Omnom Súkkulaði

29 May 2014

Ég fór í heimsókn í Omnom súkkulaðiverksmiðjuna á dögunum og upplifunin var hreint út sagt mögnuð. 

Þar hitti ég þá Kjartan Gíslason matreiðslumann og Karl Viggó Vigfússon bakara og konditori sem eru einir af eigendum Omnom.
Þeir tóku vel á móti mér og ég fékk að sjá hvernig allt fór fram, allt frá því  hvernig baunirnar koma á borðið eftir brennslu og hvernig það endar í pökkum sem eru tilbúnir til sölu.
“Hugmyndin af þessu var í rauninni bara forvitni hvort að þetta væri hægt, að gera súkkulaði frá grunni, nokkrum tilraunum seinna kom í ljós að hugmyndin væri í raun ekkert svo vitlaus”


Framleiðslan á súkkulaði er flóknari en flestum grunar.
Kakóbaunirnar koma til þeirra þurkaðar í miklu magni og þurfa þeir að handpikka þær bestu út. Baunirnar eru ristaðar vel en einnig varlega því að þarna kemur bragðið af súkkulaðinu.
Þegar búið er að rista baunirnar er skelin fjarlægð og kakónibburnar sem eftir sitja eru settar í mölun og blöndun. Til viðbótar er síðan  hrásykri og smávegis af kakósmjöri blandað við og ef um mjólkursúkkulaði er að ræða þá er einnig mjólkurdufti bætt við. Þessu er leyft að blandast í nokkra daga. Ferlið tekur í heildina um 5 daga.


     

  

Bauninar sem þeir nota eru eru lífrænt ræktaðar og hvaðanæva úr heiminum má þar nefna Dómíniska Lýðveldið, Madagaskar og Papúa Nýja-Gínea. Einnig hafa þeir verið að þróa ýmsar aðrar tegundir með baunum frá Perú, Ekvador, Venesúela og Níkaragva.
Það eru smáatriðin sem skipta máli en líkja má súkkulaðigerð við víngerð, bragðast mismunandi eftir héruðum og árstíðum. Það sama má segja um kakóbaunirnar, mismunandi bragð fæst eftir því hvernig þær eru þurrkaðar og brenndar.

   

   


Allt saman eru þetta nákvæm vísindi og margar tilraunir þarf að framkvæma til þess að fá rétta bragðið.

Það má ekki gleyma því að nefna að Omnom eru einu í Skandinavíu sem eru að búa til súkkulaði alveg frá grunni.

 

 

Umbúðirnar hjá Omnom eru virkilega skemmtilegar og hönnunin mjög flott. Einnig er mikill kostur að það er auðvelt að loka umbúðunum aftur eftir opnun.
André Visage sér um hönnun, grafík og umbúðir, ásamt aðstoð frá góðum vinum.

Þeir eru spenntir fyrir framtíðinni og eru með alls kyns hugmyndir. Þeim þætti ekki leiðinlegt að halda úti lítilli súkkulaðibúð niðrí bæ.

Súkkulaðið er ekki einungis selt á Íslandi en það er meðal annars selt í Brooklyn í New York, Amsterdam, París og Danmörku.

Ég fór ekki tómhent heim eftir þessa heimsókn og fékk smakk af öllum tegundum sem þeir bjóða upp á og fannst þær allar góðar.

Ég er ekki frá því að eftir að ég heyrði alla söguna á bakvið súkkulaðið fór mér að finnast það miklu betra!Mér og Sörunum tveimur hér á Femme var síðan boðið í opnun hjá Omnom þar sem þeir voru að setja nýtt súkkulaði á markað með lakkrís og sjávarsalti.Þetta eru mennirnir á bakvið Omnom Viggó og Kjartan
 

Þar sem ég var búin að fara í heimsókn til þeirra var ég búin að fá að smakka sýnishorn af því. Ég mátti náttúrulega ekkert kjafta frá því og beið spennt eftir að fá það í hendurnar aftur. Þegar ég fékk það loksins varð ég svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum enda ótrúlega bragðgott.

Þeir sem vilja kaupa súkkulaðið geta séð á heimasíðunni þeirra alla sölustaðina.

http://www.omnomchocolate.com/Marta Rún
#chocolate #omnom