Fréttir

Jólaævintýri á Kopar


Ég fór ásamt nokkrum skemmtilegum vinum á Jólaævintýri Kopar. Það voru ótrúlega bragðgóðir og fallegir réttir á boðstólum. Ég gerði mitt besta til að fanga upplifunina með myndum og þessi færsla kemur henni vonandi til skila til ykkar.

Ítalskt hátíðarkaffi


Nýverið fékk ég gefins ítalskt vanillulíkjör sem er mikið notað í eftirrétti og kaffidrykki. Það lætur kaffið þitt verða eins og eftirrétt.

Hafís : gjafaleikur fyrir sælkera


Mig langar að kynna ykkur fyrir nýrri ísbúð í bænum, Hafís sem staðsett er í Bæjarhrauni 2 í Hafnarfirði. Við hér á Femme erum miklir ísaðdáendur og ég er að springa úr stolti þar sem pabbi minn er eigandi búðarinnar. Um er að ræða ekta ítalskann kúluís en einnig er boðið upp á klassískann rjómaís úr vél. Svo að sjálfsögðu er hægt að fá bragðaref með góðu úrvali af nammi og ekta gamaldags sjeik. Pabbi fór alla leið til Ítalíu að læra ísgerð og veit því alveg hvað hann syngur í þessum málum. Enda talar ísinn fyrir sig sjálfur, ég hef aldrei smakkað hann betri! Hafís ætlar í samstarfi við Femme að gefa 10 heppnum lesendum gjafabréf fyrir 2 þúsund krónur, svo ef þig langar að bjóða þeim sem þér þykir vænt um í himneska ísferð þá geturu tekið þátt hér að neðan.. 

Kitchen and Wine á 101 Hótel


Ég og Arnór eigum afmæli með stuttu millibili og ég ákvað að hafa afmælishelgina skemmtilega og bauð honum upp á lúxus á 101 hótel.

Thanksgiving Dinner


Ég hélt upp á þakkargjörðarhátíðina með vinum síðustu vikuna í nóvember þar sem ég eldaði kalkúninn og sósuna svo komu allir gestirnir með sína tegund af meðlæti.

Whiskey Sour keppni og uppskrift


Ég fékk skemmtilegt boð um að vera dómari í Whiskey Sour kokteilakeppni í síðustu viku og að sjálfsögðu sló ég til.

Thanksgiving dinner : Einhvern tíma er allt fyrst


Vinir okkar komu í heimsókn frá Íslandi síðasta fimmtudag og þar sem það var "Thanksgiving" þá ákváðum við að hafa smá veislu. Hefðin er amerísk en  mér finnst hún ótrúlega skemmtileg og fagna þessum auka hátíðardögum þar sem vinir og fjölskylda koma saman og borða góðann mat. Ég hef aldrei áður í lífinu eldað kalkún svo ég viðurkenni að ég var örlítið stressuð. Ég pantaði kalkúninn frá slátraranum á horninu þar sem allt er eins ferskt og það gerist og sótti hann sama dag. Ég stóð nánast í eldhúsinu frá hádegi og fram á kvöld að vesenast í þessu en það var allt saman þess virði þegar við settumst niður að borða. 

Vilt þú fara á jólaveislu á Apótekinu?


Ég ætla að gefa einum lesenda hjá mér gjafabréf fyrir tvo á Jólaveislu á Apótek Restaurant.
Hver vill ekki gera vel við sig rétt fyrir jól ?

Dögurður á Mat og Drykk


"Hvert áttu að fara í brunch" greinarnar hjá mér hafa slegið í gegn og núna síðust helgi fór ég í brunch eða dögurð á Mat og Drykk.

15 mínútna máltíð


Fljótlegur og góður réttur sem klikkar ekki, kjúklinga tikka !

Parma og papriku spaghetti


Uppskrift að hrikalega góðum og ferskum pastarétt.

Matarmarkaður í Hörpu um helgina


Núna er seinasti markaðurinn í Hörpu fyrir jól og er getur verið sniðugt að versla nokkrar gómsætar jólagjafir eða bara dekra þig og þína um jólin.

3 bækur á leiðinni til mín


Ég elska Amazon og kaupi mér einu sinni í mánuði nýja bók. Ég hafði ekki gert það í smá tíma og gat ekki valið á milli þannig að þær fóru allar í körfuna.

Hvernig á að setja saman ostabakka?


Þegar ég set saman ostabakka finnst mér best að vera með 3-4 tegundir af ostum. Hér eru hugmyndir af því hvernig setja á saman bakka.

Krydd og Tehúsið


Ég kíkti í heimsókn í síðustu viku í Krydd og Tehúsið en það er verslun sem var að opna. Hún býður upp á krydd, te og svo miklu meira, svo sannarlega verslun fyrir sælkera. Ég er einmitt lengi búin að bíða eftir að slík búð opni á Íslandi. 

Kökusjoppan 17 sortir


Ég fór einn morguninn í heimsókn út á Granda í 17 sortir og þetta er algjörlega með þeim girnilegri sjoppum sem ég hef farið inn í.

Brunch : Le Creuset Egg Poacher


Ég gerði langþráðann sunnudagsbrunch um daginn þegar betri helmingurinn átti frí. Það getur verið örlítið tímafrekt að gera ferskann djús, pönnukökur og næstum því egg benedicts frá grunni, en almáttugur hvað það er þess virði. Það er líka notalegt að dúlla sér í eldhúsinu á rólegum degi, ég tala nú ekki um ef Michael Bublé er á fóninum á meðan. Þegar ég segi næstum því egg benedicts þá er það útaf því að ég nennti ómögulega að gera sósuna frá grunni og lét eggin nægja, en það er ótrúlega gott þannig að mínu mati. Ég nota reyndar þurrsteikta parmaskinku á brauðbollurnar þar sem mér finnst hún langbest.

Bakaður parmesan kúrbítur


Stundum á maður það til að festast í því að gera alltaf sama meðlætið með mat en gott meðlæti gerir, eins og allir vita, góðan mat mun betri. Ég prufaði nýja uppskrift fyrir stuttu og það smakkaðist rosa vel.

Karamellu&kaffishake


Uppskrift af yndislegum karamellu- og kaffishake.