Fréttir

Upp á síðkastið - myndir


Ég er búin að bralla margt upp á síðkastið , og langar til að deila með ykkur myndum. 

FÓLKIÐ Á INSTAGRAM


@annakubel á afar fallegt instagram sem prýðir myndir sem gefa innblástur. Einnig er hún með bloggið annakubel.se

SNAPCHAT HITTINGUR OG OUTFIT


Á miðvikudaginn ákváðum við nokkrar skvísur að hittast og gera vel við okkur í mat og drykk. Við eigum það flest allar sameiginlegt að vera bloggarar og það sem er stundum kallað snapparar. Ekki fallegasta orðið en ég meina, eitthvað verður maður að kalla þetta! Æðislega skemmtilegt kvöld með frábærum stelpum. 

Innanhússhönnun & babyspam


Ef það er áhugi fyrir hvoru tveggja þá er þér velkomið að fylgja mér á Instagram. Ég reyni eftir mesta megni að deila þessum tveimur ástríðum mínum á gramminu mínu. Ég afsaka það fyrirfram ef upp koma sjálhverfar sjálfur, stundum gerist það bara krakkar - ég hef enga afsökun, ég stend og fell með þeim. 

Jólin


Jiminn hvað desember flaug frá mér.. Ég var reyndar á óvenjumiklu flakki og því frekar sein í öllum undirbúning. Ég hef örugglega sagt á hverju einasta ári síðan ég byrjaði að halda jólin sjálf að ég ætlaði að vera snemma í því að græja allt.. En við vitum öll hvernig það á til að fara. 

Jólin voru engu að síður einstaklega ánægjuleg hér í Swansea með fólkinu okkar. Mig langaði til að deila með ykkur nokkrum myndum af borðhaldinu, tréinu, innpökkun og að sjálfsögðu loðna einkasyninum sem þarf að þola jólamyndatöku á ári hverju. 

2016 árið mitt í myndum


Gleðilegt Nýtt ár kæru lesendur! Ég vona innilega að þið hafið haft það notalegt með fólkinu ykkar yfir hátíðirnar eins og ég gerði sjálf. 

JÓL, AFMÆLI & ÁRAMÓT Í MYNDUM


Mig langar til þess að byrja að óska ykkur kæru lesendum gleðilegs nýs árs. Vonandi höfðuð þið það sem allra best um hátíðarnar og nutuð með ykkar nánustu. 


Ég ákvað að kúpla mig aðeins út hér á blogginu og njóta hvers augnabliks í botn enda búið að vera nokkuð mikið að gera hjá mér yfir hátíðarnar. 
Ég safnaði saman nokkrum myndum sem voru teknar yfir þennan skemmtilega tíma og ætla að skella í eitt myndablogg.
Vonandi hafið þið gaman af. 

 

Vinsælustu færslur ársins


Hér koma vinsælustu færslur árins hjá okkur á FEMME.is
Takk kærlega fyrir lesturinn á árinu 2016. Hlökkum til að halda áfram og toppa okkur árið 2017.

Jólin mín


Ég vil byrja á að óska ykkur lesendum gleðilegra jóla, vonandi hafið þið haft það notalegt. 

ÞYRLUFLUG YFIR REYKJAVÍK


Ég skellti mér í þyrluflug um síðustu helgi ásamt góðri vinkonu og bloggaranum henni Þórunni Ívars
Norðurflug á heiðurinn af þessu flotta boði sem við að sjálfsögðu þáðum á þessum fallega laugardegi. 
Ferðin hófst á Reykjavíkurflugvelli og endaði á esjunni. Við fengum þetta æðislega útsýni yfir borgina í frábæru veðri. 
Það var margt fallegt að sjá á leiðinni og smellti í nokkrum myndum úr þessari stórskemmtilegu þyrluferð.

 

KÆRI JÓLI


Nú líður að jólum og alltaf hefur maður einhverjar langanir. Þetta eru mínar. Færslan er ekki kostuð.

Ég um mig frá mér


Anna vinkona mín var að skíra strákinn sinn á dögunum og langaði mig til þess að gefa þeim persónulega gjöf.

BABYSHOWER


Í mínum vinkonuhóp hefur ekki tíðkast að vera með barnasturtur eins og hefur verið svo vinsælt, hópurinn byrjaði í barneignum áður en það kom í tísku. Ég var því heldur betur hissa þegar ég kom í kaffi til Söru Daggar um helgina og hún var búin að græja smá kaffi og kósý fyrir mig sem innihélt bestu gjöfina, tveggja tíma nudd og andlitsbað. Gæti ekki verið betra.

EM minningar


Ég ferðaðist um Frakkland með yndislegum hóp af stelpum yfir EM í sumar og mikið sem þetta eru dýrmætar minningar. Hér eru nokkrar myndir sem mig langaði að deila með ykkur, flestar af instagraminu mínnu @alexandrahelga.

Jólaóskalistinn minn


Þar sem það er aldeilis farið að styttast í jólin setti ég saman nokkra hluti af mörgum sem eru á mínum óskalista.
Þetta er meira svona sett saman uppá gamanið, er ekki að ætlast til að vinir og vandamenn setji saman í púkk og klári listann, nema þeir vilji. 

TANGÓ


Mig langaði til að kynna ykkur fyrir nýjasta fjölskyldumeðliminum honum Tangó! 

Uppáhalds í augnablikinu


Mig langaði til að segja ykkur frá 3 hlutum sem eru í uppáhaldi hjá mér þessa stundina, bara svona uppá gamanið! 

New York í myndum


Þar sem ég á afmæli í dag þá ákvað ég að henda í smá #tb myndafærslu frá síðustu viku og deila með ykkur myndum frá New York en ég fór þangað í skemmtiferð með Svövu vinkonu minni. Þið sem fylgið okkur á Femme snapchatinu (femmeisland) voruð með okkur einn af dögunum fjórum en við skemmtum okkur konunglega og erum strax byrjaðar að plana næstu ferð.

NÓVEMBER


Ég elska haustin og næstu tvo mánuði sem framundan eru. Samverustundir, maturinn, hefðirnar..... jólin. Einnig er haust-tískan yfirburða skemmtilegust að mínu mati, dökkir og djúpir litir haustsins eiga alltaf vel við mig. Hérna er innblástur inn í mánuðinn, gleðilegan Nóvember.

HAUSTDAGAR Í MONTREAL


Ég fór til Montreal í síðustu viku og bauð mömmu með. Ferðin var þó aðeins 2 nætur en við náðum samt sem áður að skoða og gera ýmislegt. 
Mig langar að deila með ykkur nokkrum fallegum haustmyndum úr þessari fallegu borg ásamt nokkrum tipsum. Myndirnar eru teknar á símann minn og nokkrar í gegnum snapchat. Þið getið fylgst með mér þar og á instagram undir kolavig.

Ég gerði svipaða færslu þegar ég fór til Toronto um daginn (sjá hér) sem vakti mikla lukku og hef ég því ákveðið að hafa þetta sem fastan lið þegar ég ferðast til nýrra borga og vill deila skemmtilegum tipsum með ykkur.