Fréttir

Samfestingur


Ég á þó nokkra samfestinga inn í skáp og ég er langt frá því að vera komin með leið. Mér finnst þeir algjör snilld því maður er nánast tilbúinn á núll-einni, hoppar bara í skó og jakka og tilbúinn! Einnig er auðvelt að klæða þá upp og niður, ég nota mína fínt, þegar ég fer út að skemmta mér og bara dags-daglega í Converse!

Kápuveður


Það er aldeilis farið að vera haustlegt úti. Persónulega þykir mér það bara gaman, en það þýðir þykkar peysur, kápur, treflar og kertaljós. 

Gærkvöldið


Skellti mér í eitthvað áður en við fórum niður í bæ í gærkvöldi að fá okkur að borða. Eldsmiðjan á Bragagötu varð fyrir valinu eins og svo oft áður, en pítsurnar þar eru okkar uppáhalds. 

Bara tímabundið


Tímabundin tattoo eru ansi sniðug fyrir okkur sem þorum ekki alveg að fara alla leið. Ég rakst á þennan flotta myndaþátt og finnst staðsetning húðflúranna mjög flott. En sumt er bara flott á myndum og ég veit ekki hvernig það myndi koma út að vera með svona yfir ennið dagsdaglega. Kannski við mjög sérstök tilefni...

Rölt um markaðinn


Þessar myndir voru teknar fyrir svolitlu síðan en ég ákvað samt að setja þær hér inn, sérstaklega því við Reykvíkingar höfum verið mjög heppin með veður síðustu daga. 

Brúnkukrem


Þar sem þetta sumar er ekkert að gefa, er þetta ágætis lausn

H&M Studio haust/vetur 2014


Herferð Studio línu H&M fyrir næsta vetur kom út á dögunum. Hér eru nokkrar myndir. 

Nýtt í safnið


Ég lagði kaup á þessa nýju flík í gær, ég er mjög svo ánægð með hana og gat hreinlega ekki sleppt því að koma með hana heim.. það er ótrúlegt hvað ný föt geta glatt mann. Þessa létta kápu fékk ég í ZARA og ég trúi ekki öðru nema að hún eigi eftir að koma að góðum notum, fullkomin trench coat fyrir öll tilefni! Ég hreinlega elska kápur & létta jakka og það má segja að ég safni þeim.. það er alltaf tilefni að skella sér í fallega yfirhöfn - töff buxur og falleg yfirhöfn er combó sem getur ekki klikkað.

Kápur og skór eru minn veikleiki og þetta eru flíkur sem ég fann einnig í Zara sem eiga líklega eftir að fylgja mér heim á næstu dögum.

Olsen systur hanna brúðarkjól


Þetta snýst ekki beint um verslunarmannahelgina en mig langaði samt að deila þessum fallegu myndum með ykkur. Systurnar Mary-Kate og Ashley Olsen eru hönnuðir merkisins The Row, en þær hönnuðu brúðarkjól í fyrir góða vinkonu sína, Mary Fishkin. 

Helgin


Frábær helgi að baki. Við vinkonurnar héldum okkar árlegu árshátíð á laugardaginn og dagurinn var vel heppnaður í alla staði. Ekki skemmdi fyrir hvað veðrið var yndislegt! Það er mikilvægt að eiga góðar vinkonur og mér finnst ég vera sérstaklega heppin með mínar.

Vertu flott á Þjóðhátíð


Ég persónulega fer ekki beint í appelsínugula 66° eða neongula gallan undir lopapeysuna á Þjóðhátíð. Heldur finnst mér gaman að vera smart en aðalatriðið er að vera hlýtt og það er alveg hægt að gera það tvennt í einu. 

GJAFALEIKUR: Daniel Wellington


Daniel Wellington úrin þarf vart að kynna, en þau hafa náð ansi miklum vinsældum á stuttum tíma. Úrin eru mjög klassísk í útliti og snilldin við þau er að auðvelt er að skipta um ól og gjörbreyta þá útliti úrsins. 

Kynning á Y.A.S og Y.A.S Sport


Okkur var boðið í frábæran morgunverð í gær á Nauthól, en þar fór fram kynning á nýrri línu Y.A.S og Y.A.S Sport. Línurnar verða báðar fáanlegar á morgun, fimmtudag, í nýrri búð Vero Moda í Kringlunni. 

Hvítt á hvítu


Heitasti dagur ársins var í gær og reyndi ég einhvernveginn að klæða mig eftir því.

Myndaþáttur í NUDE Magazine


Gamall myndaþáttur sem við Helgi Ómars gerðum

Helgarblaðið


Smá umfjöllun um mig og klæðaburð minn í Tísku liðnum í Sunnudagsmogganum. 

Laugardagur


Ég væri nú alveg til í að vera í þessum galla núna, sumarlegur og flottur. 

Gráa London


Sólin lét ekki sjá mikið af sér í dag og borgin því ansi grá. Hitastigið er samt ennþá fínt!

Bloggari - Aimee Song


Aimee Song er innanhúsarkitekt og tískubloggari sem heldur úti hrikalega skemmtilegu bloggi  - Song of Style. 

Converse


Ég verð að segja að ég hef aldrei dottið inn í Nike, eða íþróttatískuna miklu, eins mikið og mér finnst hún flott á öðrum. Ég hef bara haldið mig við gömlu góðu Converse.