New York Ostakaka

29 May 2014

Klassísk New York Ostakaka

Þessa uppskrift fann ég á www.jamieoliver.com eins og svo margar aðrar sem ég geri.
Ég hafði aldrei bakað ostaköku áður en þessi var svakalega góð.
Það skemmtilega við ostaköku er að það er svo auðveldlega hægt að breyta og prufa sig áfram eins og til dæmis með botninn, nota til dæmis oreo kex, súkkulaðikex, lu kex eða hvað sem þér dettur í hug.
Það sama gildir um bragðið af kökunni. Það er auðveldlega hægt að fara á netið og leita sér að hugmyndum af mismunandi brögðum í ostakökuna.


 

En þessi uppskrift er klassísk New York ostakaka með vanillu og lime.

350 g kex
120g brætt smjör

900g rjómaostur

150g sykur

5 egg

safi úr 6 lime ávöxtum

smá vanilludropar eða ennþá betra fræ úr vanillustöng

 

Þessi uppskrift er alveg fyrir 10-14 manns, ég bakaði fyrir 5 manns og ég helmingaði uppskriftina en notaði 3 egg.

Stillið ofninn á 160°C

Setjið kexið og bráðið smjörið í matvinnslvél,  ef þú átt ekki matvinnsluvél þá setjiði bara kexið á viskustykki brjótið, rúllið svo yfir með rúllukefli þangað til það er orðið að mylsnu.

Setjið mylsnuna í botninn á smelluformi og pressið svo niður með höndunum. Passaiði að þú ná vel út í kantana. Setjið formið síðan aðeins inn í ísskáp á meðan þú gerir ostablönduna.

Setjið rjómaostinn undir þeytara og þeytið þangað til að hann er orðin mjúkur og bætið síðan sykrinum við.
Síðan bætiði eggjunum út í, eitt í einu og að lokum er lime safanum hellt út í. Hafiði engar áhyggjur ef ykkur finnst blandan vera þunn – hún á að vera svona.

Hellið blöndunni í formið og bakið í 45-55 mínútur. Blandan á að vera pínu hlaupkennd þegar þú hristir hana til.

Það er sem leiðinlegt er að þú verður að kæla kökuna í minnsta kosti 3 tíma áður en hún er borðuð.

Ég átti frosin ber í frysti og setti þau í pott með smá flórskykri og setti þau síðan ofan á sneiðina sem mér fannst passa mjög vel við.Marta Rún
#recipe #cake #cheese