Matarbloggarinn Gígja

21 May 2014

Gígja er alveg hrikalega skemmtileg stelpa og hún heldur uppi æðislega flottu matarbloggi með allskonar skemmtilegum uppskriftum. Ég fer mikið inn á síðuna hjá henni og verð alltaf svöng þegar ég er búin að renna í gegnum hana. Ég fékk að spyrja hana nokkurra spurninga og deila með okkur sinni uppáhalds uppskrift.

 

Hefuru alltaf haft gaman af mat?
 Ég hef alltaf haft gaman að þvi að borða mat já, en það er ekkert langt síðan mér byrjaði að finnast gaman að matreiða hann sjálf. 

Hvað er uppáhalds maturinn þinn?

 Úff ég get ekki nefnt neitt eitt. Í hversdagsleikanum finnst mér kjúklingur bestur, það er hægt að matreiða hann á svo marga vegu. Annars er  nautakjöt, humar, kalkúnn með öllu tilheyrandi og villbráð það besta sem ég fæ, get bara ómögulega valið upp á milli.

Hvað eru uppáhalds hráefnin þín?

Verð að segja kjúklingur, eins og ég sagði að ofan það er hægt að gera endalausar útfærslur af honum. Líka ostur, ég vil setja ost á allt, morgunmatinn helst líka, okei nei kannski ekki. Ég nota Cayenne pipar og salt líka óspart í flesta rétti. 

Ef þú mættir velja eitt land til að fara til að borða þig í gegn hvaða land væri það ?

Hefði ekkert á móti því að borða mig í gegnum Mexico og Ítalíu.

Af hverju byrjaðiru að blogga?

Aðallega vegna þess að fólk var mikið að biðja mig um uppskriftir, þá aðallega af kökum. Ég ákvað að prófa að blogga og viðtökurnar fóru fram úr mínum björtustu vonum. 

Áttu þér einhvern uppáhalds matreiðslubók?

Ég á enga uppáhalds matreiðslubók. Ég nota internetið aðallega til að fá innblástur að nýjum kökum eða réttum.

Er einhver réttur sem þig hefur langað lengi til þess að elda?

Já, mig hefur lengi langað að elda kalkún, sósu, stöffing og kartöflumúsina sem ég fæ hjá pabba mínum. Ég veit ekki hvort ég leggi í það þar sem væntingarnar sem ég hef til þessa réttar eru mjög háar. 

Uppáhalds veitingarstaður á íslandi ?
Grillmarkaðurinn og Sushisamba þegar það á að gera vel við sig, annars kann ég mjög vel við Local sem hversdagslegan stað, þeir eru alltaf með svo fersk og góð hráefni. 

 

Slóðin á síðunni hennar Gígju er svo: www.gigjas.com 

 

Ég valdi eina uppskrift af heimasíðunni hennar til að fylgja viðtalinu sem ég hef prufað að gera og reyndist alveg hrikalega góð.

Lúxus Kjúllaréttur með beikoni og fetaosti

Uppskrift fyrir 2:

2 kjúklingabringur

lítill pakki beikon

döðlur eftir smekk, ég notaði 1 lúku

hálf dós fetaostur

rifinn ostur

 

Meðlæti: td sætar kartöflur og/eða salat.

Aðferð: Hitið ofninn í 180 á blæstri

Ég grillaði kjuklinginn í mínútugrilli en það er auðvitað hægt að steikja hann líkaBeikonið léttsteikt og pannan tekin af hellunni Fetaostur og döðlur settar útí. Ég skola skærin og klippi beikonið og döðlurnar það er minna tímafrekt heldur en að skera allt í bita


Kjúklingurinn settur í eldfast mót og gummsinu stráð yfir

Ostur yfir og inní ofn í 10-15 mín :)  

 

Marta Rún 
#food #blogger