Fréttir

H&M Studio haust/vetur 2014


Herferð Studio línu H&M fyrir næsta vetur kom út á dögunum. Hér eru nokkrar myndir. 

Nýtt í safnið


Ég lagði kaup á þessa nýju flík í gær, ég er mjög svo ánægð með hana og gat hreinlega ekki sleppt því að koma með hana heim.. það er ótrúlegt hvað ný föt geta glatt mann. Þessa létta kápu fékk ég í ZARA og ég trúi ekki öðru nema að hún eigi eftir að koma að góðum notum, fullkomin trench coat fyrir öll tilefni! Ég hreinlega elska kápur & létta jakka og það má segja að ég safni þeim.. það er alltaf tilefni að skella sér í fallega yfirhöfn - töff buxur og falleg yfirhöfn er combó sem getur ekki klikkað.

Kápur og skór eru minn veikleiki og þetta eru flíkur sem ég fann einnig í Zara sem eiga líklega eftir að fylgja mér heim á næstu dögum.

Olsen systur hanna brúðarkjól


Þetta snýst ekki beint um verslunarmannahelgina en mig langaði samt að deila þessum fallegu myndum með ykkur. Systurnar Mary-Kate og Ashley Olsen eru hönnuðir merkisins The Row, en þær hönnuðu brúðarkjól í fyrir góða vinkonu sína, Mary Fishkin. 

Helgin


Frábær helgi að baki. Við vinkonurnar héldum okkar árlegu árshátíð á laugardaginn og dagurinn var vel heppnaður í alla staði. Ekki skemmdi fyrir hvað veðrið var yndislegt! Það er mikilvægt að eiga góðar vinkonur og mér finnst ég vera sérstaklega heppin með mínar.

Vertu flott á Þjóðhátíð


Ég persónulega fer ekki beint í appelsínugula 66° eða neongula gallan undir lopapeysuna á Þjóðhátíð. Heldur finnst mér gaman að vera smart en aðalatriðið er að vera hlýtt og það er alveg hægt að gera það tvennt í einu. 

GJAFALEIKUR: Daniel Wellington


Daniel Wellington úrin þarf vart að kynna, en þau hafa náð ansi miklum vinsældum á stuttum tíma. Úrin eru mjög klassísk í útliti og snilldin við þau er að auðvelt er að skipta um ól og gjörbreyta þá útliti úrsins. 

Kynning á Y.A.S og Y.A.S Sport


Okkur var boðið í frábæran morgunverð í gær á Nauthól, en þar fór fram kynning á nýrri línu Y.A.S og Y.A.S Sport. Línurnar verða báðar fáanlegar á morgun, fimmtudag, í nýrri búð Vero Moda í Kringlunni. 

Hvítt á hvítu


Heitasti dagur ársins var í gær og reyndi ég einhvernveginn að klæða mig eftir því.

Myndaþáttur í NUDE Magazine


Gamall myndaþáttur sem við Helgi Ómars gerðum

Helgarblaðið


Smá umfjöllun um mig og klæðaburð minn í Tísku liðnum í Sunnudagsmogganum. 

Laugardagur


Ég væri nú alveg til í að vera í þessum galla núna, sumarlegur og flottur. 

Gráa London


Sólin lét ekki sjá mikið af sér í dag og borgin því ansi grá. Hitastigið er samt ennþá fínt!

Bloggari - Aimee Song


Aimee Song er innanhúsarkitekt og tískubloggari sem heldur úti hrikalega skemmtilegu bloggi  - Song of Style. 

Converse


Ég verð að segja að ég hef aldrei dottið inn í Nike, eða íþróttatískuna miklu, eins mikið og mér finnst hún flott á öðrum. Ég hef bara haldið mig við gömlu góðu Converse.

Berleggja


Ég ætla ekki að kvarta undan veðrinu undanfarna daga, en það hefur verið eintóm sól og blíða. Suma daga hefur jafnvel verið of heitt fyrir buxur, eða síðar buxur. Ég er mjög ánægð með það, þar sem ég er ekki mikið fyrir kulda.

Mynstruð kápa


Ég er mikið fyrir síða jakka eða kápur og ég féll sérstaklega fyrir þessari því mér fannst mynstrið svo flott. 

Ana Teresa Barboza


Listamaðurinn Ana Teresa Barboza er frá Perú, en í verkunum sínum blandar hún saman teikningu, textíl og efnum. 

ZARA


Nýjar vörur þessa vikuna frá fallegu ZARA

Topshop Girlfriend gallabuxur


Mig hafði langað í þessar buxur frá Topshop í einhvern tíma áður en ég fékk mér þær. Ég verð að viðurkenna að ég þorði ekki alveg í fyrstu, allar gallabuxur sem ég á eru mun þrengri (meira skinny) en þessar, og ég hef aldrei átt svona snið áður. Eftir 20 ferðir í búðina ákvað ég að kannski væru þær ágætar á mér. Það er allavega fínt að breyta til. 

The Row Resort 2015


Olsen tvíburana, Mary-Kate og Ashley þarf vart að kynna, en þær eru meðal annars hönnuðir fatamerkisins The Row. Þær sýndu resort línuna sína á dögunum.