Fréttir

Eina margarítu takk!


Sláðu í gegn í næsta Mexikóska matarboði með því að bjóða uppá klassíska margarítu.

Viðtalið - Orri Páll


Orri Páll er einn af bestu barþjónum landsins. Ég fór á dögunum til hans í spjall og drykk. Hann ætlar hér að segja okkur frá kokteilagerð fyrir byrjendur og kokteilamenninguna á Íslandi.

 

Annar fljótlegur morgundjús


Góður og matarmikill morgundjús.

Grískt Salat


Svo ferskt, svo gott og svo hollt.

Heimsborgari : Sandra Steinars í Stokkhólmi


Sandra Steinarsdóttir flutti til Stokkhólms í júní 2015 ásamt eiginmanni sínum Ögmundi sem spilar þar fótbolta með Hammarby. Sandra er lögfræðingur að mennt og vinnur eins og er við verkefni frá Íslandi. Þau hjónin eru gjörsamlega heilluð af borginni og elska að búa þar. Hér er upplifun Söndru á þessari skemmtilegu skandinavísku borg... 

Meatball Madness


Hollar og góðar kjötbollur með tómatsósu og ostakartöflumús.

Brunch í boði Chrissy Teigan


Ég pantaði nýlega á Amazon matreiðslubókina hennar Chrissy Teigan og bókin er algjör snilld.
Hellingur af frábærum og einföldum uppskriftum og ég féll strax fyrir einni.

Ítalskur lúxus hamborgari


Ítalskur lúxus hamborgari á grillið. Uppskrift frá Gennaro og Jamie Oliver sem náttúrulega klikka aldrei !

Georgetown Cupcake NYC


Ég fór til New York rétt fyrir páska og var á hóteli í Soho. Þar er mikið af gersemum en eitt af því sem stóð uppúr var Georgetown Cupcakes. Systir mín hló mikið af mér því ég var búin að finna nokkur bakarí sem mig langaði að fara í áður en við fórum, það er svona að vera kökusjúklingur. Búðin hjá þeim var ótrúlega krúttleg og úrvalið af bollakökum ekki af verri endanum. Mig hefur dreymt um saltkaramellukökuna reglulega frá heimför. 

Bakaríið er stofnað af systrum sem opnuðu fyrstu búðina í Washington. Nú má hins vegar finna kökur þeirra systra í New York, LA og fleiri borgum. Þess virði að kíkja á ef þið eigið leið hjá í Soho. 

SWEET CHILI ENCHILADAS


Úr tísku yfir í matseld. 
Ég bara neyðist til að deila með ykkur æðislegum rétti sem ég prófaði að elda fyrir skemmstu. 
Mér fannst hann það góður að ég gerði hann tvisvar sinnum í síðustu viku.

 

Ný súkkulaði frá Omnom


Nýlega kynnti Omnom tvö ný súkkulaði og ég fékk send sýnishorn af þeim til þess að smakka.

Heimsborgari : Viktor Breki í London


Nú er komið að nýjum lið hér á FEMME : Heimsborgarinn. Þar er fjallað um Íslendinga sem búsettir eru í skemmtilegum borgum erlendis og segja okkur frá góðum veitingastöðum og því sem er mikilvægt er að sjá og gera í borginni. Við byrjum á uppáhaldsborginni minni London, en Viktor Breki er 27 ára Reykvíkingur sem unnið hefur í tískubransanum í London síðastliðin 3 ár.  Hér er hans upplifun á þessari stórfenglegu borg....

Fiskfélagið


Ég fékk að bjóða vinkonum mínum með mér á Fiskfélagið í smakk á seðlinum Umhverfis Fiskfélagið en á honum velja kokkarnir sína uppáhaldsrétti úr matreiðslubók Fiskfélagsins.

Fljótlegur morgundjús


Ég er alltaf týpan sem er hlaupandi út um hurðina á síðustu stundu á morgnanna þó að ég mæti 11 í vinnuna. Nýlega er ég farin að gera mér fljótlegan grænan safa á meðan ég er að hafa mig til.

Tikka Masala pizza


Smá twist á klassísku indversku Tikka Masala. Stundum getur verið gaman að breyta til og þessi réttur heppnaðist rosalega vel.

Heimagerður Chai Latte


Uppskrift af himneskum heimagerðum Chai Latte.

Brunch samloka


Ég elska brunch eins og kannski sum ykkar vita og um helgina gerði ég avocado samloku fyrir alla fjölskylduna.

SunnudagsBrunch : Kanilpönnukökur með eplum og karamellu


Þessi brunch var á boðstólnum þarsíðustu helgi. Mig langaði að gera aðeins öðruvísi pönnukökur að þessu sinni og átti þessi fínu epli inni í ískáp svo úr varð að gera eplakaramellu með þeim. Poached eggs með parmaskinku og stöppuðu avakadó á hálfri brauðbollu er eitthvað sem klikkar ekki. Ég hef áður talað um sérstaka pönnu frá Le Creuset  sem ég nota fyrir eggin, hér er hægt að sjá meira um það. 

G&T kvöld


Einn af mínum drykkjum eru klárlega klassískur G&T. Við hittumst nokkur síðustu helgi þar sem einn góður vinur minn er með gríðarlegan áhuga á gini og var búin að vinna þvílíka rannsóknarvinnu fyrir kvöldið og paraði saman mismunandi gin með mismunandi tonic og brögðum.

SPELTBOLLUR


Ég er ekki sú duglegasta í eldhúsinu en ég á það til að baka annað slagið. Kærastinn er meira í því að elda mér til mikillar gleði enda er ég ein sú vanafastasta þegar kemur að eldamennsku og uppskriftum.