Fréttir

Áberandi varalitir


Um daginn fékk ég í hendurnar þessa nýju varaliti frá Clinique úr Pop línunni sem heita Lip color + Primer og hef verið að leika mér með þá og langaði til að sýna ykkur.

Jiggle hi jiggle low


Þetta verður örstutt færsla en ég varð bara að deila þessu truflaða naglalakki með ykkur!

Förðun fyrir eldri húð - Hlutir sem gott er að hafa í huga


Ég fékk um daginn ótrúlega krúttlegan tölvupóst sem mér þótti mjög vænt um. Það hafði kona samband við mig og tjáði mér að hún og hennar vinkonur skoðuðu bloggið oft og hefðu mikinn áhuga á snyrtivörum og öllu sem því viðkemur. Vandamálið væri hins vegar að þær væru 30+ árum eldri en ég og það væri kannski ekki allt sem hentaði þeim sem ég tala um bæði hvað varðar vörur og aðferðir. hún bað mig því um að gera færslu sem væri miðuð að eldri lesendum bloggsins sem ég að sjálfsögðu gerði. Ég viðurkenni alveg að það hefur ekki nóg verið talað um hluti sem tengjast sérstaklega eldri húð þar sem ég nota þær vörur ekki sjálf enn þá en ég ætla hins vegar að bæta úr því á næstunni og hafa þannig færslur með í framtíðinni <3

Snyrtivörur Alexöndru Helgu


Í snyrtivöruspjallinu að þessu sinni er engin önnur en ein af bloggurunum á síðunni okkar hún Alexandra Helga. Ástæðan fyrir því að mér langaði að hafa hana í þessum lið er einfaldlega vegna þess að hún er alltaf stórglæsileg og ég er sjálf dugleg að forvitnast hjá henni hvaða vörur hún er að nota í hin ýmsu lúkk. Mér datt þess vegna í hug að það væru líklegast mun fleiri en ég sem eru forvitnir að vita hvað hún er að nota í sinni beauty rútínu svo hérna fáið þið svörin við því. Fyrir þá sem ekki vita þá er Alexandra einnig lærður förðunarfræðingur svo hún veit alveg upp á hár hvað hún er að gera í þessum efnum.

Uppáhalds í júní


Finnst pínu sorglegt að hugsa til þess að júní sé búinn, finnst strax orðið svo lítið eftir af sumrinu. Ég er að standa í flutningum þessa stundina svo það er búið að vera brjálað að gera og allt á haus hjá mér. Af þeim ástæðum varð ég að fresta ýmsum verkefnum tengdum blogginu í smá stund þar sem ég er búin að vera netlaus í nýja húsinu núna síðan við fluttum. Hlutirnir eru að komast í eðlilegt horf aftur núna svo ég get farið að klára það sem bíður mín. 

6 góð ráð þegar Fake-Tan er notað á andlit


Margir forðast það að setja á sig brúnkukrem í andlitið enda getur það farið virkilega úrskeiðis og maður situr þá uppi með flekkótt eða appelsínugult andlit sem er aldrei smart. Ég hef hins vegar fundið út nokkrar gullnar reglur sem ég fer eftir þegar ég set á mig brúnkukrem í framan sem ég ætla að deila með ykkur og vona að þær eigi eftir að auðvelda ykkur þetta ferli!

Í töskunni minni


Ég hef nokkrum sinnum fengið beiðni um að gera svona færslu í gegnum tölvupósta svo ég ákvað að það væri kominn tími á að gera hana loksins. Mér finnst ótrúlega gaman að fá hugmyndir og ábendingar frá ykkur um hvað þið væruð til í að vita og lesa um svo ef þið hafið einhverjar beiðnir þá getið þið bara sent þær á steffy@femme.is. Ég er líka að vinna í færslu sem verður svona "spurt og svarað" því ég er oft að svara spurningum í gegnum tölvupósta sem kannski fleira fólki þætti forvitnilegt að vita svo ég ætla að svara þessum spurningum bara í einni færslu hérna á næstunni svo ef þið hafið einhverjar spurningar sendið þær á mig og ég svara þeim í færslunni :) 

Sumargleði Sensai! 20% afsláttur


 Frá og með deginum í dag 25. júní og til 1. júlí verður snyrtivörumerkið SENSAI með sumargleði og ætlar að bjóða upp á 5 af sínum mest seldu og vinsælustu vörum á 20% afslætti!

Snyrtivörur Karenar Ívars


Næst í snyrtivöruspjallinu hjá mér er Karen Ívarsdóttir. Ég kynntist Karen í Mood Makeup School þar sem við lærðum förðun saman, en Karen er einstaklega hæfileikaríkur förðunarfræðingur með brjálað hugmyndaflug hvað varðar förðunarlúkk sem mér finnst svo skemmtilegt við hana. Karen heldur úti facebook og instagram síðu þar sem er gaman að fylgjast með henni því hún er dugleg að setja inn flottar myndir af fallegri förðun svo þið sem hafið áhuga getið fylgst með henni þar ;) Instagram - kivars39, facebook.com/makeupbykivars

Risa Milani Gjafaleikur!


Þetta verður færsla í skemmtilegri kantinum en í samstarfi við Shine.is þá ætlum við að gefa einum heppnum þáttakanda vörur frá Milani að andvirði 22.500 kr!

Ég fékk að velja vörur sem mér fannst passa vel saman en samtals eru þetta 10 vörur, púðurfarði, sólarpúður, kinnalitur, hyljari, augabrúnapenni, augabrúnagel, 4 augnskuggar, maskari, varalitur og naglalakk, s.s allt sem þú þarft til þess að búa til heildarlúkk.

Ómissandi í sumar


Ég hef verið að færa mig yfir í aðeins öðruvísi rútínu núna upp á síðkastið, þá aðallega að létta á farðanum og færa rútínuna í aðeins sumarlegri búning. Sólarvörnin er komin til að vera það sem eftir lifir sumars en á veturnar þá læt ég sólarvörnina í vörunum sem ég nota yfirleitt bara duga. Ég ætla nú ekki að skrifa einhverja langloku fyrir hverja og eina vöru heldur bara sýna ykkur hvaða vörur ég hef gripið mikið í núna undanfarið og mun gera á næstunni.

Trend: Grátóna varir


Þessi færsla verður nú ekki löng en mér langaði bara aðeins til að segja ykkur frá einum varalit sem ég rambaði óvart á og er í uppáhaldi þessa dagana. Það hefur eflaust ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með förðun á youtube og instagram að varalitir sem eru í þessum greige tón eins það er kallað (gray+beige) og hafa verið mjög áberandi.

Fluffu beauty spjall


Mér finnst mjög gaman að spurja fólk hvað það væri til í að sjá á síðunni og hef ég nokkrum sinnum fengið beiðni um að gera þessa færslu. Persónulega fannst mér þetta líka alltaf sniðug hugmynd því það starfa ófáar stelpur á íslandi sem flugfreyjur á sumrin. Þó svo að ég sé ekki ein af þeim finnst mér gaman að forvitnast og fékk að spurja tvær einstaklega smart flugfreyjur út í þeirra rútínu þegar kemur að hári og förðun fyrir flug. Ég spjallaði við Fanney Ingvars og Grímu Björg en þær eru báðar að fljúga hjá WOW Air.

Berleggja í sumar


Mig langaði aðeins til að segja ykkur frá tveimur vörum sem ég elska og nota mikið, þá sérstaklega á sumrin en það eru Inglot Face and Body Bronzer og svo Sally Hansen Airbrush legs. Ég á það til að vera berleggja þegar veðrið leyfir og þegar tilefni er til að vera í kjól á sumrin. Þó svo að ég sé kannski með smá tan á fótleggjunum þá kýs ég samt alltaf að setja eitthvað á þá, bæði til þess að fá smá lit en einnig til að fá þekjuna og fallegri áferð.

Uppáhalds í maí


Þó svo að maí sé ekki búinn enn þá langaði mig til þess að deila þessari færslu með ykkur núna þar sem ég verð frekar upptekin um helgina, mánuðurinn er hvort sem er næstum því búinn :) Ég get ekki sagt að ég hafi verið í miklum sumar fíling þennan mánuðinn þegar kemur að snyrtivörum enda veðrið búið að vera með eindæmum leiðinlegt en það fer vonandi að breytast á næstu dögum, það bara verður! En þetta eru allavegana þær vörur sem stóðu uppúr hjá mér og voru í hvað mestri notkun þennan mánuðinn.

Ódýrt makeup lúkk : Elf


Það er frekar langt síðan ég gerði síðustu færlsu með ódýru makeup lúkki og síðan þá hefur önnur svoleiðis færsla verið mest umbeðin í tölvupóstum hjá mér svo hérna kemur hún loksins. Í þessari förðun notaði ég mest megnis vörur frá Elf sem eru snyrtivörur sem ég hef notað í mörg ár núna. Lengi vel voru þær ekki fáanlegar hérna á Íslandi svo ég verslaði mínar í Bandaríkjunum og Svíþjóð fram að því. Núna eru Elf vörurnar hins vegar fáanlegar á Íslandi á vefsíðunni eyeslipsface.is.  Miðað við hvað þetta er ótrúlega ódýrt merki eru mjög margar vörur frá þeim sem eru virkilega góðar og eru í reglulegri notkun hjá mér persónulega. Þær vörur sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér frá merkinu eru burstarnir sem ég notaði í þessari förðun, kinnaliturinn sem ég hef notað í mörg ár, og varalitirnir. Vörurnar sem ég notaði í þetta makeup lúkk eru taldar upp hér að neðan. 

BIOEFFECT


Um daginn þá fór ég á ótrúlega fræðandi og skemmtilegan fyrirlestur um BIOEFFECT vörurnar. Áður en ég fór þá vissi ég svolítið um vörurnar þeirra enda búin að nota Bioeffect dagkremið núna í langan tíma og sé ekki fram á að skipta því út neitt á næstunni enda í algjöru uppáhaldi. Svona aðeins til að fræða ykkur þá er búið að sameina íslenska og erlenda vörumerkið frá Sif Cosmetics og vörurnar sem við hérna á íslandi þekkjum undir nafninu EGF heita núna Bioeffect eins og þær hafa verið markaðssettar erlendis en um sömu vöru er að ræða fyrir utan þann stóra kost að í Bioeffect er mun meiri virkni en var í EGF vörunum. 

Beauty mistök vol 2


Jæja hérna kemur restin af algengu mistökunum sem ég birti í færslunni í gær. Ég áttaði mig ekki á því hvað mér fannst ég þurfa að skrifa mikið um hvern og einn punkt svo ég skipti þessu niður í tvær færslur. Ég held að punktarnir í þessari færslu séu þó mistök sem eru mun algengari heldur en þau sem komu fram í gær, en kannski er það bara rugl í mér, kannski eruð þið bara alveg með þetta og vitið þetta allt nú þegar ;)

Beauty mistök sem þú gætir verið að gera


Þegar kemur að förðun og umhirðu húðarinnar eru svo mörg einföld atriði sem við getum verið að gera vitlaust en þau skipta kannski rosalega miklu máli þegar uppi er staðið. Ég les alveg ótrúlega mikið af alls konar beauty tengdum greinum eftir bæði förðunarfræðinga, snyrtifræðinga og húðlækna því maður getur alltaf lært eitthvað nýtt og áhugavert sem tengist þessu fagi. sjónarhornin eru eins misjöfn og þau eru mörg í þessum greinum öllum en það eru samt sem áður ákveðin atriði sem allir virðast vera sammála um. Ég ætla í þessari færslu að nefna nokkur algeng mistök sem mjög margir eiga til að gera og ég sjálf gerði sjálf áður ég fór í þetta nám og kynnti mér hlutina betur.
 

Topp 10 Must have MAC vörurnar mínar


Ég veit ekki hversu oft ég fæ spurninguna hvað á ég að kaupa mér í MAC? Það er allavegana mjög oft og sérstaklega á sumrin þegar fólk er mikið að fara til útlanda og ætlar að versla sér eitthvað fallegt. Ég ákvað því að gera minn topp 10 lista yfir þær vörur sem eru í persónulegu uppáhaldi hjá mér frá merkinu. Listinn gæti alveg heitið topp 20 þar sem ég nota mjög mikið af vörum frá merkinu en ég er hrædd um að sú færsla yrði alltof löng svo topp 10 skal það vera! Þessi listi er líka bara yfir förðunarvörurnar þar sem ég ákvað að hafa ekki bursta né húðvörur með í þessari færslu.