Fréttir

Óskalistinn - Jóna Vestfjörð


Næsti viðmælandi minn í þessum vinsæla lið er Jóna Vestfjörð Hannesdóttir. Jóna er virkilega falleg & fyrirmyndarstúlka sem gaman er að fylgjast með og ég mæli með því ef þið eruð þegar ekki að því.

Three times a charm ?


Ævintýri okkar systra um að reyna sjá JT vin okkar live rataði á Pressuna í dag. Ég get ekki sagt að þetta sé búið að vera skemmtilegur eltingaleikur ...eeen ég er farin að flissa yfir þessari óheppni í okkur þegar kemur að því að nálgast kauða.

Afmælishelgin


Eins og fram kom í síðasta bloggi hjá mér þá varð ég 25 ára síðustu helgi. Ég var svo heppin að fá afmælisfögnuð bæði á laugardag og sunnudag með góðum vinum í London. 

Morocco


Ég fór með vinkonu minni til Morocco í 5 daga í framhaldi af spánarferðinni sem ég bloggaði um um daginn. Flugið var ekki nema klukkutími og tuttugu mínútur frá Malaga airport sem var ansi þægilegt. 

Lífið síðustu vikur


Lítill strákur á leiðinni

Helgin mín


Ferðinni um verslunarmannahelgina var haldið heim. Ég fór á mína tuttugustu & þriðju Þjóðhátíð og alltaf er þetta jafn gaman, var veik í þokkabót en skemmti mér samt vel þrátt fyrir veikindin sem ég ætla aldrei að stíga upp úr (11 dagar & still counting). Ég verð samt að segja að mér er farið að finnast þetta alltaf eins ár eftir ár, eins en samt gaman. Ég myndi ekkert grenja það að missa úr einni hátíð og fara einhvert að sleikja sólina.. það kemur hátíð eftir þessa hátíð ætla ég að segja mér þegar að því kemur. Ég veit líka ekki hversu oft ég hef tekið þá ákvörðun að hætta að drekka á mánudeginum, ég verð alltaf svo mikill lasarus og rosa lítil í mér. Talandi um það þá þarf ég að koma því fram að ég tek ofan fyrir þeim sem eiga börn á mánudeginum eftir þjóðhátíð... ég og kæró vorum svo ill-uð að við vorum rosa þakklát að vera bara í mömmudekri í staðinn fyrir mömmuleik. 

Árgangsmót


Ég og Sara Sjöfn fórum á okkar fyrsta árgangsmót helgina 18.-20.júlí. Það er hefð í Eyjum að fagna 10 ára fermingarafmæli með árgangsmóti, við erum að tala um 24/7 prógramm heila helgi. Orð fá ekki lýst hversu skemmtileg þessi helgi var. Það var ótrúlega gaman að hitta alla gömlu bekkjarfélagana, skemmta sér með vinum sínum, rifja upp gamla tíma og dansa fram í rauða nóttina við öll gömlu nostalgíu lögin.

Ultrasun : Verum Varkár Í Sólinni


Í sól er ekkert mikilvægara en að verja húðina með góðri sólarvörn og passa sig að brenna ekki. 

#TBT Þjóðhátíð


THROWBACK THURSDAY

Ég datt í algjöran þjóðhátíðargír í dag þegar ég áttaði mig á því hversu ótrúlega stutt það væri í helgina. Sumarið (sem varð aldrei) er gjörsamlega búið að fara framhjá manni og ég tengi endalokin á sumrinu alltaf við þjóðhátíð. Ég er fædd og uppalin í Eyjum svo að ég hef lítið sloppið við þjóðhátíðarhjartað sem hefur slegið í mér frá barnsaldri. Það eru algjör forréttindi að vera Eyjamaður, og er sjaldan jafn stolt eins og yfir þessa flottu hátíð. Ég trúi því að við upplifum þessa hátíð á allt annan hátt en aðrir, við höldum enn í það að hafa þetta fjölskylduhátíð, og persónulega skemmti ég mér best í hvítu tjöldunum með vinum og fjölskyldu. 

Helgin Instagrömmuð


Á fimmtudaginn fór partur af Femme genginu á pizzustað sem ekki hefur nafn. Marta á eftir að segja ykkur betur frá því leyndarmáli.

Fimm uppáhalds - Heiðdís Lóa


Heiðdís Lóa er 23 ára gömul og er heldur úti förðunar- og lífstílsblogginu heiddisloa.com. Hún er ótrúlega hæfilekarík og flott stelpa og segir hér frá sínum fimm uppáhalds hlutum.

Marbella : NikkiBeach


Ég og vinkona mín áttum ótrúlega góðann dag á föstudaginn á Nikki Beach club rétt hjá Marbella. 

LifeIsTooShort....


Hvað með já,já & já!? Gæti ekki verið meira hjartanlega sammála..

xxx

ÓSKALISTINN: Sóley Þorsteins


Sóley Þorsteinsdóttir er næsti viðmælandi minn í nýlegum lið þar sem hún mun mun deila sínum óskavörum. Sóley er falleg, fyrirmyndar og flott stelpa yfir höfuð sem gaman er að fylgjast með, og hún veit nákvæmlega hvað hún syngur þegar kemur að tísku & trendum. 
 

BestaInstagramAllraTíma


@_LONDONS_VERY_OWN_KEN er uppáhalds instagrammarinn minn. Ég elska Instagram og sérstaklega skemmtilegar síður eins og hans. Varð að henda þessu hérna inn fyrir þá sem deila sama húmor og ég... og Ken! 

Helgin


Ég átti ótrúlega góða helgi með betri helmingnum og góðri vinkonu frá Miami sem er í London í nokkra daga. 

UMSÓKNIR


Við Femme stelpur viljum þakka innilega fyrir áhugann sem margar eru búnar að sýna okkur með því að senda okkur frábærar umsóknir hvað varðar förðunarplássið okkar. Mikið af flottum umsóknum og hæfileikum sem hafa borist okkur, og fullt af flottum stelpum sem vel gætu fyllt í plássið. Við erum allar með tölu mjög snortnar yfir þessum metnaði og áhuga frá ykkur & fallegum orðum í okkar garð. Ferlið er enn í fullum gangi og umsóknarfresturinn rennur út föstudaginn 18.júlí. Við hvetjum þær sem eru að hika við að sækja um að kýla á það og senda okkur línu á femme@femme.is. Þetta er mikið tækifæri til að koma þér á framfæri, deila áhuga þínum & vitneskju þinni xx

Ást til ykkar
FEMME

Peonies


Ég er gjörsamlega sjúk í þessi yndislega fallegu sumarblóm. Birta skemmtilega yfir heimilinu.

Erum við að leita að þér?


Ef svo er.. ekki hika við að hafa samband við okkur á femme@femme.is 
Mikið tækifæri ef þú vilt koma þér á framfæri xx

ÓSKALISTINN : Steinunn Edda


Steinunn Edda er fyrsti viðmælandi minn í nýjum lið þar sem mun hún deila sínum óskavörum. Hún er virkilega klár og flott stelpa sem veit hvað hún syngur og er jafnframt ástsælasti förðunarfræðingur á landinu í dag.