Fréttir

Snyrtivöru óskalistinn minn!


Síðasta sumar var ég mikið í Sephora og fór í Ulta þegar það var einhverstaðar í nágrenninu við mig og gat þar af leiðandi nálgast allt það snyrtidót sem mér langaði í hverju sinni. 

NÝJUNGAR Í FOTIA - COLOURED RAINE


Ég fékk nýverið æðislega gjöf frá versluninni FOTIA. Í þeirri gjöf leyndist augnskuggapalletta sem er búin að vera á óskalistanum hjá mér og tveir mattir varaglossar frá snyrtivörumerkinu Coloured Raine

Snyrtivöruspjall og insta innlit: Sigrún Hrefna


Í snyrtivöruspjallinu í þetta skiptið ákvað ég að leita til frænku minnar hennar Sigrúnar Hrefnu. Hún er ótrúlega góð, metnaðarfull og gullfalleg stelpa bæði að innan sem utan. Hún var módelið mitt í lokaprófinu mínu í Mood Makeup School og unnum við verðlaunin fyrir bestu myndina. Síðan þá hefur hún verið að módelast mikið og ef ég ætti að velja mér einn andlits "striga" hérna á Íslandi til að mála alltaf þá væri það líklegast hún, en ástæðuna sjáið þið hér að neðan ;) Hún heldur úti mjög skemmtilegu instagrami að mínu mati svo ég fékk hana til að deila með okkur nokkrum myndum þaðan líka. 

Einföld áramótaförðun með NYX!


Langaði að sýna ykkur hugmynd af mjög einfaldri förðun sem hentar vel um áramótin en ég notaði vörur frá NYX til þess. 

Jólaförðunin mín - 5 lykilvörur


Núna yfir jólahátíðirnar þá förum við flest í okkar fínasta púss. 

Uppáhalds


Ég er með mjög fjölbreytta förðunar rútínu. Ég prófa mikið af nýjum vörum og þessvegna er ég alltaf að finna mér eitthvað nýtt uppáhald. Mér datt í hug að deila með ykkur mínum uppáhalds vörum þessa stundina en margar af þeim væru líka frábærar í jólapakkan. 

Langar þér í áletraðan YSL varalit?


Núna á morgun fimmtudaginn 1. desember og föstudaginn 2. desember ætlar YSL að endurtaka leikinn og hafa varalita áletranir sem slógu í gegn í fyrra! 

Íslenskar húðvörur frá Taramar - GJAFALEIKUR


Ég má til með að segja ykkur frá vörum sem ég hef verið að prufa núna í nokkra mánuði og er kolfallin fyrir. Það skemmir ekki að þær eru íslenskar og innihalda engin óæskileg efni. Einnig langar mig til að gleðja tvo heppna lesendur Femme með fallegum pökkum frá Taramar. 

Top 10 Urban Decay vörurnar mínar + Gjafaleikur!


Í tilefni af opnun Urban Decay þá langaði mig að gera lista yfir mínar top 10 vörur frá merkinu. Og að sjálfsögðu að gefa einum heppnum stórglæsilegan vinning.

NEW IN & FÖRÐUNAR TUTORIAL


Mig langar til þess að sýna ykkur nokkrar vörur sem ég fékk að gjöf frá Fotia fyrir skemmstu. 
Þær fá sér færslu því ég er svo ótrúlega ánægð með þær og vill deila þeim með ykkur kæru lesendur. 
__________________________________________________

Útskrifuð


Reykjavík make up school 

Snyrtivörur Svölu Björgvins


Jæja þá er komið að næsta snyrtivöru spjalli. Engin önnur en Svala Björgvins var svo indæl að svara nokkrum spurningum þar sem við fáum að forvitnast um hennar snyrtivörur og venjur. 

NÝTT UPPÁHALD FRÁ ESSIE


Ég fékk þetta æðislega Essie lakk að gjöf fyrir stuttu síðan og er algjörlega ástfangin. 
Ég var búin að sjá myndir af því á netinu enda einn mest pinnaði liturinn á Pinterest.
Liturinn heitir Angora Cardi og er fullkominn haustlitur að mínu mati. 
Myndirnar tala sínu máli.
___________________________________________

Dr. Bronner's sápa - frábær í burstaþvott


Ég kynntist þessari sápu um daginn þegar ég kíkti á markaðinn í Gló fákafeni og langaði að deila ánægju minni með ykkur. 

Nýtt í förðunarsafnið


Ég keypti mér nýja pallettu frá Morphe. Hún er fullkomin fyrir haustið og litirnir eru to die for. Það er líka svo tilvalið að dunda sér við að prufa nýjungar í þessari rigningu en ég var allavegana ekki fyrir vonbrygðum. 

Dásamlegur frískandi ilmur frá Guerlain


Ef þú ert fyrir fersk ilmvötn þá get ég svo sannarlega mælt með Aqua Allegoria frá Geurlain! Ilmurinn er strax kominn í algjört uppáhald. 

Nude Magique CC Cream frá Loreal


Mig langar svo að deila með ykkur hrifningu minni á þessari snilldar vöru frá Loreal

Fullkominn varalitur fyrir haustið + skyggingarpaletta fyrir augun


YSL er eitt af mínum uppáhalds merkjum. Varalitirnir, bb kremið, meikin þeirra og gullpenninn eru allt vörur sem eru í sérstöku uppáhaldi ásamt nýja ilmnum þeirra Mon Paris sem er strax orðinn minn go to ilmur.

Bella Posh Organizer


Ég rakst á þessar skemmtilegu makeup hirslur í lok síðasta árs á instagram frá Bella posh organizers. Uppsetningin fannst mér mjög skemmtileg fyrir varaliti, gloss, blýanta og fleira þar sem turninn er með snúningshjóli undir sem ég hef ekki séð áður á svona hirslum. Ég keypti hana í glæru plexigleri því ég vil geta séð allt auðveldlega en þær var einnig hægt að fá í hvítu, svörtu og bleiku. Spinning Tower kemur í nokkrum útfæslum sem sjá má á heimasíðu þeirra. Fyrir þær ykkar sem eru með makeupið í Alex skúffunum frá IKEA er einnig hægt að fá sérstakar hirslur sem passa ofaní þær skúffur, sjá nánar hér

Snyrtivöruspjall og Instagram innlit hjá Hildigunni Ólafs


Á mínum reglulega Instagram rúnti rakst ég á Hildigunni Ólafsdóttur eða @Hildaolafs eins og hún heitir á Instagram.