Epitaph

25 May 2014

Ég rakst á þennan myndaþátt á netinu fyrr í dag, sem ber nafnið Epitaph, og varð mjög hrifin. Hann var gerður af Rankin, sem er ljósmyndari, og Andrew Gallimore, sem er förðunarmeistari.

Fyrsta myndin er algjörlega mín uppáhalds. Þeir Ranking og Gallimore hafa unnið saman áður og unnu þeir verkefni sem bar nafnið Alive: In The Face of Death. Í þetta skiptið unnu þeir líka með andlitið og dauðann, en beindu þessu að Dia de Los Muertos, sem þýðir ,,dagur hinna dauðu" og er haldinn hátíðlegur í Mexíkó. Þessar myndir eru nú óhugnalegar en ég myndi samt alveg vilja hafa þær upp á vegg hjá mér.
Myndaþátturinn birtist í Hunger Magazine

 

Edda