Fréttir

HEIMA - Íslensk loðgæra


Ég fékk þessa fallegu hvítu loðgæru að gjöf frá Gestastofu Sútarans sem er sútunarverksmiðja staðsett á Sauðárkróki. Loðskinn hf. er dótturfyrirtæki þess og sérhæfir sig í framleiðslu skrautskinna úr íslenskum lambagærum, en sérstaða þeirra er tvíþætt.. óvenju löng hár og fjölbreytni í náttúrulegum litum. 

sænskur draumur


Þið afsakið bloggleysið. Ég er loksins sest aftur fyrir framan tölvuna að blogga eftir 10 daga dvöl í Eyjum í faðmi fjölskyldunnar. Það var ótrúlega ljúft að fara í smá mömmu/tengdamömmu dekur og leyfa fjölskyldu og vinum aðeins að knúsast í peyjanum. Ég ákvað það áður en ég fór að skilja tölvuna mína eftir og fara bara í smá frí... ég verð að viðurkenna það að það var mjög svo ljúft. Maður verður gjörsamlega húkt á þessum samfélagsmiðlum og það er bara meira en nóg að fylgjast með þeim í símanum og taka þátt þar. En ég ætla að reyna að koma sterk til baka og verða öflugari að skrifa. 

DETAILS @ HOME


Ég breyti reglulega til á Ikea lack hillunni minni inni í stofu. Ég er mjög sátt með uppsetninguna eins og er og langaði til þess að deila með ykkur.

_____________________________________

shades of grey


Innlitið að þessu sinni er fallegt heimili í Köpen. 

10 grá & kósý svefnherbergi


Það er sko aldeilis sunnudagur til sælu og hið fullkomna veður hér í borginni til að viðra sængurnar og fara að sofa með hreinar og ferskar sængur. Það þarf ekki meira til að gleðja mann en að fara að sofa með hreint á rúminu, mmm svo notó. 

Spínat og ostafyllt cannelloni


Frábær uppskrift af fylltu cannelloni með spínati, kotasælu og parmesan. Þetta er ekki eins flókið og lítur út fyrir að vera og er mjög fljótlega gert.

Fermingargjafir handa henni


Þessi færsla er ekki kostuð. Hér er að finna nokkrar hugmyndir af fermingargjöf handa henni sem hægt er að nálgast í verslunum hér á landi. 

NÝTT Á HEIMILIÐ


Ég fékk þetta fallega plakat að gjöf frá íslensku vefversluninni www.tinytresor.com.
Plakatið valdi ég sjálf úr hópi margra fallegra mynda sem í boði eru. Hægt er að skoða úrvalið hér.
Myndirnar eru eftir sænska ljósmyndarann, Dan Isaac Wallin. Hann tekur myndirnar á útrunnar Polaroid filmur sem gerir myndirnar hráar, dulrænar og einstakar að mínu mati. 

Ég varð strax yfir mig hrifin af myndunum þegar þau höfðu samband við mig og átti erfitt með að velja úr.
Það var samt eitthvað við þessa sem heillaði mig, hún er dimm og drungaleg sem passar vel inn á heimilið. 

Má bjóða þér vínglös frá Frederik Bagger?


Í samstarfi við NORR11 ætla ég að gefa þremur heppnum lesendum rauðvíns-, hvítvíns- eða kampavínsglös frá Frederik Bagger.

Arkitekt í 37 fermetrum


Þessi fallega íbúð í Kaupmannahöfn er aðeins 37 fermetrar. Útsjónarsemin er uppá tíu hjá þessu pari sem þarna býr.

Gervi Orkedía fyrir heimilið


Ég uppgvötaði þetta gerviblóm í IKEA ferð um daginn mér til mikillar ánægju. Ég hef verið með blómastanda frá Ferm Living í yfir ár núna og verið að rembast við að halda orkedíum á lífi í þeim allan þann tíma. Fyrir utan það hversu óttarlega ógræna fingur ég hef þá er ég oft á flakki og þær áttu það til að deyja ótímabærum dauða greyin. Eftir að hafa þurft að losa mig við og sóað heldur of mörgum af þessum fallegu blómum eru þessi komin til að vera og eru alltaf jafn fersk. Svo finnst mér þau líka ótrúlega raunveruleg svona miðað við. 

HEIMA


Ef þið viljið fylgjast með mér á Instagram - @sarasjofn. En þar birti ég reglulega myndir af mínu heimili.

OFFICE makeover


Ashley Tisdale fyrrum High School Musical stjarna var á dögunum að koma nýrri skrifstofu upp. Í dag er hún lífsstílsbloggari og heldur úti síðunni thehautemess.com, og er skrifstofan í takt við hana.

smá H E I M A


Ég mun koma til með að gefa ykkur smá sneak peek af heimilinu mínu. Ég hef oft verið beðin um það að gefa ykkur smá innlit en hef alltaf eitthvað hikað við það. Ætli ástæðan fyrir því sé ekki bara sú að ég vildi skila þessu ágætlega frá mér hér með ágætis myndum í staðin fyrir filteraðar myndir sem ég er kannski meira að vinna með á Instagram. 

Heimili með karakter


Þetta virkilega sjarmerandi heimili er persónulegt, hefur margar góðar lita samsetningar og sniðugur lausnir.

Penthouse draumur


Marta Rún vinkona benti mér á þetta innlit sem er sannkallaður draumur. Íbúðin er staðsett í hjarta Stokkhólms og ber sjarmann sinn á því að vera fallega & persónulega stíliseruð.

Psst.. þessi íbúð er til sölu - Er ekki annars ókeypis að dreyma?

9 plöntur sem geta lifað í dimmum skotum


Ég er algjör plöntubani, mér tókst meiri segja að drepa Orkedíuna mína núna um daginn. Það á víst að reynast erfitt því þær eiga ekki að þurfa neitt brjálaðslega mikið sólarljós. 

Franskt innlit


Svo fallegur dagur í dag hérna í borginni... Sólin lét sjá sig og í fyrsta skipti heyrði ég í fuglasöngi en ekki í umferðinni í hlustunartækinu. Ég hálf öfundaði barnið að vera sofandi út í vagni.  

Myndataka fyrir SEIMEI


Vinkona mín spurði mig hvort ég gæti tekið nokkrar myndir af allskonar bökkum fyrir vefverslunina Seimei.
Ég ákvað þá að kaupa eina rauðvín og nokkra osta fyrir myndatökuna og auðvitað til að gæða okkur á eftir hana.

Literal Streetart - Hannaðu þitt eigið kort


Ég hef lengi haft áhuga á að fá mér borgarkort. Ég fann það sem hentaði mér á heimasíðunni Literal Steetart þar sem ég gat búið til mína eigin götulist. Sjarmerandi fannst mér að það sé mögulega enginn með nákvæmlega eins kort og ég,  því það er hægt að ákveða fjarlægðina á kortinu.