Ostaréttur

23 May 2014

Ég er persónulega mjög mikið fyrir osta og allskonar ostarétti. Ég mun koma með helling af hugmyndum af allskonar smakk-ostaréttum. En þessi réttur er einn af þeim betri sem ég hef smakkað.

 

En ég ætla ekki að taka heiðurinn af þessum rétt. Það var hún Edda sem bauð mér í osta og rauðvín á dögunum og skellti í þennan fáránlega góða rétt sem ég er búin að gera núna nokkrum sinnum eftir að hafa smakkað hann. Hann er mjög einfaldur og hrikalega góður.

Skerið niður eina peru (það er líka mjög gott að nota epli í staðinn) og skellið henni í pott með hunangi og balsamik dressingu. Hitið á miðlungshita, þar til þetta blandast vel saman og er orðið heitt.
Skerið Camembert ostinn þvert í sundur. Setjið smá af blöndunni yfir neðri helminginn, setjið hitt oststykkið yfir (lokið ostinum, eins og samloku) og hellið restinni af perublöndunni yfir. Gróf saxið síðan valhnetur og setjið yfir.Þetta er alveg himneskur réttur og osturinn á milli bráðnar út af hitanum í blöndunni. Berið fram með ristuðu brauði eða kexi.

Marta Rún
#food #recipe #cheese