Þessi færsla er aðeins út fyrir efnið sem ég deili hérna yfirleitt með ykkur en stundum er gott og gaman að breyta til. Ég dáist svo mikið af fólki sem fer út í mjög framandi heim og vinnur sem sjálfboðaliðar. Sem betur fer er til fullt af svoleiðis fólki og Klara er ein af þeim. Klara fór ásamt fjórum stelpum frá Íslandi til Indlands, Kenya og Tansaníu í tvo mánuði sem sjálfboðaliðar. Þær unnu mest með börnum, bæði í skólum og svo bjuggu þær einnig inná munaðarleysingjaheimilunum. Klara dvaldi einnig eina viku á heimili fyrir konur sem höfðu verið fórnalömb mansals og svo aðra viku sinnti hún forvarnastarfi gegn dópi og HIV. Stelpurnar bjuggu við mjög misjafnar aðstæður frá viku til viku. Stelpurnar sem Klara var með fóru svo til íslands og þá flaug hún til Suður Afríku og kenndi þar í þrjár vikur á sama leikskóla og hún hafði kennt í árinu áður. Klara sagði það vera bestu tilfiningu í heimi að hitta börnin aftur sem hún hafði verið með árinu áður og dásamlegt hvað þau höfðu tekið miklum framförum. Klara sagði að lokum að þetta væri mjög gefandi og það væri ekkert betra en að fá börn sem lifa við svona slæmar aðstæður til að brosa og hlæja.
Það er rosalega langt síðan ég lét heyra í mér en ég vil meina að ég hafi haft góða ástæðu. Lítil manneskja kom í heiminn þann 4. maí sl. og hef ég eytt tímanum í að kynnast honum og knúsa, jafna mig og taka því rólega. Læt nokkrar Instagram myndir frá síðustu vikum fylgja með, þó þær séu ekki margar.
Var svo fegin þegar að þessir skór úr Zöru komu hingað til landsins, hlakka til að nota þá þegar veðrið skánar.
Þá er nú heldur langt um liðið.. En ég hef verið á smá flakki síðustu vikur. Ég kíkti í stutta heimsókn til Íslands sem var yndislegt eins og alltaf. Því næst var ferðinni heitið til Kaupmannahafnar þar sem við komum góðri vinkonu á óvart. Hér eru nokkrar myndir sem ég hef postað á instagraminu mínu @alexandrahelga yfir síðustu vikur. Myndin hér að ofan er frá góðu kvöldi á einum af uppáhaldsveitingastöðunum mínum heima, Tapas barnum. Stendur alltaf fyrir sínu!
Ég fór í smá viðtal hjá Ernu Hrund fyrir nýjasta tölublað Reykjavík Makeup Journal. Það kemur kannski ekki á óvart að þetta er eitt af mínum uppáhalds blöðum því ég hef áhuga á öllu sem er í blaðinu. Þar sem það er bara um snyrtivörur og húðumhirðu eru engar "leiðinlegar" blaðsíður sem ég fletti yfir heldur les ég allt á öllum síðunum, held ég geti ekki sagt það um neitt annað tímarit!
Mikið til í þessu.
Ég verð að játa það að ég er ekki mikill lestrarhestur, eins og það er nú gott fyrir mann. Sjónvarpið og tölvan eiga mig alla, ég sofna ekki nema að hafa eitthvað í gangi sem er ótrúlega óhollt, ég veit. Núna stendur ekkert annað til boða en að reyna snúa þessu við og sofna á eðilegan máta sem ég ætla að reyna að gera með því að þreyta mig á lestrinum og lygna út af án áreitis.
Lífið undanfarna mánuði hefur verið fullt af skemmtilegum og spennandi hlutum. Mér fannst því tilvalið að deila nokkrum myndum með ykkur þar sem ég hef ekki verið að gera mikið af persónulegum bloggum hingað til. Ég viðurkenni alveg að ég er ekki sú dugleagasta að deila myndum á instagram þó svo ég geri það af og til, en ég er þar undir @steffyjakobs.