Ég eyddi jólunum og áramótunum á Bali en þar hafði ég engar væntingar varðandi fata- eða skókaup. Samt sem áður náði ég á eitthvern ótrúlegan hátt að taka með mér 5 ný skópör heim, ég sem bjóst við að kaupa lítið sem ekkert - Það er alveg ótrúlegt hvernig sumir áfangastaðir koma manni skemmtilega á óvart.
Mig langar í samstarfi við Deisymakeup og Rapunzel of Sweden að gefa eitt sett af hárlengingum ásamt sjampói og næringu fyrir lengingarnar. Pakkinn sem ég ætla að gefa er að andvirði 45 þúsund. Ég fékk mér sett og ég hef aldrei verið jafn ánægð með lengingar. Mér líður svo vel með þær og mér finnst þær gera svo mikið fyrir mig. Mig langar til að gleðja einn heppin lesanda og vonandi verður sigurvegarinn jafn ánægður með sínar lengingar og ég er með mínar.
Gleðilegan þriðjudag kæru lesendur. Mig langar aðeins að segja ykkur frá uppáhalds flíkunum mínum. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa stílnum mínum eða undir hvaða stíl hann myndi flokkast því ég er mjög mikið að blanda saman mismunandi stílum. Ég mér finnst mjög gaman að eiga flíkur sem ekki allir eiga og versla því mikið í búðum eins og Spúútnik þar sem flest allar flíkurnar eru vintage og bara til eitt af hverju, en auðvitað versla ég mér líka venjuleg föt. Outfit-in mín einkennast mjög mikið af yfirhöfnum sem ég á allt of mikið af.
Anine Bing var bloggri í Svíþjóð fyrir fimm árum síðan. Hún ákvað einn daginn að losa sig við megnið úr fataskápnum, sem að hún gerði á innan við klukkutíma. Hún fann þá að áhugi væri fyrir henni og hennar stíl, til að gera langa sögu stutta, þá býr hún í dag í LA. Á sitt eigið fatamerki sem ber nafnið hennar og er selt á nokkrum stöðum um allan heim. Hún er ein af þessum sem gaf mér innblástur bæði hvað varðar heimili og stíl.
Kápa drauma minna varð loksins mín. Ég ákvað að gefa sjálfri mér hana í jólagjöf eftir miklar vangaveltur.
Ég gerði mér ferð til New York til þess að sækja gripinn rétt fyrir jól en litlu munaði að ég hefði fests þar yfir jólin en það er önnur saga. Kápan komst á leiðarenda eftir herkjur en taskan mín skilaði sér nokkrum dögum eftir heimför.
Ég mun hlæja yfir þessu öllu saman þegar ég verð gömul kelling og sé kápuna hanga inni í skáp.
_____________________
Gleðilegt nýtt ár elsku lesendur, ég vona að þið hafið haft það ótrúlega gott yfir hátíðarnar. Ég átti yndislegt frí og er mjög þakklát fyrir að hafa eytt því með mínum nánustu.
Þið verðið samt sem áður að afsaka bloggleysið en eins og þeir sem eru að fylgja mér á Instagram vita þá var ég stödd á Bali.