt sem áður. Hver veit, kannski ýtir þetta undir að maður lesi meira!? Sem verður klárlega mín afsökun til að fá þessu framgengt í stóra og fallega húsinu mínu sem ég mun hanna sjálf (hvernig er það.. er ekki alveg enn ókeypis að dreyma?). 

Light shades of gray


Ég færi ykkur sunnudagsinnlitið héðan úr Grímsnesi þar sem ég hef það náðugt upp í bústað með fjölskyldunni. Ég viðurkenni það að það hefði verið ó svo ljúft að fá að sofa út en litla mannlega vekjaraklukkan mín (Nóel) gefur ekki leyfi fyrir því. 

NORMANN COPENHAGEN - HEIMSÓKN


Ég og Marta Rún skelltum okkur til Kaupmannahafnar um daginn í helgarferð, aðalega til að njóta og hafa gaman. Við nýttum samt sem áður á föstudaginn vel og fórum í heimsókn í höfuðstöðvar Normann Copenhagen og fengum kynningu á nýju smávöru línunni þeirra sem ber yfirskriftina Daily fiction en í þeirri línu eru yfir 200 smávörur. Vörurnar eru allar consept sem mundi sóma sér vel við hvaða skrifborð, vinnustað, heimaskriftofu, náttborð eða hvað eina annað. Smáatriðin leyna sér ekki í hverri einustu vöru sem gerir þetta allt saman mjög sjarmerandi.

Mest notuðu hlutirnir í eldhúsinu hjá Mörtu


Í þessari færslu ætla ég að telja upp þá hluti sem ég nota hvað mest í eldhúsinu mínu og upplýsingar um hvar hægt sé að kaupa þá.

Vinningshafi SEIMEI


Hver hlýtur körfu að eigin vali? 

Svona skreyti ég barinn minn heima


Þessi færsla er ekki kostuð. GIN barinn minn fékk smá upplyftingu á dögunum. Ég fékk Mörtu vinkonu til að hjálpa mér með hann, við héldum einmitt gin kvöld um daginn sem heppnaðist svona líka vel að við erum orðnar rosalegir gin perrar.

Björt, falleg & dass af Glamúr


Ég rataði á þessa fallegu íbúð á pinterest vafri, hvert horn heillaði mig í þessari íbúð. Íbúðin er afar björt og stílhrein, en samt svo hlýleg og persónuleg. Það er ekki oft sem ég birti innlit og langar hreinlega að búa í íbúðinni sjálf, þar sem ég er afar ánægð með mitt heimili, þetta er hinsvegar eitt af þeim.

STELDU STÍLNUM - INNLIT


Dönsku hjónin Karen og Peter eiga þetta fallega hús. Þau létu byggja það og er innblásturinn fengu þau af gamalli hlöðu sem þau eitt sinn sáu. Húsið er stórt, hátt til lofts og einstaklega bjart og skemmtilegt. Innlitið birtist í Bolig Magasinet og myndirnar tók Magnus Klitten.

Dökkt í fáum fermetrum


Innlitið sem ég færi ykkur í dag er lítið og krúttlegt, það er frábrugðið öllum hinum sænsku innlitunum þar sem veggirnir eru dökkir allan hringinn.

Heimili tískubloggara


Christina er 26 ára tískubloggari með mikinn áhuga á innanhúshönnun. Hún á virkilega fallegt heimili sem hún deilir reglulega með lesendum sínum. Ég hef verið aðdáandi hennar lengi og mæli ég með henni. Hérna er sýnishorn af heimilinu hennar.

Fallegt í 5m lofthæð


Ég rakst á þessa litlu krúttlegu íbúð á vafri mínu og féll strax fyrir henni. En ef lofthæðin væri bara standard há þá væri þetta innlit ekki eins aðlaðandi. Lofthæðin undirstrikar allt sem er fallegt þarna inni, sjáið bara þennan bókahilluvegg! 

Stílisti Bolig Magasinet býr hér


Það er enginn furða að hér búi stílisti enda allt ótrúlega smart, vel raðað og samsetningar lita og húsganga til fyrirmyndar.