Fréttir

GLERAUGNA INSPO


Ég er aðeins farin að velta fyrir mér gleraugnakaupum og er að heillast mikið af gamla klassíska hringlaga sniðinu. 
Ég man að mamma átti gleraugu í þessum dúr þegar ég var lítil og jiminn hvað mér fannst hún púkó. Tískan gengur víst alltaf í hringi og er mig farið að langa í eitt stykki hringlaga umgjörð. 
Nú er ég bara með smá valkvíða hvort ég eigi að fá mér yrjótt, glær eða í lit. Ég er allavega búin að útiloka svarta litinn enda er umgjörðin sem ég nota hvað mest svört.  

Ég safnaði saman nokkrum myndum af Pinterest til innblásturs. 
 

Verslað fyrir brúðkaup í Uterqüe


Ég er komin í smá heimsókn til Íslands til þess að fara í brúðkaup hjá góðum vinum um helgina.
Ég fann mér kjól fyrir brúðkaupið í ótrúlega fallegri búð hérna á Spáni frá spænsku merki sem heitir Uterqüe.
Uterqüe er merki sem er í Inditex keðjunni þar sem Zara, Mango, Bershka, Massimo Dutti og fleiri merki eru undir.

New in - Faux fur coat


Það er ekkert betra en að vefja sig inn í stóra hlýja flík á þessum árstíma. 

Á LEIÐINNI FRÁ H&M


Ég á það til að vafra um á netinu tímunum saman í leit af hinu og þessu, í þetta skipti var ég að leita mér að púða sem mig langaði til að hafa í stól hérna heima. Ég datt inná H&M Home og fann þennan líka fína púða, svo ákvað ég auðvitað að kíkja snöggt yfir kvennafatnaðinn í leiðinni, sem endaði svo með fullri körfu.

HAUST OUTFIT -- ZARA


Hver ber ábyrgð á þessu veðri núna í fögru Reykjavík?! Oj barasta, leyfi ég mér að segja.
Já, við litla fjölskyldan erum mætt aftur í vesturbæinn eftir gott & langt sumar í Eyjum. Flutningar eru einmitt aðal ástæðan fyrir bloggleysi frá undirritaðari núna á síðustu dögum. Ég lýg því ekki þegar ég segi að ég er að opna tölvuna fyrst núna eftir marga marga daga hvíld, svo að þið afsakið þetta. Ég kem sterk inn núna, ég lofa!

NEW IN


Ég keypti mér þessa fallegu skó í Zöru fyrir helgi. 
Ég féll fyrir þeim strax og ég sá þá og var í rauninni alveg sama hvort þeir væru þægilegir eða ekki. 
Eftir nánari athugun eru þeir hinir þægilegustu þrátt fyrir hæðina og úr leðri sem mér finnst mjög mikill plús! 
Ég fór meira að segja í þeim út á föstudaginn en ég legg það ekki í vana minn að fara út á lífið í nýjum skóm enda ekki smart að vera haltrandi um með hælsæri. Ekkert slíkt eftir þetta kvöld enda er ég í skýjunum með þessi kaup. 

_______________________________________________

VILTU VINNA 25 ÞÚSUND KRÓNA GJAFABRÉF Í SELECTED?


Búið er að draga úr leiknum, sigurvegarinn er Herdís Eiríksdóttir.

Ég ætla í samstarfi við Bestseller að gefa einum heppnum lesanda 25.000 kr. gjafabréf í einni af mínum uppáhalds verslunum, SELECTED

FÖSTUDAGSDRESS


Síðasta föstudag fórum við nokkrar úr FEMME hópnum út að borða á Lobster and stuff þar sem við fengum æðislegan mat og góða þjónustu. 
Ferðinni var svo heitið í kokteila á Slippbarinn sem kunna svo sannarlega sitt fag í þeim efnum.
Æðislega skemmtilegt kvöld og gaman að hitta loksins Móeiði og Alexöndru sem voru á landinu. 

________________________________________________

FYRSTU SKÓRNIR - ECCO


VIÐ ERUM AÐ STANDA OKKUR! 

BLEIKUR OKTÓBER Í LINDEX


Nú þegar októbermánuður er genginn í garð er bleiki liturinn í aðalhlutverki enda oft kallaður bleikur október.
Þetta er jafnframt mánuður bleiku slaufunnar. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum og allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Íslands.

SUNDAY INSPO : WEAR YOUR PAJAMAS OUTSIDE


Náttfatatrendið sem tröllreið öllu á tískupöllunum í vor er að heilla mig þessa dagana.
Það er eitthvað við samstæð sett sem ég hrífst af og mig dauðlangar að eignast slíkt.

Haust outfit


Nú er heldur farið að kólna hér í Bristol og kominn tími til að draga fram kápur og ullarpeysur og allt það sem fylgir vetrinum. Mér finnst ótrúlega gaman að klæða mig á haustin, svo margir möguleikar og fallegir litir.

Nýtt hár - innblástur


Ég ætla aðeins að stelast út úr innanhúsrammanum mínum og deila með ykkur hárpælingum.
Hvort þið fílið það eða ekki, veit ég ekki. 

NÝR SKYRTUKJÓLL ÚR VILA


Ég fór einn hring í Smáralind fyrr í vikunni og kolféll fyrir þessum fallega skyrtukjól úr Vila.
Hann er svolítið stelpulegur sem ég fíla í botn enda finnst mér mjög gaman að blanda saman mismunandi stílum. Ég ákvað að stæla hann við netasokkabuxur, grófa skó og leðurjakka en hlakka líka til að nota hann við aðeins meira hversdagslúkk - gallabuxur og boots.

NEW IN / SELECTED


Ég kíkti við í Selected í síðustu viku og skoðaði nýju fallegu haustvörurnar þeirra. 
Ég er mjög veik fyrir yfirhöfnum eins og þið hafið kannski tekið eftir og enduðu tvær með mér heim í poka. 

Nýr ilmur í algjöru uppáhaldi


DUAL frá Andreu Maack heitir nýji uppáhalds ilmurinn minn. Andrea var svo yndisleg að senda okkur Femme stelpum prufur af nýja ilminum sínum. Ég verð að viðurkenna að ég hafði aldrei heyrt um hann áður, en ég varð bara heillaðari fyrir vikið. Mér fannst ég hafa uppgötvað eitthvað nýtt á markaðnum sem var ekki búið að fjalla um allsstaðar. 

NEW NUDE NAILS & GJAFALEIKUR


Ég fór í neglur í fyrsta skipti á ævinni núna í vikunni og er svo yfir mig ánægð að ég verð að fá að deila þeim með ykkur.
Eftir að ég byrjaði að fljúga og byrjaði að lakka á mér neglurnar nær daglega eru þær orðnar mjög lúnar og farnar að brotna af.
Ég setti inn mynd af nöglunum mínum á snapchat og spurði hvert best væri að fara í neglur.
Viðbrögðin leyndu sér ekki og fékk ég ótal ábendingar og boð um að koma í neglur.
Mér leist svo hrikalega vel á eina sem sendi mér skilaboð að ég fór strax til hennar daginn eftir.
Ég er mjög picky þegar kemur að því að láta aðra manneskju gera eitthvað við andlitið, hárið eða neglurnar á mér.
Ég fer til dæmis ekki í plokkun og litun heldur teikna ég brúnirnar á mig daglega. Já ég veit ég er pínu klikkuð og smámunasöm. 
EN aftur að nöglunum. Ég skoðaði ég facebooksíðuna hennar vel og vandlega og sá að þetta var eitthvað fyrir smámunarsömu mig. Snyrtilegar neglur og flottar myndir. 
Ég ákvað á að fá mér mjög náttúrlegar möndulaga neglur í nude lit. Ég gæti vel hugsað mér að fá mér trylltar glimmerneglur en læt það bíða fram að jólum.

Skókaup


Mig langaði til að deila með ykkur gleði minni yfir þessu skópari sem kom með heim í poka um daginn. 

READY FOR FALL


Ég var svo lánsöm að fá að velja mér þessa fallegu úlpu úr nýju vetrarlínunni frá ZO-ON.
Ég gæti ekki verið sáttari þar sem að mig er búið að vanta almennilega úlpu í dágóðan tíma. Ég fer í göngutúr á hverjum degi með Roskó svo það er nauðsynlegt að eiga góða yfirhöfn.
Sú sem ég valdi heitir Mjöll (hægt að sjá nánar hér). Það mætti segja að þetta sé heilsárs flík þar sem hægt er að taka fóðrið og loðið af úlpunni. 
Ég var þó með mikinn valkvíða því ég var einnig mjög skotin í einum vaxjakka úr línunni (sjá hér).
Ég heillaðist strax af ólivugræna litnum þó ég neita því ekki að hafa hugsað út í það að taka svarta. Ég er nær alltaf í öllu svörtu svo úlpa í lit er ágætis tilbreyting.
Ég hef ekki farið úr henni síðan ég fékk hana. Vinur minn frá Ástralíu kom að heimsækja mig svo við höfum verið að ferðast um landið og úlpan kom sér einstaklega vel!

My go to outfit


Eins og fram kom í kynningarblogginu mínu þá hef ég mikinn áhuga á tísku og öllu sem henni tengist. Þar sem ég er ný hérna á síðunni þá fannst mér tilvalið að byrja á því að gera outfit post sem lýsir mér vel, svona á meðan þið eruð að kynnast mér og mínum stíl.