Sumarsalat frá Gestgjafanum

31 May 2014

Ég bauð Söru Dögg og Söru Sjöfn í mat á þriðjudaginn og ég bauð þeim í sumarlegt salat.

Ég fann þetta salat í Gestgjafanum í vetur og hlakkaði mikið til að gera það í sumar.
Það er auðvelt og fljótlegt að gera það tilbúið vegna þess að það er ekkert sem þarfnast eldunar.
Sumarlegt og ferskt salat með góðum vinkonum.
 

 

Sumarsalat :

1 poki furuhnetur

3 kúlur mozarella ostur

1 poki klettasalat eða annað salat eftir smekk

handfylli smátt söxuð basilíka

300 – 400g hráskinka

1 askja kirsuberjatómatar

1/2 cantaloup – melóna, vel þroskuð

1 askja jarðarber

kjarnar úr 1 granatepli

salatsósa:

1 msk balsamedik

1 msk ljóst síróp

1 – 2 msk límonusafi

salt og nýmalaður pipar

 

Verði ykkur að góðu, Marta Rún

#recipe #food #salat #gestgjafinn