Fréttir

Uppáhalds í september


September var bara nokkuð góður mánuður verð ég að segja. Fullt af nýjum snyrtivörum til að prófa eftir NY kaupæðið en ég verð að viðurkenna að ég er ekki byrjuð að nota helminginn af þeim, mikið að komast yfir! Allar þessar vörur eru nýjar fyrir mér og ég er búin að ofnota þær allar. 

Black Opium Edition 20% afsláttur!


Á morgun fimmtudaginn 17. september mun YSL hefja kynningu á nýrri Black Opium edition línu en eins og þið vitið eflaust nú þegar þá kom Black Opium perfume frá merkinu fyrir ekki svo löngu og sló rosalega í gegn um allan heim.

Haustlúkk - Pretty day and night


Ég verð að segja að ég er alveg löngu orðin tilbúin að fá til baka dekkri varir og öðruvísi förðunaráherslur svo ég tek haustinu alveg fagnandi hvað það varðar. Yfirleitt finnst mér haustlínurnar frá snyrtivörumerkjunum líka skemmtilegastar þar sem þær eru aðeins meira edgy heldur en vor og sumar línurnar ef ég má sletta aðeins.

Uppáhalds í Ágúst


Betra seint en aldrei ekki satt? Ég gerði ekki uppáhalds færslu fyrir júlí mánuð þar sem ég var ekki með neitt sérstakt þann mánuðinn sem var búið að vera í extra mikilli notkun. Þar af leiðandi var meira fyrir mig til að tala um þennan mánuðinn. Ég er núna nýkomin frá NY þar sem ég verslaði mögulega aðeins of mikið af snyrtidóti svo ég mun sýna ykkur það á næstu dögum svo það er nokkuð ljóst að það mun ekki vanta uppáhalds færslu fyrir september mánuð. En til að koma mér nú að efni þessarar færslu þá eru þetta þær vörur sem voru í uppáhaldi hjá mér núna í ágúst. 

Fallegar nýjungar frá YSL - Haust 2015


Magnað að haustið sé strax í rauninni komið, þó mér finnist reyndar eins og það hafi verið hér á Siglufirði í allt sumar. En með haustinu koma kosy peysur og breyttar förðunaráherslur svo haustið er ekki alslæmt. Haust línan frá YSL Pretty Metal er að koma í verslanir í næstu viku en hún er virkilega falleg og inniheldur skemmtilegar nýjungar. Í línunni er að finna augnskuggapalettu, augabrúnagel, gegnsætt púður sem fullkomnar yfirborð húðarinnar, gloss með metallic glans, þrjá nýja varaliti í Rouge Colupté Shine línuna, Couture Kajal augn khol og síðast en ekki síðst naglaskraut.

Snyrtivörur Svövu Guðrúnar


Það er heldur betur löngu kominn tími á nýja færslu frá mér svo hér kemur hún loksins! Ég hafði samband við hana Svövu til þess að svara nokkrum spurningum í snyrtivöruspjallinu sem hún var svo indæl að gera. Svava Guðrún starfar sem flugfreyja í sumar og stundar nám við Háskólann í Reykjavík á veturna í Sálfræði. Það fer ekki framhjá neinum að hún er stórglæsileg, alltaf mjög fallega förðuð og mér finnst góðmennskan og útgeislunin hreinlega skína af henni. Ég sjálf var því mjög forvitin að vita hvað hún væri að nota svo vonandi hafið þið eins gaman af lesningunni og ég!

Dupes - Ódýrari kostir á dýrari snyrtivörum!


Ég hef ætlað að gera svona blogg frá því ég byrjaði hérna á síðunni en það hefur bara alltaf gleymst þangað til núna! Í þessari færslu ætla ég að sýna ykkur ódýrari kosti fyrir aðrar dýrari og þekktari vörur í snyrtivöruheiminum. Það er svo mikil samkeppni á þessum markaði og úrvalið svo gígatískt mikið að það er næstum hægt að finna dupe vöru fyrir flest allar snyrtivörur. Og fyrir ykkur sem ekki vitið þá sendur Dupe semsagt fyrir Duplicate  Product.

Í tilefni dagsins.. Uppáhalds Varalitur


Ég veit ekki hvort að það fór framhjá einhverjum á instagram að það var #nationallipstickday í dag. Það getur svo sem vel verið að það hafi farið fram hjá fullt af fólki sem er ekki að followa endalaust af förðunarfræðingum og snyrtivörufyrirtækjum eins og ég, en hvað um það, þið vitið það þá alla vegana núna ;)

Nauðsynjar fyrir Þjóðhátíð


Þar sem að þjóðhátíð og fleiri útihátíðir eru alveg að fara bresta á þá fannst mér sniðugt að setja saman pínu lista yfir snyrtivörur sem mér myndi finnast ómissandi í þessum aðstæðum.

Spurt og svarað...


Hérna eru nokkrar af þeim spurningum sem ég hef fengið á tölvupóstinn minn svo ég ákvað að setja þær og svörin við þeim upp í færslu. Ég svara alltaf öllum þeim spurningum sem ég fæ þar til baka í tölvupóstum. Í þessari færslu eru þær spurningar sem hafa verið hvað algengastar. 

Áberandi varalitir


Um daginn fékk ég í hendurnar þessa nýju varaliti frá Clinique úr Pop línunni sem heita Lip color + Primer og hef verið að leika mér með þá og langaði til að sýna ykkur.

Jiggle hi jiggle low


Þetta verður örstutt færsla en ég varð bara að deila þessu truflaða naglalakki með ykkur!

Förðun fyrir eldri húð - Hlutir sem gott er að hafa í huga


Ég fékk um daginn ótrúlega krúttlegan tölvupóst sem mér þótti mjög vænt um. Það hafði kona samband við mig og tjáði mér að hún og hennar vinkonur skoðuðu bloggið oft og hefðu mikinn áhuga á snyrtivörum og öllu sem því viðkemur. Vandamálið væri hins vegar að þær væru 30+ árum eldri en ég og það væri kannski ekki allt sem hentaði þeim sem ég tala um bæði hvað varðar vörur og aðferðir. hún bað mig því um að gera færslu sem væri miðuð að eldri lesendum bloggsins sem ég að sjálfsögðu gerði. Ég viðurkenni alveg að það hefur ekki nóg verið talað um hluti sem tengjast sérstaklega eldri húð þar sem ég nota þær vörur ekki sjálf enn þá en ég ætla hins vegar að bæta úr því á næstunni og hafa þannig færslur með í framtíðinni <3

Snyrtivörur Alexöndru Helgu


Í snyrtivöruspjallinu að þessu sinni er engin önnur en ein af bloggurunum á síðunni okkar hún Alexandra Helga. Ástæðan fyrir því að mér langaði að hafa hana í þessum lið er einfaldlega vegna þess að hún er alltaf stórglæsileg og ég er sjálf dugleg að forvitnast hjá henni hvaða vörur hún er að nota í hin ýmsu lúkk. Mér datt þess vegna í hug að það væru líklegast mun fleiri en ég sem eru forvitnir að vita hvað hún er að nota í sinni beauty rútínu svo hérna fáið þið svörin við því. Fyrir þá sem ekki vita þá er Alexandra einnig lærður förðunarfræðingur svo hún veit alveg upp á hár hvað hún er að gera í þessum efnum.

Uppáhalds í júní


Finnst pínu sorglegt að hugsa til þess að júní sé búinn, finnst strax orðið svo lítið eftir af sumrinu. Ég er að standa í flutningum þessa stundina svo það er búið að vera brjálað að gera og allt á haus hjá mér. Af þeim ástæðum varð ég að fresta ýmsum verkefnum tengdum blogginu í smá stund þar sem ég er búin að vera netlaus í nýja húsinu núna síðan við fluttum. Hlutirnir eru að komast í eðlilegt horf aftur núna svo ég get farið að klára það sem bíður mín. 

6 góð ráð þegar Fake-Tan er notað á andlit


Margir forðast það að setja á sig brúnkukrem í andlitið enda getur það farið virkilega úrskeiðis og maður situr þá uppi með flekkótt eða appelsínugult andlit sem er aldrei smart. Ég hef hins vegar fundið út nokkrar gullnar reglur sem ég fer eftir þegar ég set á mig brúnkukrem í framan sem ég ætla að deila með ykkur og vona að þær eigi eftir að auðvelda ykkur þetta ferli!

Í töskunni minni


Ég hef nokkrum sinnum fengið beiðni um að gera svona færslu í gegnum tölvupósta svo ég ákvað að það væri kominn tími á að gera hana loksins. Mér finnst ótrúlega gaman að fá hugmyndir og ábendingar frá ykkur um hvað þið væruð til í að vita og lesa um svo ef þið hafið einhverjar beiðnir þá getið þið bara sent þær á steffy@femme.is. Ég er líka að vinna í færslu sem verður svona "spurt og svarað" því ég er oft að svara spurningum í gegnum tölvupósta sem kannski fleira fólki þætti forvitnilegt að vita svo ég ætla að svara þessum spurningum bara í einni færslu hérna á næstunni svo ef þið hafið einhverjar spurningar sendið þær á mig og ég svara þeim í færslunni :) 

Sumargleði Sensai! 20% afsláttur


 Frá og með deginum í dag 25. júní og til 1. júlí verður snyrtivörumerkið SENSAI með sumargleði og ætlar að bjóða upp á 5 af sínum mest seldu og vinsælustu vörum á 20% afslætti!

Snyrtivörur Karenar Ívars


Næst í snyrtivöruspjallinu hjá mér er Karen Ívarsdóttir. Ég kynntist Karen í Mood Makeup School þar sem við lærðum förðun saman, en Karen er einstaklega hæfileikaríkur förðunarfræðingur með brjálað hugmyndaflug hvað varðar förðunarlúkk sem mér finnst svo skemmtilegt við hana. Karen heldur úti facebook og instagram síðu þar sem er gaman að fylgjast með henni því hún er dugleg að setja inn flottar myndir af fallegri förðun svo þið sem hafið áhuga getið fylgst með henni þar ;) Instagram - kivars39, facebook.com/makeupbykivars

Risa Milani Gjafaleikur!


Þetta verður færsla í skemmtilegri kantinum en í samstarfi við Shine.is þá ætlum við að gefa einum heppnum þáttakanda vörur frá Milani að andvirði 22.500 kr!

Ég fékk að velja vörur sem mér fannst passa vel saman en samtals eru þetta 10 vörur, púðurfarði, sólarpúður, kinnalitur, hyljari, augabrúnapenni, augabrúnagel, 4 augnskuggar, maskari, varalitur og naglalakk, s.s allt sem þú þarft til þess að búa til heildarlúkk.