IKEA hacks vol. 1

31 May 2014

Á hverju heimili er hægt að finna IKEA húsgögn sem hægt er að umbreyta og gera þau kannski aðeins persónulegri. 
Hér koma nokkrar hugmyndir af einföldum breytingum. 
 

Þú getur tekið hvaða borð, hillu eða yfirborð sem er og veggfóðrað það með fallegu munstri.
Til að halda því snyrtilegu getur þú farið í næstu glerbúð og fengið gler í sömu stærð og borðið.

-

Rast kommóðurnar frá IKEA koma ódýrar og það er auðvelt að breyta þeim.
Það eina sem þú þarft er sandpappír, grunn, málningu og sprey. 
Til að fá aðeins dýrara lúkk þá er málið að kaupa nýja húna í næstu byggingarvöruverslun.
Þetta væri líka falleg lausn í barnaherbergi og þá væri hægt að leika sér með litina.

-

Þetta þykir mér fallegt. Sjálf myndi ég gera þetta frekar rustic eins og á myndinni efst til vinstri.

-

Svona nailheads færðu ódýrt á Ebay. 
Byrjar á því að teikna munstrið laust með blýanti og mælið rétt bil á milli.
Næst er að hamra þessu létt á með mjúku svo að högg komi ekki á pinnana.

-

Ég mun koma til með að sýna ykkur fleiri hugmyndir af IKEA hacks - stay tuned.

Xo - SARA DÖGG

#ikeahacks #diy #golddecor #whitemarble