Fréttir

Tískuþáttur


Modern tískuþáttur

Hlý fyrir veturinn


Mér er alltaf kalt, þannig á veturna hreinlega elska ég hlýjar, kósí og stórar peysur. Þessi passar vel inn í þann flokk og fékk þess vegna að koma með mér heim úr Smáralind um daginn. 

Alexander Wang fyrir H&M


Við höfum séð myndir frá línunni áður og lookbook samstarfsins á milli Alexander Wang og H&M. Í morgun komu síðan myndir og verð á vörunum inn á heimasíðu H&M. Ég ætla ekki að deila með ykkur öllum vörunum eða myndir frá línunni, heldur setti ég saman nokkra hluti sem ég væri til í, og ef ég á að vera hreinskilin þá voru þeir nú ekki margir. 

House of Hackney


Ef þig langar í t.d. kjól, stílabók, lampa og handklæði allt í sama mynstrinu þá er þetta merkið fyrir þig. House of Hackney var stofnað í Hackney í London árið 2010 af hjónunum Javvy M Role og Frieda Gormley. Þó að ég eigi nú ekkert úr merkinu (ennþá) þá er það eitt af mínum uppáhalds og alltaf gaman að fara í búðina að skoða. Maður sér ekki svona á hverjum degi og mér finnst hjónin miklir snillingar í sínu. 

Hlutir sem fylgdu mér heim


Þessir hlutir fengu loksins að fylgja mér heim eftir að hafa verið á óskalistanum lengi. 

Óvart allar yfirhafnirnar


Úps, ég skammast mín smá. 

Portrait verkefni


brjálað að gera 

Mary Katrantzou fyrir Adidas


Myndum frá línu Mary Katrantzou fyrir Adidas hefur verið deilt á netið og um er að ræða ansi litaglatt samstarf. Adidas birti myndirnar í morgun, en línan kemur í búðir 15. nóvember nk. 

True Romance í Porter Magazine


Ég varð reyndar hrifnari af bakgrunninum og litunum í þessum myndum heldur en fötunum sjálfum, þó að þau séu falleg líka. Porter Magazine er eitt af mínum uppáhalds tískublöðum og ég get skoðað hvert blað aftur og aftur. Mér finnst ég gera betri kaup í Porter heldur en t.d. Vogue, sem er oft skemmtilegt en alltaf svo stútfullt af auglýsingum að stundum er eins og maður hafi heitt u.þ.b. 2000 krónum í að skoða auglýsingar. 

En ég mæli eindregið með Porter,  held að það sé tiltölulega ný byrjað að fást hér á landi. Þessi myndaþáttur birtist í nýjasta tölublaði Porter, fyrir veturinn 2014. Um að gera að horfa á eitthvað fallegt á svona frekar gráum sunnudegi. 

Það er orðið kalt


Mér finnst alltaf svo gaman þegar veturinn kemur og maður getur farið að klæða sig fyrir alvöru! Þessar myndir eru nú reyndar ekki alveg glænýjar (ég er ekki alveg orðin svona verulega hvít) en ég ákvað að birta þær samt. 

Iris Apfel fyrir & Other Stories


Ég rakst á þessar skemmtilegu myndir á heimasíðu &Other Stories og vildi deila þeim með ykkur. Iris Apfel er alltaf jafn fyndin finnst mér og þorir að fara sínar eigin leiðir. 

Dimmblá


Ég hélt að mitt klúta - og treflaæði myndi fjara út einhvern tímann en það hefur ekki enn gerst, því notagildið er endalaust. Þessi klútur finnst mér æðislegur, litirnir eru fallegir í honum þannig maður fær ekki fljótt leið á honum og svo er hann líka mjög mjúkur, sem er alltaf kostur.

Október


Það fer ekki á milli mála að haustið sé komið, rigningin og rokið. Það er samt alltaf frekar kósí finnst mér. Við ættum nú að kunna að klæða þetta af okkur!

Jean Paul Gaultier fyrir Lindex


Ég fékk að kíkja á showroom Jean Paul Gaultier fyrir Lindex í morgun, ég hef séð nokkrar myndir frá línunni en það var gaman að geta séð og snert fötin aðeins.

Hattar


Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifin af fallegum höttum og mér finnst þeir geta gert rosalega mikið fyrir annars einföld outfit. Mér finnst einstaklega fallegt að vera með þá um haust/vetur og í fallegri kápu eða prjónapeysu við. Auðvitað ef veður leyfir, en það hefði verið mjög erfitt að vera með hatt fyrripartinn í dag! Ég safnaði saman nokkrum höttum sem mér finnst fallegir. Mikilvægt er að velja hatt sem að fer þínu höfuðlagi vel og passa upp á gæðin - ég hef keypt mér drasl hatta og það eru algjör mistök. 

Equipment haustið 2014


Skyrtur eru í meirihluta í fataskápnum mínum, ég finn endalaus tilefni og notagildi í þeim. Ef einhverjar skyrtur eru flottar og virkilega góðar þá eru það Equipment, og ég vildi að ég ætti þær í öllum litum. Sniðið er tiltölulega einfalt og laust. Silkið í þeim er algjör snilld - ef þær eru krumpaðar þá þarf ekki nema að hengja þær upp í smá stund og það sléttist úr þeim. Nýjasta herferð þeirra fyrir veturinn finnst mér ótrúlega flott, og flott hvernig myndirnar eru flestar svarthvítar en mynstrin eru sýnd í lit. 

Christian Louboutin Naglalökk


Flestir kannast eflaust við heimsfræga skóhönnuðinn Christian Louboutin. Núna í lok ágúst kom út fyrsti hlutinn af bjútílínu hans, þessi undurfögru naglalökk. 

Dökkar varir


Ég kíkti aðeins út á lífið í gær. Ég enda oftast á að gera hár og makeup "eins" hjá mér í þau skipti sem ég set upp fulla grímu. Ég ákvað því að breyta aðeins til, flétta á mér hárið og skella á mig þessum fína dökka varalit. Ok ég fléttaði mig reyndar ekki sjálf. En það er önnur saga.