Fréttir

Fleiri myndir frá tískuvikunni


Eins og ég hef áður sagt þá finnst mér mjög skemmtilegt að fylgjast með fólkinu á tískuvikunni. Eins og er stendur tískuvikan í Mílanó yfir og fer síðan yfir til Parísar. Þessar myndir eru bæði frá London og Mílanó. 

Nýtt inn síðustu daga


Kaupæðið mitt heldur áfram.
Það er hræðilegt fyrir budduna mína að vera vinna á svona flottum stað þar sem ég sé nýjar & fallegar vörur nánast á hverjum degi og oftar en ekki fá þær að fylgja mér heim. 

Vinningshafi í Tribo Gjafaleiknum


Þá hef ég dregið út vinningshafann í gjafaleiknum með Tribo. 

ZARA á Instagram


ZARA er loksins komið með instagram aðgang þar sem þú getur fylgst með öllum nýju vörunum sem koma í hverri viku.
Ég mæli með að þú followir - xx

H&M Studio kjóll


Ég var búin að skrifa um vetrarlínu H&M hér og hvað ég var hrifin af nokkrum flíkum úr henni, og sérstaklega einum kjól. Þessi lína kom í búðir 4. september sl. 

Gjafaleikur : Tribo hálsmen


Elsa vinkona gerir einstaklega falleg hálsmen undir nafninu Tribo. Innblásturinn fékk Elsa frá afrískum ættbálkum en hálsmenin eru öll handunnin úr bómull og perlum frá Portúgal. Nafnið er því viðeigandi, en Tribo þýðir einmitt ættbálkur á portúgölsku. Hvert og eitt hálsmen kemur aðeins í einu eintaki og er ekkert þeirra eins. Hálsmenin eru litrík og falleg og skemmtileg viðbót við hvaða outfit sem er. 

Treat yourself


Hvað gleður mann meira en að fá útborgað og geta leyft sér aðeins? Ekkert.

Fólkið á tískuvikunni


Tískuvikan er hafin í New York og sýningarnar byrjaðar. Þær eru nú svo margar þannig það er engin séns að fylgjast með öllum en ég á mína uppáhalds hönnuði sem er alltaf gaman að fylgjast með. Aðallega finnst mér samt gaman að fylgjast með hvernig fólkið er klætt og mun ég verða dugleg að setja inn myndir af því frekar en sýningunum sjálfum. Best finnst mér að fylgjast með á Style.com, því þar koma inn allar sýningar fljótt. 

Opnun Húrra Reykjavík


Það er alltaf gaman þegar nýjar fatabúðir opna og úrval af vörum eykst á litla landinu okkar. Sérstaklega finnst mér það gleðiefni þegar að herrafataverslanir opna, þar sem að hingað til hefur verið enn minna úrval fyrir þá. 

Mig langar...


... að vera í þessu um helgina. Þó að það sé bara miðvikudagur þá er ekki seinna vænna en að fara að hugsa um þetta. Þessi playsuit úr Zöru finnst mér ótrúlega kvenlegur og flottur, og það er vel hægt að klæða hann upp og niður. Ég held að hann sé töff með stórri peysu og boots. Antik Batik er eitt af mínum uppáhalds merkjum og sérstaklega töskurnar þeirra og fylgihlutir. Ótrúlega flott að vera með eina svona spes tösku!

 

CHARM by Gyðja


Gyðja Collection kynnir í fyrsta skipti nýja línu sem ber nafnið CHARM by Gyðja, en þetta eru tímabundin tattoo. Þetta er ótrúlega sniðug lausn fyrir þá sem þora ekki að taka skrefið og fá sér alvöru tattoo (ég), eða eru að fara eitthvað sérstakt og langar aðeins að skreyta sig! Þetta er hægt að nota í staðinn fyrir skartgripi, eða að blanda saman við. 

Samfestingur


Ég á þó nokkra samfestinga inn í skáp og ég er langt frá því að vera komin með leið. Mér finnst þeir algjör snilld því maður er nánast tilbúinn á núll-einni, hoppar bara í skó og jakka og tilbúinn! Einnig er auðvelt að klæða þá upp og niður, ég nota mína fínt, þegar ég fer út að skemmta mér og bara dags-daglega í Converse!

Kápuveður


Það er aldeilis farið að vera haustlegt úti. Persónulega þykir mér það bara gaman, en það þýðir þykkar peysur, kápur, treflar og kertaljós. 

Gærkvöldið


Skellti mér í eitthvað áður en við fórum niður í bæ í gærkvöldi að fá okkur að borða. Eldsmiðjan á Bragagötu varð fyrir valinu eins og svo oft áður, en pítsurnar þar eru okkar uppáhalds. 

Bara tímabundið


Tímabundin tattoo eru ansi sniðug fyrir okkur sem þorum ekki alveg að fara alla leið. Ég rakst á þennan flotta myndaþátt og finnst staðsetning húðflúranna mjög flott. En sumt er bara flott á myndum og ég veit ekki hvernig það myndi koma út að vera með svona yfir ennið dagsdaglega. Kannski við mjög sérstök tilefni...

Rölt um markaðinn


Þessar myndir voru teknar fyrir svolitlu síðan en ég ákvað samt að setja þær hér inn, sérstaklega því við Reykvíkingar höfum verið mjög heppin með veður síðustu daga. 

Brúnkukrem


Þar sem þetta sumar er ekkert að gefa, er þetta ágætis lausn

H&M Studio haust/vetur 2014


Herferð Studio línu H&M fyrir næsta vetur kom út á dögunum. Hér eru nokkrar myndir. 

Nýtt í safnið


Ég lagði kaup á þessa nýju flík í gær, ég er mjög svo ánægð með hana og gat hreinlega ekki sleppt því að koma með hana heim.. það er ótrúlegt hvað ný föt geta glatt mann. Þessa létta kápu fékk ég í ZARA og ég trúi ekki öðru nema að hún eigi eftir að koma að góðum notum, fullkomin trench coat fyrir öll tilefni! Ég hreinlega elska kápur & létta jakka og það má segja að ég safni þeim.. það er alltaf tilefni að skella sér í fallega yfirhöfn - töff buxur og falleg yfirhöfn er combó sem getur ekki klikkað.

Kápur og skór eru minn veikleiki og þetta eru flíkur sem ég fann einnig í Zara sem eiga líklega eftir að fylgja mér heim á næstu dögum.

Olsen systur hanna brúðarkjól


Þetta snýst ekki beint um verslunarmannahelgina en mig langaði samt að deila þessum fallegu myndum með ykkur. Systurnar Mary-Kate og Ashley Olsen eru hönnuðir merkisins The Row, en þær hönnuðu brúðarkjól í fyrir góða vinkonu sína, Mary Fishkin.