The Coocoo´s Nest

23 May 2014

The Coocoo's Nest

Þessi staður er klárlega einn af mínum uppáhalds stöðum í Reykjavík þegar kemur á Brunch og Pizzum og allt sem er í boði.

Ég vissi að það væri skemmtileg saga á bak við þennan stað og hafði ég samband við Írisi sem er einn af eigendunum.

 

Eigendurnir eru  Lucas Keller & Íris Ann Sigurðardóttir. Lucas er kokkur og listamaður og Íris Ann er ljósmyndari.

Saman eiga þau soninn Óðinn Sky Keller sem er eins árs.

Lucas er frá Ukiah, Norður-Kaliforníu og Íris Ann frá Íslandi. Þau hittust í Flórens á Ítalíu þar sem þau fóru saman í skóla, Lucas í matreiðslu og Íris í ljósmyndun

“Við opnuðum Coocoos nest á 1 árs brúðkaupsafmælinu okkar 28. september 2013.

Okkur hafði í mörg ár dreymt um að opna okkar eigin stað og skapa eitthvað saman. Við höfum ferðast mikið þannig að við vorum aldrei nógu lengi á einum stað til að láta drauminn rætast. Eftir að ég varð ólétt af syni okkar þá virtist það vera góður tími til að opna hann. Við höfðum góða hugmynd um hvernig við vildum að staðurinn okkar yrði eftir að hafa tekið hugmyndir frá öllum heimshornum í mörg ár. Svo var það á Hönnunarmars á Íslandi 2012 sem við heimsóttum hönnuðinn Steinunni Sigurðardóttur á vinnustofuna hennar og verslun á gömlu höfninni í Reykjavík. Vinnustofan hennar var í iðnaðarhúsnæði í hverfinu, í röð bílskúrakofum sem voru notuð fyrir beitingu fiskineta (og sumir eru enn). Maðurinn minn hafði verið að leita á svæðinu og varð ástfanginn af útliti staðarins eftir að hafa séð inni í vinnustofuna hennar. Það hafði verið hluti af draumi hans að taka þátt í að byggja upp nýtt hverfi. Svo það er þar sem ævintýrið hófst. Daginn eftir fórum við að skoða hvort einhver af bílskúrunum voru í boði til þess gera upp. Það reyndist svo og fundust leigusölu og stjórn hafnarinnar hugmyndin spennandi um að byggja líf á því svæði og eftir smá sannfæringu þá fengum við þessa staðsetningu.

Staðurinn var lítill, alveg tómur og hrár og þurftum við að gera allt frá grunni, pípulagningarnar og rafmagn, í raun var þetta krefjandi og skemmtileg vinna og má líkja við tómum málningarstriga. Það tók mikla vinnu og íhugun að nota lítið pláss skynsamlega og gera það á viðráðanlegan hátt og einnig að skapa þægilegt andrúmsloft og framtíðarsýn.

Ég held að þegar þú ert ekki með mikið af fjárhagslegum stuðning og þú opnar stað frá ástríðu og ekki bara fyrir hagnað getur fólk raunverulega fundið kærleikan og ástina sem þú hefur notað til þess að skapa staðinn.

Það var langur ferill af pappírsvinnu sem við þurftum að fara í gegnum. Það er svo sannarlega ekki verið að gera þetta auðvelt fyrir þig. Ekki eru bankarnir viljugir að hjálpa þér og veita lítinn stuðning enda veitingabransinn ekki alltaf stöðugusta viðskipaleiðin. En öll vinnan, svitinn, blóðið og tárin sem við lögðum í staðinn gerðu þetta allt svo miklu meira gefandi á endanum.“

 
“Á virkum dögum bjóðum við uppá hollan delí matseðil, á honum er að finna súpu dagsins, salöt & girnilegar samlokur með heimagerðu súrdeigsbrauði.

Þegar líða fer á kvöldið verður meiri ítölsk upplifun, t.a.m. bjóðum við upp á spennandi súrdeigspizzur á miðviku- og fimmtudagskvöldum.

Föstudags- og laugardagskvöld bjóðum við upp á formlegri ítalskan matseðil, á honum er að finna forrétti, aðalrétti á borð við heimagert pasta, kjöt- eða fiskrétti og erum svo með örfáa en vel valda eftirrétti. Við reynum að gera eins mikið og við getum frá grunni eins og allar sósur, pasta og brauðið. Einnig verslum við líka bara helst við litlar íslenska fjölskyldur, t.d teið okkar og grænmeti. 

Um helgar bjóðum við uppá Californiu style brunch sem hefur verið rosalega vinsælt.

Einnig bjóðum við uppá notalegt umhverfi með sérsniðnum matseðli fyrir einkasamkvæmi.”

Ég fór síðastliðið fimmtudagskvöld á eitt af frægu súrdeigspizzukvöldunum þeirra. Ég var svo sannarlega ekki svikin, alvöru ítölsk pizza með súrdeigsbotni og rauðvínsglas með. Ég lýg ekki að ykkur að þetta er besta pizza sem ég hef smakkað á Íslandi. Svo get ég ekki sleppt því að minnast á frábæru súkkulaðiostakökuna sem ég fékk í eftirrétt. Vegna mikilla vinsælda þá komust færri að en vildu á fimmtudögum var ákveðið að bæta við miðvikudagskvöldum. Mæli ótrúlega mikið með þessu og um að gera að panta borð fyrir næsta miðvikudag eða fimmtudag.
 

Marta Rún
#food #restaurant #reykjavík