Fréttir

Red Metallic


Ég átti alltaf eftir að sýna ykkur jólanaglalakkið mitt sem passaði einstaklega vel við tilefnið.

Makeup Herbergi


Eins og staðan er núna heima hjá mér þá er allt snyrtidótið mitt út um allt og ég veit ekki hvar neitt er. Hræðilegt ástand verður að segjast. Næstu dagar hjá mér eru því að fara í skipulag á snyrtidótinu og þrif á burstunum mínum. Ég get hreinlega ekki beðið eftir því í framtíðinni að eignast íbúð þar sem ég get búið til mitt eigið makeup herbergi eða pláss fyrir þannig aðstöðu. 

Snyrtivörur Desember Mánaðar


Desember er yfirleitt frekar skrítinn mánuður þegar kemur að snyrtivörum hjá mér. Í byrjun mánaðar í prófatíðinni þá mála ég mig lítið sem ekkert og svo seinni part mánaðar þá er endalaust um að vera í kringum hátíðarnar, sem gerir það að verkum að ég mála mig fínt oftar en vanalega. Þar sem ég er ekki búin að vera að blogga hérna í það langan tíma ákvað ég að gera bara færslu um það sem var í uppáhaldi í desember frekar en uppáhalds yfir allt árið. Það á eflaust eftir að vera einhver risa færsla á næsta ári af því tagi! 

Copper Sparkle


Núna í desember keypti ég mér pigment sett frá MAC úr hátíðarlínunni þeirra Objects of affection í litunum Pink and Rose. Ég var löngu búin að ákveða að gera áramóta lúkk með glimmerinu úr þessu setti sem heitir Soft Copper því mér fannst það passa fullkomlega við annað pigment frá MAC sem ég á og heitir Copper Sparkle. 

Áramótaförðun


Núna þegar aðeins örfáir dagar eru í áramótin, er ekki seinna vænna en að sýna ykkur nokkrar áramótafarðanir. Sú fyrsta er förðun sem ég hef gert ótal sinnum á sjálfa mig aðallega því hún er svo ótrúlega einföld en virkar samt sem áður eins og maður hafi haft pínu fyrir henni. Galdurinn á bak við þessa förðun er í rauninni pressed pigment frá MAC sem heitir Black Grape. Pressed pigmentin finnst mér fullkomin fyrir farðanir þegar þú villt hafa pínu glimmer og glans á augunum eins og margir vilja á áramótunum. 

Aðfangadags förðun


Aðfangadagur kom og fór og átti ég æðislegan dag með fjölskyldunni minni á Siglufirði. Það er alltaf gott að koma heim á Sigló og sérstaklega á þessum árstíma þegar maður getur notið þess að slappa af með fjölskyldunni. Ég póstaði mynd af mér á aðfangadag og fékk svo margar fyrirspurnir um hvað ég hefði notað svo ég ákvað að deila því bara með ykkur hér. Ég kýs yfirleitt að vera með frekar einfalda en samt sem áður fallega förðun á jólunum og vel svo eitthvað aðeins meira áberandi fyrir áramótin.

Hér að neðan getið þið svo séð allar vörurnar sem ég notaði í þessa förðun.

Ketkrókur Gefur


Í dag er það Ketkrókur sem kemur næst síðastur jólasveinanna til byggða. 

Hátíðarförðun - Glimmer augu og Nude varir


Dramatísk augnförðun við nude varir er lúkk sem ég hef alltaf verið hrifin af. Möguleikarnir eru endalausir og núna í kringum jól og áramót er skemmtilegt að draga fram hluti úr snyrtibuddunni sem maður er ekki að nota vanalega eins og glimmer og shimmer duft. 

Gáttaþefur gefur


Gáttaþefur er kominn til að gleðja.

Vörurnar sem fylgdu mér heim frá Danmörku


Að versla snyrtivörur er eitt það skemmtilegasta sem ég geri, sérstaklega þegar ég fer til útlanda. Úrvalið er svo mikið meira og þar finn ég oft vörurnar sem ég hef séð og heyrt talað um á erlendum förðunarbloggum sem ég fylgist með og á youtube. Ég greip með mér nokkrar vörur í jólagjafa verslunarleiðangrinum í Köben núna á dögunum og ætla að sýna ykkur hvað fékk að koma með mér heim. 

ASKASLEIKIR GEFUR..


Nú er komið að Askasleiki að gleðja lesendur FEMME.

Hann ætlar að gefa einum heppnum lesanda Clarisonic Mia 2 hreinsiburstann! 

STÚFUR GEFUR


Stúfur er næsti jólasveinn sem kemur til byggða og hann að sjálfsögðu gleymir ekki lesendum FEMME.

Snyrtivörur Kolbrúnar Pálínu


Eins og ég hef sagt ykkur þá hef ég rosalega gaman af því að forvitnast hjá öðrum um þeirra snyrtivörur. Í þetta skiptið hafði ég samband við Kolbrúnu Pálínu og fékk að leggja fyrir hana nokkrar spurningar. Kolbrún er stórglæsileg kona og það sést langar leiðir að hún veit hvað hún syngur þegar kemur að förðun og snyrtivörum. 

Hátíðarförðun : Dökkar varir og gyllt augu


Núna á næstu dögum á ég eftir að setja inn nokkrar hugmyndir af hátíðarförðun fyrir ykkur hvort sem það er fyrir jólaboðin, áramótin eða bara próflokadjammið. Fyrst langaði mig til að byrja á mjög klassískri förðun sem getur virkað fyrir næstum alla, dökkar varir við mjúka gyllta augnförðun. Ég sleppti því að nota eyeliner í þetta skiptið en þá fá varirnar og augnhárin að njóta sín betur.

Snyrtivörur Nóvember mánaðar


Í lok hvers mánaðar hafði ég hugsað mér að sýna ykkur nokkrar vörur sem hafa verið í mikilli notkun hjá mér þann mánuðinn. Núna í nóvember hafa húðvörur verið í mun stærra hlutverki heldur en förðunarvörur hjá mér. Þegar ég er í prófalestri þá nenni ég ekki eins mikið að hafa fyrir því að taka mig til og hef líka ekki eins mikinn tíma í það. Það er hins vegar mjög þæginlegt að skella á sig maska áður en maður sest niður og byrjar að læra og fínt að nýta þennan tíma til að dekra aðeins við húðina fyrir hátíðirnar. 

Barry M - Coconut & Mocha


Þeir sem þekkja mig vita að ég elska naglalökk og fallegar neglur. Um daginn bættust  tvö ný lökk í safnið sem eru frá Barry M. Ég hafði aldrei áður prófað vörur frá þessu merki svo ég var spennt að sjá útkomuna. Ég prófaði litina Coconut sem er hvítt glans lakk úr Gelly línunni og svo einnig Mocha sem er brúnt lakk úr Matte línunni.

Trend - Brúntóna varir


Ég held það hafi ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með í förðunarheiminum að 90's förðun, og þá sérstaklega varirnar, er komin aftur í nútímalegra formi. Við getum þakkað Kylie Jenner fyrir það að miklu leyti. Margir hafa heillast af hennar förðun og þar voru varirnar í aðalhlutverki. Ég hef heyrt af mörgum mismunandi varalitum sem hún er sögð nota en hef ekki fjárfest í neinum þeirra ennþá. Ástæðan fyrir því er að ég vil frekar finna mér lit sem hentar mér og mínum húðlit en er samt á þessu litasviði og get þannig tekið þátt í þessu trendi.

Augabrúnir: Uppáhalds vörur


Frá því ég byrjaði að pæla eitthvað í förðun þá hef ég verið mjög upptekin af augabrúnum. Persónulega finnst mér þær skipta mjög miklu máli fyrir heildarlúkkið og setja punktinn yfir i-ið í fallegri förðun. Ef ég hef lítinn sem engan tíma til að taka mig til þá vel ég yfirleitt að fylla inn í augabrúnirnar frekar enn að gera eitthvað annað því það eitt og sér finnst mér gera ótrúlega mikið.

Snyrtivörur Rósu Maríu!


Þegar kemur að snyrtivörum og förðun eru ótal möguleikar og útfærslur. Allir hafa sínar förðunarvenjur og engir tveir gera hlutina alveg eins. En einmitt af þessari ástæðu finnst mér rosalega gaman að forvitnast um það hvað annað fólk er að gera og hvaða vörur eru í uppáhaldi hjá þeim. 

Topp 5 vörur sem klikka aldrei!


Þar sem ég er ný fyrir ykkur lesendum þá fannst mér tilvalið að tala um nokkrar af mínum uppáhalds vörum.