Fréttir

Franskt innlit


Svo fallegur dagur í dag hérna í borginni... Sólin lét sjá sig og í fyrsta skipti heyrði ég í fuglasöngi en ekki í umferðinni í hlustunartækinu. Ég hálf öfundaði barnið að vera sofandi út í vagni.  

Myndataka fyrir SEIMEI


Vinkona mín spurði mig hvort ég gæti tekið nokkrar myndir af allskonar bökkum fyrir vefverslunina Seimei.
Ég ákvað þá að kaupa eina rauðvín og nokkra osta fyrir myndatökuna og auðvitað til að gæða okkur á eftir hana.

Literal Streetart - Hannaðu þitt eigið kort


Ég hef lengi haft áhuga á að fá mér borgarkort. Ég fann það sem hentaði mér á heimasíðunni Literal Steetart þar sem ég gat búið til mína eigin götulist. Sjarmerandi fannst mér að það sé mögulega enginn með nákvæmlega eins kort og ég,  því það er hægt að ákveða fjarlægðina á kortinu.

INNLIT - sænskt & hlýlegt


Þegar gamalt og nýtt kemur saman þá verður útkoman afar falleg & persónuleg eins og má sjá á þessu heimili. 

Fullkomin herragjöf


Þessi gjöf ætti klárlega að slá í gegn á bóndadaginn eða sem gjöf fyrir herrann hvenær sem er.

BLUE VELVET - TREND


Velvet er efni sem vert er að veita athygli núna. Ég er alltaf að sjá bláa sófa úr þessu efni og er orðin heilluð.

BORÐSTOFU DRAUMUR


Allt frá stafaparketinu á gólfinu, myndaveggurinn, gólflampinn og borðstofusettið...

INNLIT - GRÁTT&HVÍTT


Enn einn sænski draumurinn. Eldhúsið og gluggarnir í þessu húsi heilluðu mig...

DIY - IKEA borði breytt í bekk


Í þessum einföldu skrefum getur þú breytt Vittsjö innskotsborðum í bólstraðan bekk eins og má sjá á mynd.

ÁRIÐ ER 1908 - INNLIT


Það er greinilega eitthvað í sænska blóðinu, því ég veit ekki hvað ég er búin að birta mikið af innlitum og öðru þaðan. Í þessu fallega húsi í Malmö býr Malina ásamt sinni fjölskyldu, með STÍL. Ég elska að skoða innlit þar sem persónuleiki fjölskyldunnar skín í gegn.

UPPÁHALDS HEIMA


 Ég er mjög hrifin af einsökum og fallegum mublum með sál og sögu.
Kannski er ég bara svona gamaldags en ég er með svipað sjónarmið þegar kemur að tísku - elska einstakar vintage flíkur!

Moroccan Pouf


Ég hef oft rekist á svona "pullur" á Pinterest og núna nýlega var opnuð æðisleg vefverslun sem selur svona pullur ásamt mörgu öðru.

12 dökk baðherbergi


Dökkir veggir, heitt froðubað, ilmolía, kertaljós, rigningarhljóð og Nora Jones á fóninn. Andrúmsloftið og fýlingurinn er kominn, núna þarftu bara innblástur í að skapa rýmið og hér er hann í 12 myndum. 

Heimaskrifstofa full af glamúr


Mikið er ég hrifin af þeirri hugmynd að hafa fallega vinnuaðstöðu og ég hef fulla trú á því að umhverfið breytir sköpun þegar kemur að vinnuálagi og stressi. Ef ég ætti svona fallega aðstöðu til þess að vinna og blogga þá væri ég bloggandi allan daginn, ég sæti með krúttlegan kaffibolla og fletti tímaritum í leit að einhverju nýju, nýjum innblæstri. Ég meina, hver væri ekki til í vinnuumhverfi með arin og minibar?! Ef ég ætti svona aðstöðu þá væri allt fabjúlus&gordjöss sem myndi fara þarna fram og það væri bannað að sitja þarna í náttfötunum með skítugt hár.

Fatahönnuður í Svíðþjóð


Malina býr á þessu fallega heimili ásamt Ricard sambýlismanni sínum og syni þeirra Totti sem er tveggja ára. Malin er fatahönnuður og búa þau í Stokkhólmi.

Dagatal fyrir 2016 - FRÍTT


Sara Woodrow er hönnuður frá Svíþjóð sem gerði dagatal sem þú getir verð með prentað á vegg hjá þér.

GAMLÁRSPARTÝ


Glimmer, blöðrur, kampavín, grímur og glitrandi..... Gamlárskvöld eru töfrandi.

ELLEFU INNLIT FRÁ 2015


Hérnu eru ellefu af þeim innlitum sem ég birti á árinu. Þú getur skoðað innlitin með því að ýta á textan undir myndunum.

4 DAGAR TIL JÓLA


Tíminn  líður hratt og jólin að koma. Ég tel því upplagt að dæla í ykkur innblæstri fyrir komandi tíma.