Fréttir

Grá kápa


Ég er lítill lasarus, föst heima undir teppi með kertaljós - þá er ekkert annað í stöðunni en að blogga örlítið og láta sig dreyma um eitthvað fallegt. Að þessu sinni er ég á höttunum eftir hinni fullkomnu gráu kápu sem ég hef ekki enn fundið en er eitthvað í líkingu við þessar...

Hugmyndir að jólaklæðnaði


Ég ætla að vera að dugleg að deila með ykkur hugmyndum af ,,outfittum" sem eru flott yfir hátíðarnar. Ég rakst á þessar myndir á Zara.com rétt í þessu og fannst þær ótrúlega flottar. 

Stórir treflar


Mér finnst alltaf jafn flott að vefja stórum trefli utan um sig og það er sérstaklega mikil þörf á því núna þar sem það er orðið frekar kalt! Ég safnaði saman nokkrum myndum af fallegum treflum og hugmyndum um hvernig má klæða þá. 

Annar vinningshafi í aðventugjafaleik Level


Þá er komið að öðrum vinningshafa í aðventugjafaleik Level og Femme. 

Mánaðamót


Eru þau ekki alltaf gleðileg? Allavega í mínum bókum eru þau ávallt velkomin, sérstaklega þegar genginn er í garð minn uppáhalds mánuður. 

NTC opnar vefverslun


NTC.is opnaði í morgun og mun nú bjóða viðskiptavinum upp á það að versla á netinu. Vefverslun á Íslandi er vaxandi og finnst mér þetta góð viðbót, enda er vöruúrvalið ekki af verri endanum.

Fyrsti vinningshafi í aðventugjafaleik Level


Þá hef ég dregið út fyrsta vinningshafann í gjafaleik Femme & Level....

Glitter samfestingur


Okkur Femme stúlkum var boðið í jólaboð Bestseller núna í vikunni ásamt flottum öðrum bloggurum og fjölmiðlum. Boðið átti sér stað á 20. hæð í Turninum og var vægast sagt glæsilegt á allan máta. Þar var boðið upp á alls konar kræsingar og veitingar ásamt góðum leynigesti sem fékk liðið til að skella upp úr. 

AÐVENTUGJAFALEIKUR LEVEL & FEMME


Þá er komið að aðventugjafaleiknum í samstarfi við Level. Ég mun draga út heppinn vinningshafa hvern aðventudag fram að jólum. 

Jólagjafalistinn minn.


Við ákváðum allar stelpurnar að búa til jólagjafalista til að gefa fólki hugmyndir af jólagjöfum.
Listarnir koma örugglega skemmtilega út og verða ólíkir en vonandi gagnast jafnframt einhverjum vel.

Jólaklippingin


Núna þarf maður að fara að huga að því að panta sér tíma í allskonar lagfæringar fyrir jól. Það er alveg kominn tími á að sjæna upp á hárið á mér og jafnvel taka eitthvað ágætlega af því. 

Mánudagur


Skelli inn einni mynd frá því í dag, þó hún sé kannski ekki í bestu gæðunum. 

Laugardags


Ég klikkaði alveg á því að hafa myndavélina á lofti og smella nokkrum frá æðislegu kvöldi sem við vinnustaðurinn áttum saman á jólahlaðborði Vox - sem fær btw fullt hús stiga! Svo að myndir af múnderingunni verður að duga núna. 

Almond neglur


Ég er að fara á jólahlaðborð með vinnunni í kvöld á Vox sem ég er búin að hlakka til lengi. Hvað er skemmtilegra en að klæða sig upp, setja á sig varalit, fara í hæla, borða góðan mat og hlægja með skemmtilegum vinnufélögum í öðru umhverfi? Lítið annað held ég, þetta kvöld lofar svo ótrúlega góðu. Ég veit að maður á ekki að fara með of miklar væntingar inn í svona kvöld því maður jinxar það alltaf en ég bara get ekki tamið mig og ég trúi því ekki að þetta gæti klikkað.

Pallíettur


Ég er mikið jólabarn og reyni helst að finna mér einhver tilefni til þess að klæða mig upp í kringum jólin. Þessi tími er skemmtilegur í búðum en nú fara að detta inn þessi svokölluðu ,,partýföt" sem maður getur notað mikið í kringum hátíðarnar.

Frábær tilboð í Level annað kvöld!


Á morgun miðvikudaginn 19.nóvember verður partý í Level í Mosfellsbæ frá kl.18-20 og þér er boðið! Level er með fulla búð af nýjum vörum og verður boðið upp á léttar veitingar og frábæran afslátt. Allar vörur í Level verða á 20% afslætti annað kvöld! 

Kjóll frá Filippa K


Er svo hrifin af þessum kjól frá Filippa K, sem ég sá á Instagram GK Reykjavík í morgun. Hann yrði hinn fullkomni jólakjóll!

Gjafaleikur ZARA


Ég í samstarfi við ZARA ætla að gefa þessa:

Lokaverkefni RFA


Unnið með Ellen Lofts

Helgin mín


Þá er ég komin aftur og London og var svo heppin að fá bestu vinkonu mína í heimsókn yfir helgina. Hún er orðin ansi vön að heimsækja mig og hafa dagarnir því verið rólegir og notalegir hjá okkur. Við kíktum hins vegar aðeins í búðir, og í Zöru fann ég bestu flík heimsins, sem mun vera þessi svarti samfestingur. Auðvelt er að klæða hann upp og niður og ég tala nú ekki um þægindin! Alltaf finn ég eitthvað í þessari blessuðu búð.