Fréttir

Snyrtivörur Hildar Guðrúnar


Ég elska að fylgjast með förðunarfræðingum á instagram, bæði erlendum og íslenskum til þess að fá innblástur. Það var ein íslensk stelpa sem var alltaf að poppa upp í explore hjá mér með svo ótrúlega flottar makeup myndir. Sú heitir Hildur Guðrún og þið finnið hana á instagram undir @Hildurmua ef þið viljið fylgjast með henni! Ég ákvað því að senda á hana línu og forvitnast aðeins hjá henni um hennar snyrtivörur. 

Uppáhalds í janúar


Jæja ég loksins komst í það að gera þessa blessuðu færslu sem hefur verið á dagskrá núna í of langan tíma, en betra er seint en aldrei ekki satt?

Wonder Mud undra maskinn!


Mér finnst fátt meira kosy en að taka heima spa kvöld með öllu tilheyrandi. Ég geri það því miður alltof sjaldan þar sem ég gef mér ekki tíma í það fyrr en húðin og hárið eru farin að öskra á athygli.

Makeup Trend ársins 2016


Nýju ári fylgja nýjar áherslur á mörgum stöðum og er snyrtivörubransinn engin undantekning þar. 

RISA Gjafaleikur - Allar uppáhalds snyrtivörur ársins 2015


Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur! Þar sem ég tók ekki þátt í öllum jólagjafaleikjunum sem voru í gangi í kringum hátíðirnar þá ákvað ég að hafa stærri og að mínu mati skemmtilegri leik núna á nýju ári ;)

Urban Decay : Top 6 Must Haves


Urban Decay er snyrtivörumerki sem hefur notið mikilla vinsælda í Bretlandi. Ég kynntist því fyrst þegar ég lærði makeup í London fyrir 3 árum þar sem augnprimerinn þeirra var í uppáhaldi hjá flestum sem kenndu okkur. Síðan þá hef ég aðeins verið að prófa mig áfram með vörurnar og hér eru mínar top 6 vörur sem mér finnst must að eiga í snyrtibuddunni. Ef þið eruð á leið til Bretlands er best að nálgast vörurnar í Debenhams, House of Fraiser & John Lewis. Og ég veit að þær fást í Sephora ef þið eruð á leiðinni til USA. 

Áramótaförðunin mín og inspó myndir


Ég er búin að vera lasin mest öll jólin en mér fannst ég ekki geta sleppt því að setja inn allavegana eitt áramótalúkk. 

Hátíðarlúkk - Allt sem er grænt grænt...


Ég afsaka fjarveruna hér gott fólk, lífið búið að vera frekar busy á öllum vígstöðum undanfarið. 

NÝTT Í SNYRTIHILLUNA


Ég verlsaði mér nýlega burstasett frá Sonia Kashuk sem ég verð að fá að deila með ykkur.

Makeup Eraser - Fyrir og eftir myndir


Núna fyrir stuttu kynntist ég þessum fallega bleika klút sem kveðst geta tekið af manni allan farða án þess að nota neinn hreinsi. Það eitt finnst mér nokkuð merkilegt, og var ég mjög efins áður en ég prófaði hann.

Hátíðarlúkk - Dökkar varir og glimmer eyeliner


Hátíðarlúkk nr. 2 er mjög hefðbundið en það er bara þessi klassíski svarti eyeliner sem ég poppaði svo upp með svörtu glimmeri frá MAC. Upprunarlega ætlaði ég að hafa rauðar varir við en fannst það svo of fyrirsjáanlegt svo ég ákvað að hafa þær í dekkri kantinum. Þær sem eru meira fyrir rauðar varir geta að sjálfsögðu skipt dökka litnum út. 

Hátíðar förðun - Glimmer smokey


Þar sem desember er að ganga í garð og það eru fullt af tilefnum til þess að gera sig extra fína þá fannst mér kominn tímí á að gera nokkur hátíðar makeup lúkk. Þetta fyrsta er kannski í dramatískari kantinum en hentar samt sem áður fyrir fullt af tilefnum fyrir þær sem þora ;) 

Uppáhalds í nóvember


Ég held að það sé óhætt að segja að nóvember sé einn af uppáhalds mánuðunum mínum en það hefur eflaust eitthvað með það að gera að ég á afmæli í byrjun hans ;) Það var einmitt á afmælisdaginn minn 3. nóv sem það var komið eitt ár síðan ég byrjaði að blogga hérna á FEMME, fyndið hvað mikið getur breyst á einu ári. En að innihaldi færslunar, þetta eru þær vörur sem voru í aðalhlutverki hjá mér þennan nóvember mánuðinn.

Fullkomnar gel neglur <3


Ég elska fallegar neglur, þeir sem þekkja mig vita að ég hef alltaf verið þannig og hugsað vel um mínar eigin.

Misstir þú af áletruðum varalit?


Það fór eflaust ekki framhjá mörgum að YSL bauð uppá áletrun á Rougve Pur Couture um daginn í kringlunni. Því miður fengu færri en vildu og því hefur verið ákveðið að bjóða upp á það aftur og í þetta skipti í verslunni Bjargi á Akranesi. Það verður "Gott Kvöld" hjá þeim á fimmtudagskvöldið frá 18-22, þar munu þær bjóða upp á 15% afslátt af varalitunum þar sem áletrun er innifalin.

Day & Night með ILIA


Húðin er okkar stærsta líffæri svo það er mjög mikilvægt að hugsa vel um hana, hvort sem það á við um snyrtivörur eða það sem við innbyrðum. Sem betur fer fyrir okkur þá eru fleiri og fleiri snyrtivörumerki að spretta upp með lífrænar vörur sem við eigum klárlega að nýta okkur. Það hefur einhvernveginn verið búin til sú mýta að lífrænar snyrtivörur sé að einhverju leiti ekki eins góðar og aðrar. Það hefur mögulega einhverntímann átt við en í dag eru komin háklassa snyrtivörumerki sem einblína lífrænar gæða snyrtivörur. 

Langar þér í sérmerktan YSL varalit?


Ég var svo heppin að fá afhentan YSL Rouge Pur Couture varalit sem var búið að láta grafa nafnið mitt á. Það hitti svo akkurat á að ég átti afmæli í gær svo þetta var hin fínasta afmælisgjöf sem gladdi makeup hjartað mitt mikið!

Halloween : MakeupForever Flash Pallette


Þá er Halloween helgin yfirstaðin. Mér finnst hún alltaf jafn skemmtileg og elska að fá krakkana í hverfinu upp að dyrum að sníkja nammi og sjá alla flottu búningana. Skemmtilegast af öllu þykir mér þó makeupið en á þessum degi er hægt að vera hvað sem manni langar til án þess að það sé of mikið af hinu góða. Þetta árið varð hlébarðinn fyrir valinu. Í grunninn notaði ég Flash Pallette frá MakeupForever, en ég hef áður talað um vörur frá þessu merki og er mikill aðdáandi. Ég kynntist pallettunni fyrst í makeupskólanum í London fyrir nokkrum árum og hef oft gripið í hana þegar ég er að leika mér með óhefðbundin lúkk. Með henni notaði ég svo augnskugga í sömu litum til að festa litinn, svartann eyeliner og "over the top" augnhár. 

Kiss & Love YSL


Holiday lúkkið 2015 frá YSL er væntanlegt í búðir núna um miðjan mánuðinn og ég verð að gefa þessu merki það að mér finnst þeir alltaf vera on point með fallegar og girnilegar umbúðirnar á vörunum sínum. Þetta eru náttúrulega high end vörur svo það er ákveðinn klassi yfir öllu hjá þeim hvort sem það snýr að innihaldi eða útliti á þeirra vörum.

Clear Acne Body Spray


Okei það er kominn tími á smá real talk hérna á þessu bloggi. Ég þarf aðeins að segja ykkur frá vöru sem er búin að hjálpa mér mikið og á eflaust eftir að hjálpa mörgum öðrum þar sem ég veit að þetta er algengt vandamál.