Fréttir

Sjúklega fallegur kokteill


Mér finnst eitthvað svo mikil stemming að drekka fallega og "girly" kokteila.
Ég sá þessa mynd á Instagram og ákvað að reyna að gera drykkinn sjálf.

Tælensk kjúklingasúpa


Matarmikil, fljótleg og ótrúlega góð tælensk kókoskjúklingasúpa.

Heimatilbúin Píta


Píta er mjög ofarlega á mínum vinsældalista þegar kemur að mat. Eins mikið og  "takeaway" píta frá Nandos er góð hérna í Bretlandi þá jafnast ekkert á við alvöru djúsi heimatilbúna pítu. Þær eru svo miklu ferskari. Að sjálfsögðu með íslenskri pítusósu, en það er eitthvað sem ég verð alltaf að eiga í ískápnum. 

Femmekvöld á Caruso


Við fórum nokkrar af stelpunum á síðunni saman út að borða í tilefni af nýjustu viðbót hópsins henni Kollu. Við settumst niður í spjall og borðuðum góðan mat á Caruso og maturinn var ekkert smá góður. Hér eru girnilegar og skemmtilegar myndir frá þeirri ferð.

Indverskur kjúklingur


Heill kjúklingur í indverskum stíl.

Satay grænmetisnúðlur.


Þetta er 15 mínútna, ódýr og góður réttur.

Tveir kokteilar inn í helgina


Hér eru uppskriftir af tveimur fallegum kokteilum til að taka með inn í helgina.

Snittur í partý


Mér finnst ostar, snittur og alls konar forréttir oft svo ótrúlega góðir og oftar en ekki betri en aðalréttirnir.

Salat 101


Hér er kennslumyndband frá Jamie Oliver um hvernig þú átt að gera fullkomið salat.

"Meaty" Mexíkó Súpa


Það er fátt betra en heit og bragðmikil súpa á köldum vetrarkvöldum. Nú ætla ég ekki að eigna mér hugmyndina af þessari súpu þar sem upprunalega uppskriftin er frá Evu Laufey snilling. Þessi útgáfa af henni er hins vegar mjög "meaty" og inniheldur mikið meira af grænmeti. Plús rúsínuna í pylsuendanum : Doritos Chili Heatwave. 

Áramótabomban


Ég gerði eina svakalega köku fyrir áramótin, hér eru myndir og uppskrift.

Topp 3 árið 2015


Ég setti saman topp 3 lista yfir uppáhaldsuppskriftir, kokteila og veitingastaði sem ég eldaði, mixaði og heimsótti á árinu 2015.

Ginger G&T


Hér er smá "twist" á hinum klassíska G&T. Drykkur sem er flottur fyrir áramótin.

Kúmenkaffi


Tastemade.com er síða sem ég skoða reglulega með allskonar uppskriftum og myndböndum, þú hefur kannski séð snapchat rásina þeirra ?
Í gær voru þeir með íslenska uppskrift af kaffi.

Bleikar Bubblur


Það er eitthvað svo fallegt við bleikt freyðivín.

Pimped Up Party Prosecco


Hér sýnir Jamie Oliver skemmtilegt myndband hvernig smá "pimpa" upp freyðivínið Prosecco

Hátíðarkokteill


Hér er uppskrift af freyðivínskokteil sem passar vel yfir hátíðarnar.

Jólaævintýri á Kopar


Ég fór ásamt nokkrum skemmtilegum vinum á Jólaævintýri Kopar. Það voru ótrúlega bragðgóðir og fallegir réttir á boðstólum. Ég gerði mitt besta til að fanga upplifunina með myndum og þessi færsla kemur henni vonandi til skila til ykkar.

Ítalskt hátíðarkaffi


Nýverið fékk ég gefins ítalskt vanillulíkjör sem er mikið notað í eftirrétti og kaffidrykki. Það lætur kaffið þitt verða eins og eftirrétt.

Hafís : gjafaleikur fyrir sælkera


Mig langar að kynna ykkur fyrir nýrri ísbúð í bænum, Hafís sem staðsett er í Bæjarhrauni 2 í Hafnarfirði. Við hér á Femme erum miklir ísaðdáendur og ég er að springa úr stolti þar sem pabbi minn er eigandi búðarinnar. Um er að ræða ekta ítalskann kúluís en einnig er boðið upp á klassískann rjómaís úr vél. Svo að sjálfsögðu er hægt að fá bragðaref með góðu úrvali af nammi og ekta gamaldags sjeik. Pabbi fór alla leið til Ítalíu að læra ísgerð og veit því alveg hvað hann syngur í þessum málum. Enda talar ísinn fyrir sig sjálfur, ég hef aldrei smakkað hann betri! Hafís ætlar í samstarfi við Femme að gefa 10 heppnum lesendum gjafabréf fyrir 2 þúsund krónur, svo ef þig langar að bjóða þeim sem þér þykir vænt um í himneska ísferð þá geturu tekið þátt hér að neðan..