Fréttir

Ultrasun : Verum Varkár Í Sólinni


Í sól er ekkert mikilvægara en að verja húðina með góðri sólarvörn og passa sig að brenna ekki. 

#TBT Þjóðhátíð


THROWBACK THURSDAY

Ég datt í algjöran þjóðhátíðargír í dag þegar ég áttaði mig á því hversu ótrúlega stutt það væri í helgina. Sumarið (sem varð aldrei) er gjörsamlega búið að fara framhjá manni og ég tengi endalokin á sumrinu alltaf við þjóðhátíð. Ég er fædd og uppalin í Eyjum svo að ég hef lítið sloppið við þjóðhátíðarhjartað sem hefur slegið í mér frá barnsaldri. Það eru algjör forréttindi að vera Eyjamaður, og er sjaldan jafn stolt eins og yfir þessa flottu hátíð. Ég trúi því að við upplifum þessa hátíð á allt annan hátt en aðrir, við höldum enn í það að hafa þetta fjölskylduhátíð, og persónulega skemmti ég mér best í hvítu tjöldunum með vinum og fjölskyldu. 

Helgin Instagrömmuð


Á fimmtudaginn fór partur af Femme genginu á pizzustað sem ekki hefur nafn. Marta á eftir að segja ykkur betur frá því leyndarmáli.

Fimm uppáhalds - Heiðdís Lóa


Heiðdís Lóa er 23 ára gömul og er heldur úti förðunar- og lífstílsblogginu heiddisloa.com. Hún er ótrúlega hæfilekarík og flott stelpa og segir hér frá sínum fimm uppáhalds hlutum.

Marbella : NikkiBeach


Ég og vinkona mín áttum ótrúlega góðann dag á föstudaginn á Nikki Beach club rétt hjá Marbella. 

LifeIsTooShort....


Hvað með já,já & já!? Gæti ekki verið meira hjartanlega sammála..

xxx

ÓSKALISTINN: Sóley Þorsteins


Sóley Þorsteinsdóttir er næsti viðmælandi minn í nýlegum lið þar sem hún mun mun deila sínum óskavörum. Sóley er falleg, fyrirmyndar og flott stelpa yfir höfuð sem gaman er að fylgjast með, og hún veit nákvæmlega hvað hún syngur þegar kemur að tísku & trendum. 
 

BestaInstagramAllraTíma


@_LONDONS_VERY_OWN_KEN er uppáhalds instagrammarinn minn. Ég elska Instagram og sérstaklega skemmtilegar síður eins og hans. Varð að henda þessu hérna inn fyrir þá sem deila sama húmor og ég... og Ken! 

Helgin


Ég átti ótrúlega góða helgi með betri helmingnum og góðri vinkonu frá Miami sem er í London í nokkra daga. 

UMSÓKNIR


Við Femme stelpur viljum þakka innilega fyrir áhugann sem margar eru búnar að sýna okkur með því að senda okkur frábærar umsóknir hvað varðar förðunarplássið okkar. Mikið af flottum umsóknum og hæfileikum sem hafa borist okkur, og fullt af flottum stelpum sem vel gætu fyllt í plássið. Við erum allar með tölu mjög snortnar yfir þessum metnaði og áhuga frá ykkur & fallegum orðum í okkar garð. Ferlið er enn í fullum gangi og umsóknarfresturinn rennur út föstudaginn 18.júlí. Við hvetjum þær sem eru að hika við að sækja um að kýla á það og senda okkur línu á femme@femme.is. Þetta er mikið tækifæri til að koma þér á framfæri, deila áhuga þínum & vitneskju þinni xx

Ást til ykkar
FEMME

Peonies


Ég er gjörsamlega sjúk í þessi yndislega fallegu sumarblóm. Birta skemmtilega yfir heimilinu.

Erum við að leita að þér?


Ef svo er.. ekki hika við að hafa samband við okkur á femme@femme.is 
Mikið tækifæri ef þú vilt koma þér á framfæri xx

ÓSKALISTINN : Steinunn Edda


Steinunn Edda er fyrsti viðmælandi minn í nýjum lið þar sem mun hún deila sínum óskavörum. Hún er virkilega klár og flott stelpa sem veit hvað hún syngur og er jafnframt ástsælasti förðunarfræðingur á landinu í dag. 

FIMM UPPÁHALDS - Sigríður Elfa


Sigríður Elfa er 21 árs verkfræðinemi, fyrr á þessu ári lét hún gamlan draum rætast ásamt kærastanum sínum Erling en þau opnuðu vefverslunina FOTIA. BarryM er breskt snyrtivörumerki sem selur naglalökk og aðra snyrtivöru. Markmið þeirra með vefversluninni er að stækka vöruúrval snyrtivara á íslandi. Sigríður Elfa deilir hér sínum fimm uppáhalds hlutum.

Nám erlendis : Anna Kristín


Næsti viðmælandi minn er Anna Kristín sem er nýútskrifaður arkitekt. Anna Kristín Magnúsdóttir er 27 ára gömul, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og flutti síðar til Reykjavíkur og kláraði nám við Tækniskólann í Reykjavík. Hún fluttist búferlum til Danmerkur og kláraði nám við Álaborgarháskólann. Nú er hún flutt til Kaupmannahafnar þar sem hún réði sig í vinnu hjá Danielsen Architecture and Space Planning.

Þegar ég var ung


kynslóða breytingar

Afmælishelgi


Góð afmælishelgi. 

Nám erlendis : Auður Brá


Auður Brá er 22 ára gömul og kemur úr Garðabænum. Rétt í þessu var hún að útskrifast sem fatahönnuður frá Margrethe-skolen í Kaupmannahöfn með glæsibrag og fékk þar að auki Benedikte verðlaunin fyrir framúrskarandi útskriftarlínu.

 

Seychelles


Mikið og langt ferðalag síðustu daga hefur orsakað mikið og lang bloggleysi. Ég mun reyna að bæta það upp á næstu dögum.

FIMM UPPAHALDS - HREFNA DAN


Hrefna er mikil tíksuáhugamaneskja og heldur hún úti blogginu www.hrefnadaniels.com 
Það var mjög viðeigandi að hafa mynd af henni í þjóðbúning svona í tilefni dagsins.
Hún deilir hér sínum fimm uppáhalds hlutum.