Fréttir

Kynning


Nú er mál að kynna sig!

Smá um mig


Hæ kæru lesendur Femme!

SÓLAHRINGUR Í TORONTO


Ég kom heim frá Toronto í morgun eftir sólahrings stopp í borginni. 
Ég ákvað að deila með ykkur kæru lesendum nokkrum myndum þaðan og smá tipsum um hvað sé hægt að gera í þessari skemmtilegu borg. 
Þó svo að þetta hafi verið stutt stopp þá náði ég að skoða og gera helling. Þetta snýst allt um skipulag krakkar mínir :) 

_________________________________________________

FEMME Á SNAPCHAT


Við stelpurnar á FEMME ætlum að opna Snapchat.
Við erum mjög spenntar fyrir því og á föstudaginn ætlum við að kynna tvo nýja bloggara á snappinu.
Það er búið að taka okkur langan tíma að finna rétta fólkið og gætum við ekki verið ánægðari með þessar stelpur.
Hlökkum til að leyfa ykkur að fylgjast með.

 

Bjargvættur Sumarsins - Apple Smart Battery Case


Ég held að flestir iphone notendur glími við sama vandamálið.. Batteríið! 

Líftíminn á því er því miður mjög lélegur, sérstaklega yfir langa annasama daga. Einkum þegar maður er að nota símann mikið sem myndavél á flakki og væri þá æskilegt að hann entist allan daginn. Ég var í smá veseni með þetta á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar þar sem leikdagarnir voru mjög langir og maður hafði ekki beint tíma í að skella símanum í hleðslu í nokkrar klst inn á milli. Ég hef í gegnum tíðina keypt nokkur "hleðslustykki" sem maður hefur í töskunni og eru með snúru en annaðhvort gleymi ég að hlaða það áður en ég fer út eða gleymi að taka það með mér. Svo er líka hálf pirrandi að vera alltaf með snúruna útum allt í töskunni og síminn að flækjast í. 

Ég ákvað að henda þessu hingað inn þar sem ég hef í sumar verið spurð svo ótrúlega oft hvað í ósköpunum ég sé nú með utanum símann. Og nokkrir vinir mínir fjárfest í hulstrinu síðan og elska það. Það var ótrúlega þæginlegt að þurfa ekki að spá í betteríinu eða símanum meira restina af ferðinni þar sem það entist frá morgni til kvölds og gott betur en það. Á ferðalögum er jú líka mikilvægt að hafa hlaðinn síma af öryggisástæðum. Hulstrið er frá Apple og ætti að fást í öllum búðum á þeirra vegum. Það besta við það er að sama hleðsla er notuð og maður þarf í rauninni aldrei að taka símann úr. 

Hægt er að skoða hulstrið nánar hér. 

 

NÝJA GARÐATORG


Garðatorg í Garðabæ er heldur betur búið að taka á sig nýja og betri mynd en nýlega voru nokkrar frábærar verslanir opnaðar þar.

Ég er uppalinn Garðbæingur og því mjög spennt fyrir þessum nýjungum. Ég fór með myndavélina í heimsóknir í þessar búðir og ætla að kynna þær fyrir ykkur.

Þjóðhátíðin mín


Þjóðhátíðin var aðeins öðruvísi í ár. Fyrsta hátíðin með lítið barn. Í fyrra var ég einmitt ólétt og planið var að dvelja upp í bústað þessa helgi, en sumir voru of bugaðir að vera ekki í dalnum svo að við enduðum á því að bruna til Landeyjarhafnar og taka þátt í sunnudagsgleðinni. 

VERSLUNARMANNAHELGIN MÍN


Ég átti mjög notalega verslunarmannahelgi í góða veðrinu hér fyrir sunnan. 
Hún var þó í rólegri kanntinum að þessu sinni í faðmi fjölskyldunnar.
Við kíktum upp í kjós, borðuðum góðan mat, fórum í bæinn og höfðum það huggulegt. 
 

Pökkum fyrir þjóðhátíð!


Að pakka fyrir Þjóðhátíð.

Ég er í sambúð með eyjamanni og hann fer alltaf á Þjóðhátíð.
Við fórum ekki í fyrra og þess vegna held ég að ég sé extra spennt þetta árið.
Fyrir mér er þetta hátíð með vinum og fjölskyldu svo get ég eiginlega ekki beðið eftir að hitta eyja pæjurnar eða með öðrum orðum Sörurnar mínar. 

MONTREAL


Ég fór í fyrsta fluffustoppið mitt um helgina. Ég var svo lánsöm að fá tveggja daga stopp í Montreal, Kanada. 
Veðrið hefði þó getað verið betra en það var akkúrat rigning dagana sem við vorum þar. Ég lét hana ekki stoppa mig og þrammaði um borgina, verslaði, fór í sirkus og borðaði góðan mat. 
Það sem mér fannst standa hvað mest upp úr ferðinni var að fara að sjá Sircus De Soleil og að rölta um gamla bæinn. Hann er einstaklega sjarmerandi og fallegur, ég hefði viljað eyða meiri tíma þar en það er aldrei að vita nema ég fari þangað aftur fyrr eða síðar. 
Ég smellti nokkrum myndum á símann sem mig langar til að deila með ykkur. 

Dale snappið


Fylgisti með daleisland

Cape Cod Frí


Við fjölskyldan fórum saman í frí í fyrsta skipti í langan tíma.
Okkur langaði í borgar- eða sólarferð en við náðum að gera það bæði í einni ferð.

UPP Á SÍÐKASTIÐMig langar til þess að deila með ykkur nokkrum myndum af instagramminu mínu og segja ykkur aðeins frá því hvað ég hef verið að bardúsa síðustu daga.

Eyja, meyja og peyja


Vaknað í Vestmannaeyjum! 

Lífið á Instagram


Ég er komin heim á klakann eftir yndislega viku í Marrakech. Hún var jafn dásamleg eins og hún var erfið.. vika án Nóels var gífurlega erfið og mig sárnaði mikið í mömmuhjartanu. Ég ætlaði að reyna að færa ykkur eitt stk blogg á meðan dvöl minni stóð en netið bauð ekki upp á það svo að ég gafst upp. 

FIMM UPPÁHALDS - MARGRÉT ÞÓRODDSDÓTTIR


Margrét Þóroddsdóttir er með puttana á púlsinum þegar kemur að hönnun og tísku. Hún er tískuritstjóri Nude Magazine og segir okkur hér frá sínum fimm uppáhalds hlutum um þessar mundir.

Instagram uppá síðkastið..


Jæja það hefur lítið sem ekkert heyrst frá mér hérna undanfarið en ég þurfti að taka mér smá break vegna anna í lífinu. Ég get glöð sagt að ég hef meiri tíma fyrir höndum núna svo það fara að birtast reglulega blogg frá mér aftur núna. En svona til að þið fáið smá innsýn í það sem ég hef verið að gera í mínum litla "frítíma" undanfarið þá ætla ég að deila með ykkur nokkrum myndum af instagraminu mínu sem þið finnið undir @steffyjakobs

Viljið þið kynnast mér betur?


Ég er búin að vera mjög efins með að gera þessa færslu enda hef ég farið alveg fram og til baka í hausnum á mér hvort ég eigi að vera persónulegri hér á blogginu eða opna snapchat. Þannig er mál með vexti að ég á bara pínu erfitt með það í skrifum svo ég tel því snapchat betri vettvang til þess.
Bæði hef ég fengið spurningar hvort ég sé með  það opið og hvort mig langi ekki að prufa þann miðil. 
Þetta getur bæði verið gott tækifæri fyrir mig sem bloggara og svo er ég sjálf alveg húkkt á nokkrum íslenskum snöppurum.
Hvort sem það er förðunartengt eða bara eitthvað allt annað þá er bara þessi nálægð svo skemmtileg. 
Bæði myndi ég komast nær mínum lesendahóp og ágæt áskorun fyrir mig að fara út fyrir þægindaramman. 


Eeeen já ég er semsagt bara 24 ára stelpa sem hefur áhuga á tísku, dýrum, förðun og fullt fleira og væri gaman að deila ýmsu með ykkur sem mér finnst erfiðara að setja í færslur. 
Það hafa reyndar margir bæst við með tímanum út af því að ég set mjög mikið inn tengt hundinum mínum. Hann er svolítið eins og barnið mitt og er mjög skemmtilegur karakter sem fólk virðist hafa gaman af. 

Þið sem hafið áhuga á að gerast snapchat vinir mínir þá er það sama og instagram nafnið mitt: kolavig


Vonandi munuð þið hafa gaman af!
Ég er allavega mjög spennt að prófa og þetta verður örugglega smá skrítið fyrst en hlakka til að sjá í hvaða átt þetta mun þróast:) 

 -KAV