Fréttir

Snyrtivörur Jónu Vestfjörð


Ég heyrði í Jónu Vestfjörð á dögunum til að forvitnast aðeins hjá henni um hennar snyrtivörur. Jóna er ótrúlega flott og dugleg stelpa og það fer ekki fram hjá neinum að hún er gullfalleg og alltaf fallega förðuð. Ég var því mjög spennt að heyra hvað skyldi leynast í hennar snyrtibuddu svo ég ætla að deila því hér með ykkur.

How to: Glimmer förðun


Ég fékk margar fyrirspurnir í desember þegar ég setti inn hátíðarförðun með kopar glimmeri. Þá var aðallega verið að forvitnast hvernig ég fengi glimmerið til að haldast og hvernig ég gæti sett það niður í nákvæmum og skörpum línum.

VOR OG SUMAR ILMURINN MINN


Ég og mamma gerum okkur reglulega ferð til akureyrar til að brasa og njóta í leiðinni. Það var einmitt þar sem ég fann lyktina af þessu ilmvatni fyrst fyrir nokkrum vikum og gat síðan ekki hætt að hugsa um hana.

Nýtt - Blemish Control Gel frá MAC


Mikið sem ég er glöð að hafa kynnst þessari vöru! Góð vinkona mín hún Hildur vinnur hjá MAC og er oft að segja mér frá spennandi nýjungum sem hún elskar. Hún mældi eindregið með þessu bólu geli og þar sem ég treysti hennar áliti fullkomlega þá fjárfesti ég í því og sé alls ekki eftir því.

 

Ódýrt makeup lúkk : Pieces


Vá hvað það er búið að vera mikið að gera undanfarið! Ég hef lítið sem ekkert verið heima hjá mér svo ég hef ekki náð að vera rosalega dugleg hérna upp á síðkastið, en það fer að breytast núna sem betur fer! Ég ætla að fara gera reglulega fyrir ykkur makeup lúkk sem verða í ódýrari kantinum frá ódýrum snyrtivörumerkjum sem eru í boði hérna heima.

Travel : Húðumhirða


Ég er búin að vera mikið á ferðinni undanfarið og þarf þar af leiðandi alltaf að vera pakka niður því allra nauðsynlegasta í snyrtitöskunni minni. Ég passa mjög vel upp á að hugsa vel um húðina mína og er með morgun og kvöld rútínu sem ég fylgi alla daga. Hins vegar get ég ekki tekið allar þær vörur með mér þegar ég er að ferðast svo ég er með sér ferða rútínu sem er fljótleg, auðveld og þarfnast mun færri vara.

FASHION - EYGLÓ RUT


FÖRÐUN & LJÓSMYNDUN

Purple&Pink


Það var aðeins skemmtilegra að koma heim í dag heldur en aðra daga þar sem það beið mín pakki heima sem ég pantaði mér deginum áður. Vefverslunin Fotia.is var að byrja selja vörur frá Morphe Brushes og það gladdi mig alveg ótrúlega mikið þar sem ég var oft búin að hugsa um að panta mér pallettu af Morphebrushes.com. 

GREEN SMOKEY - SVAVA GUÐRÚN


Förðun & myndataka vikunnar

Must Have Eyeliner!


Núna er ég ekkert að grínast, ég held ég hafi fundið hinn fullkomna eyeliner! 

glowy / dewy look


Förðun & myndataka vikunnar

Snyrtivörur Söru Bjarkar


Í snyrtivöruspjallinu að þessu sinni er Sara Björk Þorsteinsdóttir, en hún er starfandi förðunarfræðingur hjá MAC. Það fer ekkert á milli mála að Sara er einstaklega hæfileikarík í sínu fagi og er alltaf ótrúlega fallega förðuð. Það var því virkilega gaman að fá að forvitnast aðeins um hennar uppáhalds og mest notuðu vörur! 

Í tilefni öskudagsins..


Þar sem öskudagurinn var í dag þá ákvað ég að deila með ykkur "búning" sem ég og systir mín gerðum fyrir hana á Hrekkjavökunni í fyrra. Ég deildi myndunum ekki með ykkur þá en langaði bara að sýna ykkur hvað það er auvelt að búa til flottan búning heima sem byggist aðallega upp á makeupi. 

Spring 2015 frá Clarins


Það er svo gaman þegar árstíðarlínurnar frá snyrtivörumerkjunum fara í sölu. Ég er alltaf að fylgjast með hvað er að koma nýtt og spennandi á hverjum tíma frá hvaða merki, og eins og merkin eru mörg þá eru línurnar oftast frekar ólíkar, sem er það skemmtilega við þetta. 

 

Óskalistinn


Það að láta sig dreyma.. Ég er mjög góð í því, og þá sérstaklega á netinu þegar ég er að skoða snyrtivörur. Bara ef ég myndi vinna í Víkingalottóinu einu sinni þá væri þetta ekkert vesen. En þangað til þá læt ég mig bara dreyma og set hluti á óskalistann sem verður líklegast orðinn endalaus þegar ég fer næst til Bandaríkjana til að versla eitthvað af þessu. 

Pore Minimizing Primer - Lifesaver fyrir olíumikla húð!


Primer frá Smashbox hefur lengi verið á óskalistanum hjá mér en ég hafði aldrei fyrr prófað neinn þeirra, ótrúlegt en satt. Ég fékk þennan primer í jólagjöf núna í desember og ég á eiginlega ekki til orð hvað þetta er mikil snilldarvara!

Árshátíðarförðun - double liner


Ég gerði mér ferð suður núna í nokkra daga og það hitti svo á að NEMÓ var akkurat haldið á þeim tíma. Ég farðaði gullfallegu frænku mína hana Sigrúnu Hrefnu fyrir kvöldið, en förðunarlúkkið var sett saman til að passa sem best við fallega kjólinn hennar. Ég var búin að bíða eftir tækifæri til þess að nota augnskugga dúoið mitt frá Bare Minerals sem heitir Top Shelf, og þar sem kjóllinn hennar var ljósblár þá hentaði það fullkomlega! 

Uppáhalds í Janúar


Það verður að segjast að janúar flaug fram hjá mér án þess að ég tæki eftir því! Það er búið að vera brjálað að gera í skólanum ásamt öllu öðru sem maður er að gera svo mánuðurinn var búinn áður en ég vissi af. 

Ég er búin að vera prófa fullt af nýjum og skemmtilegum vörum upp á síðkastið sem verður gaman að segja ykkur frá núna í febrúar. Vörurnar sem ég tala um í þessari færslu eru blanda af nýjum og eldri hlutum en þeir eiga það sameiginlegt að hafa verið mest notaðir í janúar. 

Statement varir með Inspiration


Enn er að bætast við snyrtivöruflóruna hérna á Íslandi sem er alltaf gaman. L.A. girl vörurnar eru komnar til landsins og eru nú fáanlegar á fotia.is. 

Nýtt uppáhald í snyrtibuddunni!


Það að birta til undir augunum finnst mér mjög mikilvægt skref, hvort sem það er bara dagsdaglega eða þegar maður er að fara fínna út. Ég legg sérstaklega áherslu á það þegar ég er að contoura og highlighta fyrir fínni tilefni.