Fréttir

Beauty mistök sem þú gætir verið að gera


Þegar kemur að förðun og umhirðu húðarinnar eru svo mörg einföld atriði sem við getum verið að gera vitlaust en þau skipta kannski rosalega miklu máli þegar uppi er staðið. Ég les alveg ótrúlega mikið af alls konar beauty tengdum greinum eftir bæði förðunarfræðinga, snyrtifræðinga og húðlækna því maður getur alltaf lært eitthvað nýtt og áhugavert sem tengist þessu fagi. sjónarhornin eru eins misjöfn og þau eru mörg í þessum greinum öllum en það eru samt sem áður ákveðin atriði sem allir virðast vera sammála um. Ég ætla í þessari færslu að nefna nokkur algeng mistök sem mjög margir eiga til að gera og ég sjálf gerði sjálf áður ég fór í þetta nám og kynnti mér hlutina betur.
 

Topp 10 Must have MAC vörurnar mínar


Ég veit ekki hversu oft ég fæ spurninguna hvað á ég að kaupa mér í MAC? Það er allavegana mjög oft og sérstaklega á sumrin þegar fólk er mikið að fara til útlanda og ætlar að versla sér eitthvað fallegt. Ég ákvað því að gera minn topp 10 lista yfir þær vörur sem eru í persónulegu uppáhaldi hjá mér frá merkinu. Listinn gæti alveg heitið topp 20 þar sem ég nota mjög mikið af vörum frá merkinu en ég er hrædd um að sú færsla yrði alltof löng svo topp 10 skal það vera! Þessi listi er líka bara yfir förðunarvörurnar þar sem ég ákvað að hafa ekki bursta né húðvörur með í þessari færslu.

Sneak Peak - Ný Makeup lína H&M


Núna veit ég ekkert hvort ykkur finnst þetta eitthvað merkilegt, en snytivöruhjartað mitt tók allavegana kipp þegar ég sá þetta á netinu í gær. Ég get orðið asnalega spennt fyrir svona hlutum en H&M tilkynnti að þeir væru að fara setja í sölu nýja línu af snyrtivörum. Það gefur augaleið að þessar vörur verða líklegast meiri gæði þar sem mun meira er lagt í pakkningar og útlit línunnar. Persónulega finnst mér það skipta miklu máli að pakkningarnar heilli augað og þær gerðu það svo sannalegar í þessu tilfelli.

Tax Free spreð


Ég kíkti á Tax-free dagana í hagkaup núna um helgina eins og eflaust margar ykkar og keypti mér nokkra hluti sem hafa verið á óskalistanum í þó nokkurn tíma. Ég ákvað að farða mig með vörunum og sýna ykkur hvernig þær koma út en við fyrstu kynni er ég mjög hrifin af þeim öllum enda er ég búin að kynna mér flest allt snyrtidót áður en ég kaupi það.

Smashbox contour kit + Brúðkaupsförðunin mín


Ég keypti mér þessa skyggingar pallettu frá Smashbox á dögunum og hef verið að prófa mig áfram með hana síðan þá. Mér datt í hug að hún gæti nýst mér vel þar sem ég var að fara farða fyrir brúðkaup núna síðustu helgi og það reyndist heldur betur rétt. 

Nýtt uppáhald fyrir sumarið! GG Bronzing Cream


Ég skrapp til færeyja núna yfir helgina og sá þessa nýjung frá Loreal í fríhöfninni þar. Fríhöfnin er nú ekki stór en mér tókst samt sem áður að kaupa mér eitthvað spennandi þar sem ég á eftir að sýna ykkur meira á næstu dögum.

Nýtt frá L.A. Girl Liquid to Matte varalitir!


Jæja loksins komst ég í það að setja inn færslu þar sem ég er næstum því búin í prófunum, sem betur fer er það dæmi allt að taka enda bráðum! En ég varð bara að gefa mér pínu tíma til að segja ykkur frá þessari snilld sem kom inn um lúguna hjá mér fyrir tveimur dögum. 

GJAFALEIKUR í samstarfi við Coolcos!


Hverjum finnst ekki gaman að fá gefins snyrtidót? Sérstaklega eitthvað nýtt og spennandi sem gaman er að prófa. Það var að koma ný lína fyrir sumarið hjá Coolcos með nýjum og skemmtilegum litum sem ykkur gefst kostur á að eignast með því að taka þátt í þessum gjafaleik! Ásamt augnskuggum og varalit úr nýju línunni þá inniheldur vinningurinn nýtt hreinsigel frá Coolcos sem er úr náttúrulega virkum efnum sem vinna gegn öldrun húðarinnar og er ætluð öllum húðgerðum. 

Kominn tími á að hreinsa út ?


Ég ætla að fullyrða það hér og nú að meirihlutinn af konum eiga snyrtivörurnar sínar í alltof langan tíma. Þar sem ég er förðunarfræðingur og vinn meðal annars við það að farða annað fólk þá er ég mjög meðvituð um endingu og hreinlæti í mínum snyrtivörum enda annað ekki boðlegt þegar maður starfar í þessu fagi. Ég las grein um daginn þar sem kom fram að meðal kona geymir snyrtivörurnar sínar í 6 ár umfram endingartíma vörunar! Það er mjög langur tími en kemur mér samt ekki á óvart því fólk í flestum tilfellum veit bara ekki betur og heldur að það sé í lagi með vöruna. Ég setti upp tímaviðmiðun sem er hægt að miða við en þetta er að sjálfsögðu bara sirka endingartíminn svo ég gæti tekið nokkrar vörur fyrir í einum hóp.

Blush It On Contour Palletta


Ég á virkilega erfitt með mig þegar ég eignast eitthvað nýtt snyrtidót og verð helst að prófa það um leið og ég er komin heim eða strax daginn eftir þegar ég mála mig aftur. Núna á fimmtudaginn fékk ég þessa fallegu Blush It On Contour Pallettu í hendurnar en hún er frá Paulas Choice. Ég náði að hemja mig og ákvað að prófa hana ekki fyrr en á laugardeginum því ég var á leið í fermingu og sjálf að útskrifast af Dale Carnegie námskeiði þann daginn.

Uppáhalds í Mars


Ég ætla alveg að viðurkenna að ég ætlaði að vera mega dugleg að klára þessa færslu strax í byrjun mánaðar en ég hafði það bara alltof náðugt um páskana. Ég ákvað þó að setja hana inn núna þó það sé kominn 8. apríl því betra er seint en aldrei ekki satt :) Mars var frekar góður mánuður fyrir nýjar uppgötvanir á snyrtivörum þar sem ég sé allar þessar vörur fyrir mér haldast í notkun hjá mér í langan tíma.

Snyrtivörur Jónu Vestfjörð


Ég heyrði í Jónu Vestfjörð á dögunum til að forvitnast aðeins hjá henni um hennar snyrtivörur. Jóna er ótrúlega flott og dugleg stelpa og það fer ekki fram hjá neinum að hún er gullfalleg og alltaf fallega förðuð. Ég var því mjög spennt að heyra hvað skyldi leynast í hennar snyrtibuddu svo ég ætla að deila því hér með ykkur.

How to: Glimmer förðun


Ég fékk margar fyrirspurnir í desember þegar ég setti inn hátíðarförðun með kopar glimmeri. Þá var aðallega verið að forvitnast hvernig ég fengi glimmerið til að haldast og hvernig ég gæti sett það niður í nákvæmum og skörpum línum.

VOR OG SUMAR ILMURINN MINN


Ég og mamma gerum okkur reglulega ferð til akureyrar til að brasa og njóta í leiðinni. Það var einmitt þar sem ég fann lyktina af þessu ilmvatni fyrst fyrir nokkrum vikum og gat síðan ekki hætt að hugsa um hana.

Nýtt - Blemish Control Gel frá MAC


Mikið sem ég er glöð að hafa kynnst þessari vöru! Góð vinkona mín hún Hildur vinnur hjá MAC og er oft að segja mér frá spennandi nýjungum sem hún elskar. Hún mældi eindregið með þessu bólu geli og þar sem ég treysti hennar áliti fullkomlega þá fjárfesti ég í því og sé alls ekki eftir því.

 

Ódýrt makeup lúkk : Pieces


Vá hvað það er búið að vera mikið að gera undanfarið! Ég hef lítið sem ekkert verið heima hjá mér svo ég hef ekki náð að vera rosalega dugleg hérna upp á síðkastið, en það fer að breytast núna sem betur fer! Ég ætla að fara gera reglulega fyrir ykkur makeup lúkk sem verða í ódýrari kantinum frá ódýrum snyrtivörumerkjum sem eru í boði hérna heima.

Travel : Húðumhirða


Ég er búin að vera mikið á ferðinni undanfarið og þarf þar af leiðandi alltaf að vera pakka niður því allra nauðsynlegasta í snyrtitöskunni minni. Ég passa mjög vel upp á að hugsa vel um húðina mína og er með morgun og kvöld rútínu sem ég fylgi alla daga. Hins vegar get ég ekki tekið allar þær vörur með mér þegar ég er að ferðast svo ég er með sér ferða rútínu sem er fljótleg, auðveld og þarfnast mun færri vara.

FASHION - EYGLÓ RUT


FÖRÐUN & LJÓSMYNDUN

Purple&Pink


Það var aðeins skemmtilegra að koma heim í dag heldur en aðra daga þar sem það beið mín pakki heima sem ég pantaði mér deginum áður. Vefverslunin Fotia.is var að byrja selja vörur frá Morphe Brushes og það gladdi mig alveg ótrúlega mikið þar sem ég var oft búin að hugsa um að panta mér pallettu af Morphebrushes.com. 

GREEN SMOKEY - SVAVA GUÐRÚN


Förðun & myndataka vikunnar