Fréttir

the little black dress


Þessi færsla er ekki kostuð.
 

OUTFIT - Sumarstíll að mínu skapiÞessi færsla er ekki kostuð 
 

NÝTT DRESS FRÁ VERO MODA


Færslan er unnin í samstarfi við Bestseller

Ég fékk mér þetta dress úr Vero Moda um síðustu helgi og langar til þess að deila því með ykkur. 
Ég ætlaði reyndar bara að taka buxurnar en svo rakst ég á þennan geggjaða blúndutopp og stóðst ekki mátið!
Hann er einstaklega vandaður og fallegur og ekki skemmir fyrir að hann er þónokkuð sumarlegur. 

 

HEIMSÓKN Í HRING EFTIR HRING & GJAFALEIKUR


Mér var boðið að koma í heimsókn í stúdíóið hjá Hring eftir Hring í dag. Það er staðsett í Auðbrekku 10, Kópavogi og verður opið frá 13-17 á fimmtudögum í sumar.  
Steinunn Vala sofnaði fyrirtækið árið 2009. Steinunn er verkfræðingur að mennt en hefur málað og unnið í höndunum síðan hún man eftir sér.

Það hefur verið gaman að fylgjast með henni blómstra og koma með nýjar og fjölbreyttar línur á borðið.
Línurnar og úrvalið getið þið séð á heimasíðunni hér.
Ég smellti nokkrum myndum í stúdíóinu sem ég ætla að deila með ykkur. 

N E W S H A D E S


Ný sólgleraugu á nefið! Við parið leyfðum okkur að festa kaup á sitthvor Ray-Ban gleraugun áður en við héldum út til Marokkó. Það var kominn tími á að eiga vönduð gleraugu, fara vel með þau og eiga þau þá í lengri tíma. 

ETSY FINDS VOL 2


Flíkurnar hér að ofan eiga það sameiginlegt að vera allar Second hand. Þetta eru líka flíkur sem ég hef verið hvað mest spurð út í og langaði mig þess vegna að finna yfirhafnir í svipuðum dúr á uppáhalds vefversluninni etsy.com
Þetta er nú kannski ekkert sérstaklega sumarleg færsla en við búum á óútreiknanlega Íslandi þar sem við gætum þurft að klæðast ullarkápu í júlí.
 

SECRET SOLSTICE OUTFIT


Þessi færsla er ekki kostuð.

Í tilefni þess að tónlistarhátíðin Secret Solstice hófst í gær þá ákvað ég að setja saman mitt eigið festival look.
Persónulega þá elska ég þetta coachella-70s-hippa-lúkk svo ég bara varð að skella í einn outfitpost!
Ég mun reyndar bara fara á sunnudeginum en það nægir mér þó svo að það sé súrt að missa af Radiohead og fleiri góðum böndum. 

Kasjúal


Outfit gærdagsins var heldur betur einfalt en samt sem áður alveg kúl. Reyndar, ég viðurkenni það, ég var ekkert allan daginn í hælum. Ég henti mér alveg í sneakers þegar ég var að brasa í bænum, en ég líka elska að geta dressað mig upp og niður bara með því eina að skipta um skó. 

SUMMER VIBES


Færslan er unnin í samstarfi við Lindex.

Gærdagurinn var frábær í alla staði! Veðrið alveg hreint geggjað og Stákarnir okkar í landsliðinu stóðu sig eins og hetjur. 
Ég var í algjörum sumargír og ákvað að prufukeyra nýja sumerdressið mitt úr Lindex

Föstudagur


Ég var komin með fullt af myndum á destopið hjá mér sem gripu augað mitt á einhvern hátt. Ég býð því uppá innblástur inní helgina sem er algjörlega að mínu skapi.

NÝ ÍSLENSK VEFVERSLUN / BARKODE.IS


Þessi færsla er ekki kostuð.

Á netvafri mínu í vikunni rakst ég á nýja og flotta vefverslun sem fangaði athygli mína, www.barkode.is.
Þar er að finna fallegar flíkur og fylgihluti á góðu verði.
Það sem heillaði mig einna mest var útlitið og fagmennskan á síðunni. 
Ég grennslaðist fyrir og hafði uppi á einum eiganda verslunarinnar, Antoníu Lárusdóttur sem stofnaði fyrirtækið ásamt kærustu sinni Öldu Karen Hjaltalín. 

NEW IN / SAMFESTINGUR ÚR LINDEX


Færslan er unnin í samstarfi við Lindex. 

NEW IN / PIECES X JULIE SANDLAUÉg fékk sendan æðislega krúttlegan pakka fyrir um viku síðan. 
Hann er frá versluninni VILA og í honum var þetta fallega skart frá merkinu Pieces hannað í samvinnu við danska skartgripahönnuðinn Julie Sandlau.

Ég hef verið að bíða eftir þessari línu þar sem að ég get ekki notað gervi lokka. 
Skartið er úr ekta sterling silfri og það komu einnig sett úr línunni húðað gulli og rósagulli.

LOST & FOUND TREASURE


Í fyrradag endurheimti ég Bjarna kærastann minn eftir 6 vikna aðskilnað. Mikið sem það er gott að hafa hann heima. 
Við tókum bæjarrölt í gær og smökkuðum meðal annars Reykjavík Chips í fyrsta skipti sem fékk vægast sagt góðar endurtektir enda erum við miklir chili mæjó aðdáendur! 
Ég plataði greyið Bjarna að sjálfsögðu í að taka nokkrar outfit myndir, aðallega því ég var svo himinlifandi að hafa fundið þennan gamla bomber jakka sem ég keypti fyrir löngu síðan og var búin að telja mér trú um að væri týndur. Það reyndist svo ekki vera mér til mikillar gleði!
Ég hafði bara falið hann of vel í flutningum síðustu ára. 

CASUAL SUMMER OUTFIT


Ó hvað það er gott að eiga langt helgarfrí.
Helgin var nokkuð pökkuð og skemmtileg.
Ég var að vinna á laugardeginum og fór síðan í snilldar Eurovision partý um kvöldið.
Sunnudagurinn fór í útiveru og svo hitti ég góðar vinkonur í dinner um kvöldið. 
Í dag ákvað ég að nýta góða veðrið og rölti niður í bæ ásamt bestu vinkonu minni. Roskó fékk að sjálfsögðu að koma með og sat stilltur með okkur skvísunum á kaffihúsi. 

Langar þig í ný sundföt? GJAFALEIKUR


Í samstarfi við Abyss.is ætla ég að gefa heppnum lesanda bikiní eða sundbol að eigin vali. 

SUMMER ESSENTIAL - BOMBER JACKET


Þessi færsla er ekki kostuð.

Ég held að það sé óhætt að segja að Bomber jakkar eru algjört must have í sumar.
Það er þó soldið síðan þetta trend gerði vart við sig en mér finnst mjög gaman að sjá hvað það hefur þróast mikið. 

Vero Moda Instagram


Þessi færsla er kostuð

SUMARDRESS


Færslan er unnin í samstarfi við Kastaníu / Kjólinn valdi ég sjálf og fékk að gjöf

Ég er búin að vera svo spennt yfir nýju vor / sumar sendingunni frá Twist & Tango í Kastaníu. Þegar ég sá svo þennan guðdómlega kjól birtast varð ég að fá að mynda hann. Ég held ekki vatni yfir honum mér finnst hann svo geggjaður. 
Hann kom bæði í svörtu og hvítu og er úr 100% Viscose.
Fáanlegur í verslun Kastaníu í Kringlunni og einnig á vefversluninni hér

Ég ákvað að dressa hann svolítið niður með gallabuxum og grófum klossum.
Ég hugsa að hann væri jafnvel flottur berleggja í sumar með fallega liði í hárnu. 

_____________________________________________