Fréttir

Day & Night með ILIA


Húðin er okkar stærsta líffæri svo það er mjög mikilvægt að hugsa vel um hana, hvort sem það á við um snyrtivörur eða það sem við innbyrðum. Sem betur fer fyrir okkur þá eru fleiri og fleiri snyrtivörumerki að spretta upp með lífrænar vörur sem við eigum klárlega að nýta okkur. Það hefur einhvernveginn verið búin til sú mýta að lífrænar snyrtivörur sé að einhverju leiti ekki eins góðar og aðrar. Það hefur mögulega einhverntímann átt við en í dag eru komin háklassa snyrtivörumerki sem einblína lífrænar gæða snyrtivörur. 

Langar þér í sérmerktan YSL varalit?


Ég var svo heppin að fá afhentan YSL Rouge Pur Couture varalit sem var búið að láta grafa nafnið mitt á. Það hitti svo akkurat á að ég átti afmæli í gær svo þetta var hin fínasta afmælisgjöf sem gladdi makeup hjartað mitt mikið!

Halloween : MakeupForever Flash Pallette


Þá er Halloween helgin yfirstaðin. Mér finnst hún alltaf jafn skemmtileg og elska að fá krakkana í hverfinu upp að dyrum að sníkja nammi og sjá alla flottu búningana. Skemmtilegast af öllu þykir mér þó makeupið en á þessum degi er hægt að vera hvað sem manni langar til án þess að það sé of mikið af hinu góða. Þetta árið varð hlébarðinn fyrir valinu. Í grunninn notaði ég Flash Pallette frá MakeupForever, en ég hef áður talað um vörur frá þessu merki og er mikill aðdáandi. Ég kynntist pallettunni fyrst í makeupskólanum í London fyrir nokkrum árum og hef oft gripið í hana þegar ég er að leika mér með óhefðbundin lúkk. Með henni notaði ég svo augnskugga í sömu litum til að festa litinn, svartann eyeliner og "over the top" augnhár. 

Kiss & Love YSL


Holiday lúkkið 2015 frá YSL er væntanlegt í búðir núna um miðjan mánuðinn og ég verð að gefa þessu merki það að mér finnst þeir alltaf vera on point með fallegar og girnilegar umbúðirnar á vörunum sínum. Þetta eru náttúrulega high end vörur svo það er ákveðinn klassi yfir öllu hjá þeim hvort sem það snýr að innihaldi eða útliti á þeirra vörum.

Clear Acne Body Spray


Okei það er kominn tími á smá real talk hérna á þessu bloggi. Ég þarf aðeins að segja ykkur frá vöru sem er búin að hjálpa mér mikið og á eflaust eftir að hjálpa mörgum öðrum þar sem ég veit að þetta er algengt vandamál. 

Augabrúnir - Mínar vörur


Ég veit ekki hvort að það hefur farið fram hjá einhverjum en ég elska augabrúnir. Ef það væri einhver möguleiki fyrir mig að safna í þykkari brúnir þá væri ég pottþétt að því þessa stundina en það er bara því miður ekki í boði fyrir alla. Augabrúnir eru mjög on trend þessa stundina í allskonar útgáfum en sama í hvaða stíl þær eru þá finnst mér alltaf mjög mikilvægt að móta þær. Ég tek einna mest eftir því þegar ég er að fara eitthvað fínna og búin að klára allt andlitið og augun og augabrúnirnar eru eftir, þá sér maður virkilega hvað þær skipta miklu máli í því að móta andlitið og ramma inn heildarlúkkið.

Snyrtivörur Elínar Lovísu


Næsti viðmælandi minn í snyrtivöruspjallinu er Elín Lovísa Elíasdóttir. Ég man eftir þessari flottu stelpu frá því að hún var í færlsu hér á síðunni hjá okkur þegar Sylvía var að mynda hana. Ég er svo mikill húðperri og VÁ hvað hún er með gorgeous húð! þið getið sér þá færslu með myndunum úr myndatökunni hennar og Sylvíu hérna. 

Nýtt - Blemish Remedy farði


Ef það er eitthvað sem mér finnst gaman að prófa þá eru það farðar. Ástæðan fyrir því er að maður er alltaf að leita af hinum fullkomna grunni því ef grunnurinn er ekki fallegur þá segir það sig sjálft að förðunin verður aldrei falleg enda er farðinn undirstaða förðunarinnar. 

Allt sem er bleikt bleikt..


í tilefni bleika mánaðarins þá fannst mér tilvalið að henda í eina færslu með öllum uppáhalds bleiku snyrtivörunum mínum. Ég fór í bleika boðið með nokkrum af FEMME stelpunum og skemmtum við okkur konunglega! Það var svo mikið lagt í showið og það sem meira er að allir sem komu að þessu verkefni og sýningunni voru að gefa vinnuna sína. Það flotta fólk á hrós skilið fyrir frábærlega vel heppnað kvöld, svo takk fyrir okkur! 

Augabrúnir - Hvernig ég lita og móta þær sjálf


Ég hef sagt það hérna áður á blogginu að ég lita og plokka sjálf á mér augabrúnirnar í 99% tilfella. Ég hef gert þetta síðan í grunnskóla svo ég þekki mínar brúnir orðið nokkuð vel og treysti bara engum öðrum fyrir þeim ef ég á að vera hreinskilin. 

Uppáhalds í september


September var bara nokkuð góður mánuður verð ég að segja. Fullt af nýjum snyrtivörum til að prófa eftir NY kaupæðið en ég verð að viðurkenna að ég er ekki byrjuð að nota helminginn af þeim, mikið að komast yfir! Allar þessar vörur eru nýjar fyrir mér og ég er búin að ofnota þær allar. 

Black Opium Edition 20% afsláttur!


Á morgun fimmtudaginn 17. september mun YSL hefja kynningu á nýrri Black Opium edition línu en eins og þið vitið eflaust nú þegar þá kom Black Opium perfume frá merkinu fyrir ekki svo löngu og sló rosalega í gegn um allan heim.

Haustlúkk - Pretty day and night


Ég verð að segja að ég er alveg löngu orðin tilbúin að fá til baka dekkri varir og öðruvísi förðunaráherslur svo ég tek haustinu alveg fagnandi hvað það varðar. Yfirleitt finnst mér haustlínurnar frá snyrtivörumerkjunum líka skemmtilegastar þar sem þær eru aðeins meira edgy heldur en vor og sumar línurnar ef ég má sletta aðeins.

Uppáhalds í Ágúst


Betra seint en aldrei ekki satt? Ég gerði ekki uppáhalds færslu fyrir júlí mánuð þar sem ég var ekki með neitt sérstakt þann mánuðinn sem var búið að vera í extra mikilli notkun. Þar af leiðandi var meira fyrir mig til að tala um þennan mánuðinn. Ég er núna nýkomin frá NY þar sem ég verslaði mögulega aðeins of mikið af snyrtidóti svo ég mun sýna ykkur það á næstu dögum svo það er nokkuð ljóst að það mun ekki vanta uppáhalds færslu fyrir september mánuð. En til að koma mér nú að efni þessarar færslu þá eru þetta þær vörur sem voru í uppáhaldi hjá mér núna í ágúst. 

Fallegar nýjungar frá YSL - Haust 2015


Magnað að haustið sé strax í rauninni komið, þó mér finnist reyndar eins og það hafi verið hér á Siglufirði í allt sumar. En með haustinu koma kosy peysur og breyttar förðunaráherslur svo haustið er ekki alslæmt. Haust línan frá YSL Pretty Metal er að koma í verslanir í næstu viku en hún er virkilega falleg og inniheldur skemmtilegar nýjungar. Í línunni er að finna augnskuggapalettu, augabrúnagel, gegnsætt púður sem fullkomnar yfirborð húðarinnar, gloss með metallic glans, þrjá nýja varaliti í Rouge Colupté Shine línuna, Couture Kajal augn khol og síðast en ekki síðst naglaskraut.

Snyrtivörur Svövu Guðrúnar


Það er heldur betur löngu kominn tími á nýja færslu frá mér svo hér kemur hún loksins! Ég hafði samband við hana Svövu til þess að svara nokkrum spurningum í snyrtivöruspjallinu sem hún var svo indæl að gera. Svava Guðrún starfar sem flugfreyja í sumar og stundar nám við Háskólann í Reykjavík á veturna í Sálfræði. Það fer ekki framhjá neinum að hún er stórglæsileg, alltaf mjög fallega förðuð og mér finnst góðmennskan og útgeislunin hreinlega skína af henni. Ég sjálf var því mjög forvitin að vita hvað hún væri að nota svo vonandi hafið þið eins gaman af lesningunni og ég!

Dupes - Ódýrari kostir á dýrari snyrtivörum!


Ég hef ætlað að gera svona blogg frá því ég byrjaði hérna á síðunni en það hefur bara alltaf gleymst þangað til núna! Í þessari færslu ætla ég að sýna ykkur ódýrari kosti fyrir aðrar dýrari og þekktari vörur í snyrtivöruheiminum. Það er svo mikil samkeppni á þessum markaði og úrvalið svo gígatískt mikið að það er næstum hægt að finna dupe vöru fyrir flest allar snyrtivörur. Og fyrir ykkur sem ekki vitið þá sendur Dupe semsagt fyrir Duplicate  Product.

Í tilefni dagsins.. Uppáhalds Varalitur


Ég veit ekki hvort að það fór framhjá einhverjum á instagram að það var #nationallipstickday í dag. Það getur svo sem vel verið að það hafi farið fram hjá fullt af fólki sem er ekki að followa endalaust af förðunarfræðingum og snyrtivörufyrirtækjum eins og ég, en hvað um það, þið vitið það þá alla vegana núna ;)

Nauðsynjar fyrir Þjóðhátíð


Þar sem að þjóðhátíð og fleiri útihátíðir eru alveg að fara bresta á þá fannst mér sniðugt að setja saman pínu lista yfir snyrtivörur sem mér myndi finnast ómissandi í þessum aðstæðum.

Spurt og svarað...


Hérna eru nokkrar af þeim spurningum sem ég hef fengið á tölvupóstinn minn svo ég ákvað að setja þær og svörin við þeim upp í færslu. Ég svara alltaf öllum þeim spurningum sem ég fæ þar til baka í tölvupóstum. Í þessari færslu eru þær spurningar sem hafa verið hvað algengastar.