Rómantískt heimili innblásið af Audrey Hepburn

24 May 2014

Fashion Illustrator Megan Hess er búin að koma sér fyrir í þessu fallega heimili í Ástralíu - þessi íbúð mun fanga þig.

Ekkert smá falleg og björt íbúð.
Hvítir veggir og ljós húsgögn á móti dekkri klæðningu á gluggum og parketi.

Chesterfield sófi er og verður einn sá fallegasti og vinsælasti á markaðnum.

Svart hvítar myndir eða málverk gefa heimilinu mikinn persónuleika
...því stærri því betri.

 

Audrey Hepburn gefur henni greinilega mikinn innblástur - enda fegurðartákn.

Lítið og dramatískt eldhús með rómantísku ívafi. 
Flísarnar og veggfóðrið gefa skemmtilegt touch á það. 

Ein fallegasta ris íbúð sem ég hef rekist á.

Aðgengið inn í svefniherbergið - Rómantískt og ríkt
Ég fæ seint leið á svart hvítu röndóttu veggfóðri, alltaf svo CHIC!

Verkin hennar prýða veggina um alla íbúð eins og þið glöggir lesendur hafið kannski tekið eftir

-

Heimastúdíóið hennar er ekki á verri endanum

Að eiga mynd eftir hana er á óskalistanum ! GORDJÖSS 

Xo - SARA DÖGG

-

#illustration #romanticinterior #interiordesign #audreyhepburn #glamour