Fréttir

Árshátíðarförðun - double liner


Ég gerði mér ferð suður núna í nokkra daga og það hitti svo á að NEMÓ var akkurat haldið á þeim tíma. Ég farðaði gullfallegu frænku mína hana Sigrúnu Hrefnu fyrir kvöldið, en förðunarlúkkið var sett saman til að passa sem best við fallega kjólinn hennar. Ég var búin að bíða eftir tækifæri til þess að nota augnskugga dúoið mitt frá Bare Minerals sem heitir Top Shelf, og þar sem kjóllinn hennar var ljósblár þá hentaði það fullkomlega! 

Uppáhalds í Janúar


Það verður að segjast að janúar flaug fram hjá mér án þess að ég tæki eftir því! Það er búið að vera brjálað að gera í skólanum ásamt öllu öðru sem maður er að gera svo mánuðurinn var búinn áður en ég vissi af. 

Ég er búin að vera prófa fullt af nýjum og skemmtilegum vörum upp á síðkastið sem verður gaman að segja ykkur frá núna í febrúar. Vörurnar sem ég tala um í þessari færslu eru blanda af nýjum og eldri hlutum en þeir eiga það sameiginlegt að hafa verið mest notaðir í janúar. 

Statement varir með Inspiration


Enn er að bætast við snyrtivöruflóruna hérna á Íslandi sem er alltaf gaman. L.A. girl vörurnar eru komnar til landsins og eru nú fáanlegar á fotia.is. 

Nýtt uppáhald í snyrtibuddunni!


Það að birta til undir augunum finnst mér mjög mikilvægt skref, hvort sem það er bara dagsdaglega eða þegar maður er að fara fínna út. Ég legg sérstaklega áherslu á það þegar ég er að contoura og highlighta fyrir fínni tilefni.

Topp 10 andlitsburstar


Ég hef alltaf ætlað að tala um mína uppáhalds bursta og segja ykkur frá þeim en ég ætla að skipta því upp í tvær færslur, andlits og augnbursta. Upprunarlega hét þessi færsla "Topp 5 andlitsburstar" en ég átti í miklum erfiðleikum með að velja bara fimm og fannst ég vera skilja alltof marga bursta útundan sem ég nota mjög mikið. 

Snyrtivörur Elsu Harðar


Nú er komið að næsta snyrtivöruspjalli og að þessu sinni var það Elsa Harðar sem svaraði nokkrum spurningum fyrir mig. Elsa hefur verið að hanna sína eigin línu af hálsmenum undir vörumerkinu Tribo sem hafa vakið mikla athygli. Tribo hálsmenin eru öll handgerð úr efnum frá Portúgal en þau eru seld í Level í Mosfellsbæ. Elsa er virkilega glæsileg stúlka og alltaf fallega förðuð svo það var gaman að forvitnast aðeins um hennar snyrtivenjur sem ég deili hér með ykkur.  

Forever light creator serum


Uppá síðkastið hef ég verið með pínu æði fyrir húðumhirðu og vörum sem tengjast því. Það er kannski vegna þess að húðin mín var ekki búin að vera uppá sitt besta og mér fannst ég þurfa að breyta til í þeirri rútínu sem ég var með til að sjá einhverja breytingu. 

Golden Globe 2015 Best of beauty


Gloden Globe verðlaunin fóru fram í nótt á Beverly Hilton Hotel í Beverly Hills í 72. skiptið . Það voru eflaust einhverjir sem vöktu til að fylgjast með og hefði ég mikið verið til í að vera ein af þeim en vinnan í dag kom í veg fyrir það. Hinsvegar var það mitt fyrsta verk í tölvunni í morgun að skoða allar farðanirnar og heildarlúkkin hjá stjörnunum. 

Það er ekki annað hægt en að vera spenntur fyrir þessu öllu saman þegar flottustu förðunarfræðingar og hönnuðir í heimi koma að förðun og klæðnaði. Ég ætla að sýna ykkur þær farðanir sem mér fannst standa upp úr frá þessari hátíð en það voru margar sem komu virkilega vel út.

Red Metallic


Ég átti alltaf eftir að sýna ykkur jólanaglalakkið mitt sem passaði einstaklega vel við tilefnið.

Makeup Herbergi


Eins og staðan er núna heima hjá mér þá er allt snyrtidótið mitt út um allt og ég veit ekki hvar neitt er. Hræðilegt ástand verður að segjast. Næstu dagar hjá mér eru því að fara í skipulag á snyrtidótinu og þrif á burstunum mínum. Ég get hreinlega ekki beðið eftir því í framtíðinni að eignast íbúð þar sem ég get búið til mitt eigið makeup herbergi eða pláss fyrir þannig aðstöðu. 

Snyrtivörur Desember Mánaðar


Desember er yfirleitt frekar skrítinn mánuður þegar kemur að snyrtivörum hjá mér. Í byrjun mánaðar í prófatíðinni þá mála ég mig lítið sem ekkert og svo seinni part mánaðar þá er endalaust um að vera í kringum hátíðarnar, sem gerir það að verkum að ég mála mig fínt oftar en vanalega. Þar sem ég er ekki búin að vera að blogga hérna í það langan tíma ákvað ég að gera bara færslu um það sem var í uppáhaldi í desember frekar en uppáhalds yfir allt árið. Það á eflaust eftir að vera einhver risa færsla á næsta ári af því tagi! 

Copper Sparkle


Núna í desember keypti ég mér pigment sett frá MAC úr hátíðarlínunni þeirra Objects of affection í litunum Pink and Rose. Ég var löngu búin að ákveða að gera áramóta lúkk með glimmerinu úr þessu setti sem heitir Soft Copper því mér fannst það passa fullkomlega við annað pigment frá MAC sem ég á og heitir Copper Sparkle. 

Áramótaförðun


Núna þegar aðeins örfáir dagar eru í áramótin, er ekki seinna vænna en að sýna ykkur nokkrar áramótafarðanir. Sú fyrsta er förðun sem ég hef gert ótal sinnum á sjálfa mig aðallega því hún er svo ótrúlega einföld en virkar samt sem áður eins og maður hafi haft pínu fyrir henni. Galdurinn á bak við þessa förðun er í rauninni pressed pigment frá MAC sem heitir Black Grape. Pressed pigmentin finnst mér fullkomin fyrir farðanir þegar þú villt hafa pínu glimmer og glans á augunum eins og margir vilja á áramótunum. 

Aðfangadags förðun


Aðfangadagur kom og fór og átti ég æðislegan dag með fjölskyldunni minni á Siglufirði. Það er alltaf gott að koma heim á Sigló og sérstaklega á þessum árstíma þegar maður getur notið þess að slappa af með fjölskyldunni. Ég póstaði mynd af mér á aðfangadag og fékk svo margar fyrirspurnir um hvað ég hefði notað svo ég ákvað að deila því bara með ykkur hér. Ég kýs yfirleitt að vera með frekar einfalda en samt sem áður fallega förðun á jólunum og vel svo eitthvað aðeins meira áberandi fyrir áramótin.

Hér að neðan getið þið svo séð allar vörurnar sem ég notaði í þessa förðun.

Ketkrókur Gefur


Í dag er það Ketkrókur sem kemur næst síðastur jólasveinanna til byggða. 

Hátíðarförðun - Glimmer augu og Nude varir


Dramatísk augnförðun við nude varir er lúkk sem ég hef alltaf verið hrifin af. Möguleikarnir eru endalausir og núna í kringum jól og áramót er skemmtilegt að draga fram hluti úr snyrtibuddunni sem maður er ekki að nota vanalega eins og glimmer og shimmer duft. 

Gáttaþefur gefur


Gáttaþefur er kominn til að gleðja.

Vörurnar sem fylgdu mér heim frá Danmörku


Að versla snyrtivörur er eitt það skemmtilegasta sem ég geri, sérstaklega þegar ég fer til útlanda. Úrvalið er svo mikið meira og þar finn ég oft vörurnar sem ég hef séð og heyrt talað um á erlendum förðunarbloggum sem ég fylgist með og á youtube. Ég greip með mér nokkrar vörur í jólagjafa verslunarleiðangrinum í Köben núna á dögunum og ætla að sýna ykkur hvað fékk að koma með mér heim. 

ASKASLEIKIR GEFUR..


Nú er komið að Askasleiki að gleðja lesendur FEMME.

Hann ætlar að gefa einum heppnum lesanda Clarisonic Mia 2 hreinsiburstann! 

STÚFUR GEFUR


Stúfur er næsti jólasveinn sem kemur til byggða og hann að sjálfsögðu gleymir ekki lesendum FEMME.